Krúnurakaðar gefa tóninn fyrir sumarið Guðrún Ansnes skrifar 17. apríl 2015 08:38 Það hefur færst í aukana að undanförnu að stelpur kjósi að krúnuraka sig. Krúnurakaðar konur spretta nú fram og flagga fögrum hausum. Ungar konur keppast nú við að peppa sig upp í að láta vaða, en margar hefur klæjað í fingurna í mörg ár. Nú virðist krúnurökunin ætla að ryðja sér til rúms sem tískufyrirbæri og verður spennandi að sjá hvort trendið nái almennilegri festu hér á landi með hækkandi sól. Hugrún Harðardóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur, segist hafa orðið vör við þetta trend. „Við sjáum þetta mikið í kringum okkur, en ég geri ráð fyrir að margar láti af þessu verða heima.“ Hugrún segir þær sem láta slag standa iðulega vera verulega töff týpur. „Að láta verða af þessu er oft ákveðið statement og mér finnst þetta endurspegla sjálfsöryggi,“ útskýrir Hugrún. Fréttablaðið hafði samband við þrjár ungar konur sem létu verða af þessu og má með sanni segja að utan hárleysisins eigi þær allar sameiginlegt að hafa langað lengi til að láta af þessu verða en ekki þorað fyrr en nú.Ögrar kynhlutverkunum „Ég hef verið með allar mögulegar síddir á hárinu og átti þetta einfaldlega eftir. Svo finnst mér ekki sérstaklega leiðinlegt að ögra fyrirframgefnum hugmyndum um kynhlutverkin“ segir Saga Matthildur sem vakti athygli þjóðarinnar er hún hrifsaði til sín þriðja sætið í Söngkeppni framhaldskólanna ekki alls fyrir löngu. Hún hlaut að sama skapi mikla athygli fyrir töff ásjónu, og höfðu sumir orð á að hér væri ung Sinead o‘connor mætt. „Ég hef fengið að heyra það svolítið,“ segir hún og skellir uppúr. Saga segir stjúpföður sinni hafa orðið sérlega ánægðan með ákvörðunina en hann er sjálfur sköllóttur. „Amma fékk áfall,“ bætir hún við og undirstrikar að þessi klipping sé einfaldlega sjúklega þægileg. Aðspurð um hvaðan innblásturinn sé helst kominn svara Saga „Ég sá söngkonuna Jessie J. Svona og varð að láta verða af þessu,“ og sér hún alls ekki eftir að hafa látið vaða.Gestný Rós Guðrúnardóttir lét gamla draum rætast þegar hún fékk kærastann til að raka af henni hárið.Flækjulaus og flott „Mér finnst flott að vera með mikinn varalit og ekkert hár. Mér finnst flott að vera með kíví og ég veit að ég hefði ekki látið verða af þessu núna, hefði ég sennilega haldið áfram að láta mig dreyma um þetta næstu tíu árin,“ segir Gestný Rós Guðrúnardóttir. Hún viðurkennir að hafa fengið innblástur eftir að hafa séð Sögu Matthildi á sviði söngkeppninnar og þá látið verða af þessum gamla draum. „Hárið á mér er líka rosalega fíngert og flækist auðveldlega, svo ég sé ekki endilega ástæðu til að halda því hreiðri gangandi, vonandi vex það aðeins heilbrigaðara til baka“ segir hún brött.Unnur Andrea Ásgeirsdóttir nýtur sín í hvívetna.Fyrst og fremst þægilegt Unnur Andrea Ásgeirsdóttir segist hafa farið töluvert út fyrir þægindarammann sinn þegar hún lét verða af að krúnuraka sig. „Fyrir mér var engin djúp pæling á bakvið þetta, ég hef verið með frekar stutt hár og langaði að taka þetta aðeins lengra,“ segir hún. Unnur segist sjá krúnurakaðar kynsystur sínar í auknum mæli og yrði ekki hissa þó þær yrðu fjölmargar þegar brestur á með sumri. „Þetta er fyrst og fremst þægilegt finnst mér. Svo hef ég líka fengið ótrúlega mikið af fallegum hrósum, það kom mér á óvart,“ segir hún, hæstánægð með kollinn. Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira
Krúnurakaðar konur spretta nú fram og flagga fögrum hausum. Ungar konur keppast nú við að peppa sig upp í að láta vaða, en margar hefur klæjað í fingurna í mörg ár. Nú virðist krúnurökunin ætla að ryðja sér til rúms sem tískufyrirbæri og verður spennandi að sjá hvort trendið nái almennilegri festu hér á landi með hækkandi sól. Hugrún Harðardóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur, segist hafa orðið vör við þetta trend. „Við sjáum þetta mikið í kringum okkur, en ég geri ráð fyrir að margar láti af þessu verða heima.“ Hugrún segir þær sem láta slag standa iðulega vera verulega töff týpur. „Að láta verða af þessu er oft ákveðið statement og mér finnst þetta endurspegla sjálfsöryggi,“ útskýrir Hugrún. Fréttablaðið hafði samband við þrjár ungar konur sem létu verða af þessu og má með sanni segja að utan hárleysisins eigi þær allar sameiginlegt að hafa langað lengi til að láta af þessu verða en ekki þorað fyrr en nú.Ögrar kynhlutverkunum „Ég hef verið með allar mögulegar síddir á hárinu og átti þetta einfaldlega eftir. Svo finnst mér ekki sérstaklega leiðinlegt að ögra fyrirframgefnum hugmyndum um kynhlutverkin“ segir Saga Matthildur sem vakti athygli þjóðarinnar er hún hrifsaði til sín þriðja sætið í Söngkeppni framhaldskólanna ekki alls fyrir löngu. Hún hlaut að sama skapi mikla athygli fyrir töff ásjónu, og höfðu sumir orð á að hér væri ung Sinead o‘connor mætt. „Ég hef fengið að heyra það svolítið,“ segir hún og skellir uppúr. Saga segir stjúpföður sinni hafa orðið sérlega ánægðan með ákvörðunina en hann er sjálfur sköllóttur. „Amma fékk áfall,“ bætir hún við og undirstrikar að þessi klipping sé einfaldlega sjúklega þægileg. Aðspurð um hvaðan innblásturinn sé helst kominn svara Saga „Ég sá söngkonuna Jessie J. Svona og varð að láta verða af þessu,“ og sér hún alls ekki eftir að hafa látið vaða.Gestný Rós Guðrúnardóttir lét gamla draum rætast þegar hún fékk kærastann til að raka af henni hárið.Flækjulaus og flott „Mér finnst flott að vera með mikinn varalit og ekkert hár. Mér finnst flott að vera með kíví og ég veit að ég hefði ekki látið verða af þessu núna, hefði ég sennilega haldið áfram að láta mig dreyma um þetta næstu tíu árin,“ segir Gestný Rós Guðrúnardóttir. Hún viðurkennir að hafa fengið innblástur eftir að hafa séð Sögu Matthildi á sviði söngkeppninnar og þá látið verða af þessum gamla draum. „Hárið á mér er líka rosalega fíngert og flækist auðveldlega, svo ég sé ekki endilega ástæðu til að halda því hreiðri gangandi, vonandi vex það aðeins heilbrigaðara til baka“ segir hún brött.Unnur Andrea Ásgeirsdóttir nýtur sín í hvívetna.Fyrst og fremst þægilegt Unnur Andrea Ásgeirsdóttir segist hafa farið töluvert út fyrir þægindarammann sinn þegar hún lét verða af að krúnuraka sig. „Fyrir mér var engin djúp pæling á bakvið þetta, ég hef verið með frekar stutt hár og langaði að taka þetta aðeins lengra,“ segir hún. Unnur segist sjá krúnurakaðar kynsystur sínar í auknum mæli og yrði ekki hissa þó þær yrðu fjölmargar þegar brestur á með sumri. „Þetta er fyrst og fremst þægilegt finnst mér. Svo hef ég líka fengið ótrúlega mikið af fallegum hrósum, það kom mér á óvart,“ segir hún, hæstánægð með kollinn.
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira