Fagur fiskur í sjó Páll Valur Björnsson skrifar 23. febrúar 2015 11:00 Allmikil umræða hefur að undanförnu verið í fjölmiðlum, á Alþingi og í samfélaginu öllu um sjávarútvegsmál og stjórn fiskveiða og ekki síst um það hver á fiskinn í sjónum þegar allt kemur til alls. Sitt sýnist hverjum um það allt.Rannsóknir og ábyrg nýting En um eitt ættum við þó öll að geta verið sammála. Við hljótum öll að vilja vita sem mest um hvað við erum að gera þegar við tökum mikilvægar ákvarðanir um nýtingu þeirrar mikilvægu auðlindar sem fiskistofnarnir okkar eru. Ég segi þetta nú vegna þess að komið hefur fram í fjölmiðlum að vegna fjárskorts geti Hafrannsóknastofnunin illa sinnt nauðsynlegum rannsóknum á loðnustofninum. Einnig hefur komið fram að verðmæti upp á tugi milljarða króna geta gengið okkur úr greipum ef rangar ákvarðanir eru teknar um aflamagn og aðra stjórn loðnuveiðanna.Er þetta ásættanlegt? Grundvöllur þeirrar ábyrgu nýtingar fiskistofna og hagkvæmni sem íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu er ætlað að tryggja er að fyrir liggi vandaðar rannsóknir á ástandi fiskistofna. Það hlýtur því að vera mjög knýjandi umhugsunarefni að á sama tíma og sjávarútvegurinn okkar skilar metafkomu ár eftir ár getum við vegna fjárskorts ekki haldið úti hafrannsóknaskipunum okkar. Er ekki eitthvað í þeirri jöfnu sem ekki gengur upp? Hlýtur það ekki að vera lágmarkskrafa sem við sem í þessu landi búum og erum að eigin áliti og annarra ein fremsta fiskveiðiþjóð heims hljótum að gera til stjórnvalda að þau búi svo um hnúta að vel sé á spilunum haldið þegar um rannsóknir á helstu nytjastofnum okkar er að ræða? Ef við erum ekki menn til að tryggja það spörum við eyrinn en köstum krónunni.Við eigum fiskistofnana saman Ég held að meginmarkmiðið við stjórn fiskveiða og brýnasta verkefnið þar nú hljóti að vera að taka af allan minnsta vafa um fiskistofnarnir eru eign almennings í landinu. Til þess að tryggja það þannig að ekki verði um villst eða meira um deilt þarf að gera stjórnarskrárbreytingu og setja inn ákvæði þar af lútandi og það strax! Í því sambandi er óhjákvæmilegt að benda á 34. gr. í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem samin var eftir ítalega umræðu og skoðun á síðasta kjörtímabili en hún kveður á um náttúruauðlindir, eignarhald að þeim, vernd og nýtingu. Þá hlýtur að vera annað mjög mikilvægt markmið að tryggja að fiskistofnanir skil almenningi öllum góðum arði. Til að það megi vel takast þurfa útgerðir og sjómenn að búa við öruggt starfsumhverfi og nægilegt svigrúm til skipulagningar reksturs og framþróunar og að geta boðið starfsfólki góð kjör. Aðalatriðið og forgangsverkefni er að tryggja að eigandi auðlindarinnar, þjóðin öll, fái sanngjarnan hluta fiskveiðiarðsins og að hann verði nýttur til samfélagslegrar uppbyggingar og bættra lífskjara.Byggðakvóti – Nýjar leiðir? Að sjálfsögðu er það réttlætismál að fólk sem býr í hefðbundnum sjávarbyggðum, sem standa illa, fái stuðning til að skjóta nýjum og sjálfbærum stoðum undir atvinnulífið. Það er sanngjarnt að hluti þess arðs sem verður til í hagkvæmum sjávarútvegi renni til slíkra verkefna. En þurfum við ekki að finna aðrar og skilvirkari leiðir en að úthluta byggðakvótum til útgerða ár eftir ár? Mér finnst við hjakka þar í sama farinu. Má ekki t.a.m. breyta svonefndum byggðakvóta í peninga með því að bjóða hann upp og láta það fé renna til hlutaðeigandi samfélaga? Eykur það ekki möguleika íbúanna til fjölbreyttari uppbyggingar í samræmi við þarfir þeirra og óskir? Væri það ekki líka lýðræðislegri og gagnsærri aðferð við ráðstöfun stjórnvalda á takmörkuðum gæðum?Færri hendur skili almenningi meiri arði Við verðum einnig að líta til þess að þegar hefur orðið mikil tæknivæðing í veiðum og vinnslu sjávarafla. Það þarf nú mun færri hendur til þeirra verka en áður. Sú þróun mun halda áfram. Í því felast tækifæri til að minnka tilkostnað við veiðar og vinnslu og þar með til auka arð sem má og á að nýta til að bæta lífksjör alls almennings í landinu og til sköpunar fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæra um land allt. Hefurðu skoðun og viltu koma henni á framfæri? Sendu okkur grein ásamt mynd á ritstjorn@visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Allmikil umræða hefur að undanförnu verið í fjölmiðlum, á Alþingi og í samfélaginu öllu um sjávarútvegsmál og stjórn fiskveiða og ekki síst um það hver á fiskinn í sjónum þegar allt kemur til alls. Sitt sýnist hverjum um það allt.Rannsóknir og ábyrg nýting En um eitt ættum við þó öll að geta verið sammála. Við hljótum öll að vilja vita sem mest um hvað við erum að gera þegar við tökum mikilvægar ákvarðanir um nýtingu þeirrar mikilvægu auðlindar sem fiskistofnarnir okkar eru. Ég segi þetta nú vegna þess að komið hefur fram í fjölmiðlum að vegna fjárskorts geti Hafrannsóknastofnunin illa sinnt nauðsynlegum rannsóknum á loðnustofninum. Einnig hefur komið fram að verðmæti upp á tugi milljarða króna geta gengið okkur úr greipum ef rangar ákvarðanir eru teknar um aflamagn og aðra stjórn loðnuveiðanna.Er þetta ásættanlegt? Grundvöllur þeirrar ábyrgu nýtingar fiskistofna og hagkvæmni sem íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu er ætlað að tryggja er að fyrir liggi vandaðar rannsóknir á ástandi fiskistofna. Það hlýtur því að vera mjög knýjandi umhugsunarefni að á sama tíma og sjávarútvegurinn okkar skilar metafkomu ár eftir ár getum við vegna fjárskorts ekki haldið úti hafrannsóknaskipunum okkar. Er ekki eitthvað í þeirri jöfnu sem ekki gengur upp? Hlýtur það ekki að vera lágmarkskrafa sem við sem í þessu landi búum og erum að eigin áliti og annarra ein fremsta fiskveiðiþjóð heims hljótum að gera til stjórnvalda að þau búi svo um hnúta að vel sé á spilunum haldið þegar um rannsóknir á helstu nytjastofnum okkar er að ræða? Ef við erum ekki menn til að tryggja það spörum við eyrinn en köstum krónunni.Við eigum fiskistofnana saman Ég held að meginmarkmiðið við stjórn fiskveiða og brýnasta verkefnið þar nú hljóti að vera að taka af allan minnsta vafa um fiskistofnarnir eru eign almennings í landinu. Til þess að tryggja það þannig að ekki verði um villst eða meira um deilt þarf að gera stjórnarskrárbreytingu og setja inn ákvæði þar af lútandi og það strax! Í því sambandi er óhjákvæmilegt að benda á 34. gr. í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem samin var eftir ítalega umræðu og skoðun á síðasta kjörtímabili en hún kveður á um náttúruauðlindir, eignarhald að þeim, vernd og nýtingu. Þá hlýtur að vera annað mjög mikilvægt markmið að tryggja að fiskistofnanir skil almenningi öllum góðum arði. Til að það megi vel takast þurfa útgerðir og sjómenn að búa við öruggt starfsumhverfi og nægilegt svigrúm til skipulagningar reksturs og framþróunar og að geta boðið starfsfólki góð kjör. Aðalatriðið og forgangsverkefni er að tryggja að eigandi auðlindarinnar, þjóðin öll, fái sanngjarnan hluta fiskveiðiarðsins og að hann verði nýttur til samfélagslegrar uppbyggingar og bættra lífskjara.Byggðakvóti – Nýjar leiðir? Að sjálfsögðu er það réttlætismál að fólk sem býr í hefðbundnum sjávarbyggðum, sem standa illa, fái stuðning til að skjóta nýjum og sjálfbærum stoðum undir atvinnulífið. Það er sanngjarnt að hluti þess arðs sem verður til í hagkvæmum sjávarútvegi renni til slíkra verkefna. En þurfum við ekki að finna aðrar og skilvirkari leiðir en að úthluta byggðakvótum til útgerða ár eftir ár? Mér finnst við hjakka þar í sama farinu. Má ekki t.a.m. breyta svonefndum byggðakvóta í peninga með því að bjóða hann upp og láta það fé renna til hlutaðeigandi samfélaga? Eykur það ekki möguleika íbúanna til fjölbreyttari uppbyggingar í samræmi við þarfir þeirra og óskir? Væri það ekki líka lýðræðislegri og gagnsærri aðferð við ráðstöfun stjórnvalda á takmörkuðum gæðum?Færri hendur skili almenningi meiri arði Við verðum einnig að líta til þess að þegar hefur orðið mikil tæknivæðing í veiðum og vinnslu sjávarafla. Það þarf nú mun færri hendur til þeirra verka en áður. Sú þróun mun halda áfram. Í því felast tækifæri til að minnka tilkostnað við veiðar og vinnslu og þar með til auka arð sem má og á að nýta til að bæta lífksjör alls almennings í landinu og til sköpunar fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæra um land allt. Hefurðu skoðun og viltu koma henni á framfæri? Sendu okkur grein ásamt mynd á ritstjorn@visir.is.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar