RÚV skáldaði frétt uppúr gróusögum Ástþór Magnússon skrifar 31. desember 2015 12:54 Í útvarpsfréttum í vikunni bað fréttastofa RÚV mig afsökunar á því að hafa ranglega sagt frá því í fréttum RÚV 28. október síðastliðinn að ég hafi verið sakaður um að falsa undirskriftir á stuðningsmannalistum fyrir forsetakosningarnar 2012. Hið rétta er að ég hafði aldrei réttarstöðu grunaðs manns í málinu, heldur vitnis. Það var annar maður, sem safnað hafði undirskriftum fyrir framboð mitt, sem grunaður var um að hafa falsað undirskriftir en það mál hefur nú verið fellt niður. Viðkomandi neitaði alfarið sök að hafa falsað nánar tilgreindar undirritanir og undirgekkst í tvígang rithandarrannsókn lögreglu en niðurstöður þeirra leiddu til að málið þótti ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis og var því fellt niður á grundvelli 145. gr. laga um meðferð sakamála. Afsökunarbeiðni RÚV kom í kjölfar bréfs lögreglunnar þar sem segir m.a. : „Ég get eðli máls samkvæmt ekki svarað fyrir fréttaflutning RÚV frekar en annarra fjölmiðla. Ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu frá lögreglu komnar enda væri um augljóst trúnaðarbrot að ræða auk þess sem upplýsingarnar eru, í samræmi við það sem ofan er rakið, í megindráttum rangar. Athygli vekur að málið var fellt niður í mars 2015 en fréttin kemur til mun síðar.“ Þegar upp er staðið eftir margra ára rannsókn lögreglu er ljóst að ekki var grundvöllur fyrir því að dæma forsetaframboð mitt ógilt. Þetta er í annað sinn sem gerð er aðför að forsetaframboði mínu til að fá það dæmt úr leik. Slík skipulögð aðför var einnig gerð að framboðinu árið 2000. Sitjandi forseti varð þá sjálfkjörinn án kosninga í kjölfar þess að umboðsmaður hans synjaði því að framboði mínu yrði veittur 24 klukkustunda frestur til að leggja fram þær 30 undirskriftir sem uppá vantaði vegna skemmdarverka sem höfðu valdið því að fjöldi meðmælendalista varð ógildur. Hópur kjósenda kærði ógildingu forsetaframboðsins árið 2012 þar sem engar haldbærar sannanir voru fyrir fölsun undirskrifta. Yfirkjörstjórnir og Innanríkisráðuneytið höfðu brotið á forsetaframboðinu með því að draga það í meira en mánuð að vinna úr meðmælendalistum mínum. Í kærunni var vísað til bókunar hjá Innanríkisráðuneytinu um athugasemdir á listum annarra forsetaframbjóðenda 2012 svo og upplýsinga frá Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis um samsvarandi athugasemdir við framboð til alþingiskosninga og spurt um meðalhófsreglu og jafnrétti. Kærendur töldu það ekki geta samrýmst stjórnarskrá eða hafi verið í anda lýðræðis, jafnréttis og meðalhófsreglu að útiloka einn frambjóðanda með þeim hætti sem gert var og sögðu: “Sem þegnar lýðveldisins og sem kjósendur hljótum að eiga rétt á því að velja okkur forseta úr þeim framboðum sem komin eru fram á sjónarsviðið. Ef um er að ræða falsanir á einstökum undirskriftum meðmælenda eins og sumir starfsmenn kjörstjórna halda fram, hljóta í fyrsta lagi að þurfa liggja fyrir haldbærar sannanir um slíkt auk þess sem það getur ekki verið í anda lýðræðis að láta það bitna á brotaþolum, frambjóðandanum, og okkur sem viljum kjósa hann.” Ég hef ítrekað lagt til þá nýjung að hvert framboð skrái meðmælendur sína inná öruggt vefsvæði og þá fari tilkynning í netbanka viðkomandi sem geti gert athugasemd hafi hann ekki ritað á listann eigin hendi. Með slíkri einfaldri lausn mætti koma í veg fyrir að hægt yrði að ógilda framboð með aðför að meðmælendalistum. Enda eigi slíkt ekki heima í lýðræðisrríki. Nánari upplýsingar um ofangreint mál m.a. tölvupóst frá lögreglunni er að finna á vefsvæðinu www.facebook.com/forsetakosningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í útvarpsfréttum í vikunni bað fréttastofa RÚV mig afsökunar á því að hafa ranglega sagt frá því í fréttum RÚV 28. október síðastliðinn að ég hafi verið sakaður um að falsa undirskriftir á stuðningsmannalistum fyrir forsetakosningarnar 2012. Hið rétta er að ég hafði aldrei réttarstöðu grunaðs manns í málinu, heldur vitnis. Það var annar maður, sem safnað hafði undirskriftum fyrir framboð mitt, sem grunaður var um að hafa falsað undirskriftir en það mál hefur nú verið fellt niður. Viðkomandi neitaði alfarið sök að hafa falsað nánar tilgreindar undirritanir og undirgekkst í tvígang rithandarrannsókn lögreglu en niðurstöður þeirra leiddu til að málið þótti ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis og var því fellt niður á grundvelli 145. gr. laga um meðferð sakamála. Afsökunarbeiðni RÚV kom í kjölfar bréfs lögreglunnar þar sem segir m.a. : „Ég get eðli máls samkvæmt ekki svarað fyrir fréttaflutning RÚV frekar en annarra fjölmiðla. Ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu frá lögreglu komnar enda væri um augljóst trúnaðarbrot að ræða auk þess sem upplýsingarnar eru, í samræmi við það sem ofan er rakið, í megindráttum rangar. Athygli vekur að málið var fellt niður í mars 2015 en fréttin kemur til mun síðar.“ Þegar upp er staðið eftir margra ára rannsókn lögreglu er ljóst að ekki var grundvöllur fyrir því að dæma forsetaframboð mitt ógilt. Þetta er í annað sinn sem gerð er aðför að forsetaframboði mínu til að fá það dæmt úr leik. Slík skipulögð aðför var einnig gerð að framboðinu árið 2000. Sitjandi forseti varð þá sjálfkjörinn án kosninga í kjölfar þess að umboðsmaður hans synjaði því að framboði mínu yrði veittur 24 klukkustunda frestur til að leggja fram þær 30 undirskriftir sem uppá vantaði vegna skemmdarverka sem höfðu valdið því að fjöldi meðmælendalista varð ógildur. Hópur kjósenda kærði ógildingu forsetaframboðsins árið 2012 þar sem engar haldbærar sannanir voru fyrir fölsun undirskrifta. Yfirkjörstjórnir og Innanríkisráðuneytið höfðu brotið á forsetaframboðinu með því að draga það í meira en mánuð að vinna úr meðmælendalistum mínum. Í kærunni var vísað til bókunar hjá Innanríkisráðuneytinu um athugasemdir á listum annarra forsetaframbjóðenda 2012 svo og upplýsinga frá Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis um samsvarandi athugasemdir við framboð til alþingiskosninga og spurt um meðalhófsreglu og jafnrétti. Kærendur töldu það ekki geta samrýmst stjórnarskrá eða hafi verið í anda lýðræðis, jafnréttis og meðalhófsreglu að útiloka einn frambjóðanda með þeim hætti sem gert var og sögðu: “Sem þegnar lýðveldisins og sem kjósendur hljótum að eiga rétt á því að velja okkur forseta úr þeim framboðum sem komin eru fram á sjónarsviðið. Ef um er að ræða falsanir á einstökum undirskriftum meðmælenda eins og sumir starfsmenn kjörstjórna halda fram, hljóta í fyrsta lagi að þurfa liggja fyrir haldbærar sannanir um slíkt auk þess sem það getur ekki verið í anda lýðræðis að láta það bitna á brotaþolum, frambjóðandanum, og okkur sem viljum kjósa hann.” Ég hef ítrekað lagt til þá nýjung að hvert framboð skrái meðmælendur sína inná öruggt vefsvæði og þá fari tilkynning í netbanka viðkomandi sem geti gert athugasemd hafi hann ekki ritað á listann eigin hendi. Með slíkri einfaldri lausn mætti koma í veg fyrir að hægt yrði að ógilda framboð með aðför að meðmælendalistum. Enda eigi slíkt ekki heima í lýðræðisrríki. Nánari upplýsingar um ofangreint mál m.a. tölvupóst frá lögreglunni er að finna á vefsvæðinu www.facebook.com/forsetakosningar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun