Handknattleiksdómarinn sem var skotinn niður: Enn eins og hann sé staddur í Herjólfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 07:45 Gunnar Óli Gústafsson. Vísir/Ernir Handknattleiksdómarinn Gunnar Óli Gústafsson hefur ekkert dæmt síðan að hann var skotinn niður í leik Vals og FH í Olís-deild karla í handbolta 10. desember síðastliðinn. Gunnar Óli ræðir við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu en þar kemur meðal annars fram að hann er enn með svima og ógleði og óvinnufær nú meira en tíu dögum síðar. Skot eins leikmanna hafnaði í stönginni og fór þaðan af miklu afli í höfðuð Gunnars. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en hann kláraði að dæma hálfleikinn. Gunnar Óli kastaði hinsvegar upp inn í klefa og gat ekki haldið áfram. Bjarki Bóasson dæmdi seinni hálfleikinn því einn en Gunnar Óli fór í læknisskoðun. „Mér var sagt af lækni að taka því rólega fyrstu vikuna og fara eftir það hægt og rólega af stað en því miður líður mér ekkert mikið betur. Ég bíð enn eftir bata," sagði Gunnar Óli í viðtalinu við Ívar. „Að mörgu leyti má segja að ég standi í sömu sporum og daginn eftir að ég varð fyrir högginu. Og það sem verra er, þá veit ég ekki hvað til bragðs á að taka. Þetta er allt annað en ef vöðvi tognar. Þá leitar maður sér meðferðar við því," sagði Gunnar Óli. Gunnar Óli er í veikindaleyfi frá starfi sínu hjá ja.is og verður það fram yfir áramótin. „Mér líður eins og ég sé staddur í Herjólfi og það er slæmt í sjóinn. Ég er valtur á fótum og líður eins og ég sé sjóveikur. Tilfinningin er undarleg . Ástandið er frekar slæmt," sagði Gunnar Óli. Á meðan Gunnar Óli er frá þá dæmi Bjarki Bóasson heldur ekki neitt því handboltadómarar starfa í pörum. Þeir missa væntanlega af möguleikanum að fara á námskeið til Svíþjóðar sem átti að vera liður fyrir þá að öðlast alþjóðleg dómararéttindi. Það er því ljóst að þetta stangarskot fyrir ellefu dögum er að hafa mikil áhrif á bæði daglegt líf og dómaraferil Gunnars Óla. Olís-deild karla Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Handknattleiksdómarinn Gunnar Óli Gústafsson hefur ekkert dæmt síðan að hann var skotinn niður í leik Vals og FH í Olís-deild karla í handbolta 10. desember síðastliðinn. Gunnar Óli ræðir við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu en þar kemur meðal annars fram að hann er enn með svima og ógleði og óvinnufær nú meira en tíu dögum síðar. Skot eins leikmanna hafnaði í stönginni og fór þaðan af miklu afli í höfðuð Gunnars. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en hann kláraði að dæma hálfleikinn. Gunnar Óli kastaði hinsvegar upp inn í klefa og gat ekki haldið áfram. Bjarki Bóasson dæmdi seinni hálfleikinn því einn en Gunnar Óli fór í læknisskoðun. „Mér var sagt af lækni að taka því rólega fyrstu vikuna og fara eftir það hægt og rólega af stað en því miður líður mér ekkert mikið betur. Ég bíð enn eftir bata," sagði Gunnar Óli í viðtalinu við Ívar. „Að mörgu leyti má segja að ég standi í sömu sporum og daginn eftir að ég varð fyrir högginu. Og það sem verra er, þá veit ég ekki hvað til bragðs á að taka. Þetta er allt annað en ef vöðvi tognar. Þá leitar maður sér meðferðar við því," sagði Gunnar Óli. Gunnar Óli er í veikindaleyfi frá starfi sínu hjá ja.is og verður það fram yfir áramótin. „Mér líður eins og ég sé staddur í Herjólfi og það er slæmt í sjóinn. Ég er valtur á fótum og líður eins og ég sé sjóveikur. Tilfinningin er undarleg . Ástandið er frekar slæmt," sagði Gunnar Óli. Á meðan Gunnar Óli er frá þá dæmi Bjarki Bóasson heldur ekki neitt því handboltadómarar starfa í pörum. Þeir missa væntanlega af möguleikanum að fara á námskeið til Svíþjóðar sem átti að vera liður fyrir þá að öðlast alþjóðleg dómararéttindi. Það er því ljóst að þetta stangarskot fyrir ellefu dögum er að hafa mikil áhrif á bæði daglegt líf og dómaraferil Gunnars Óla.
Olís-deild karla Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn