Facebook-laus lífstíll: Rifrildi og speglanir hjá sýnileika þjóðfélaginu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. desember 2015 09:00 Eiríkur hefur nú lagt tölvunni og skrifar á ritvél í staðinn. Mynd/Nadja Widell Facebook er orðinn stór hluti af daglegu lífi fyrir marga. Raunar svo stór að það þykir tíðindum sæta þegar fólk yfirgefur hjörðina og lokar aðgangi sínum að þessum vinsæla samfélagsmiðli. Þegar blaðamaður heyrði af því að þrír vinsælir listamenn hefðu ákveðið að hætta á Facebook fann hann sig knúinn til þess að slá á þráðinn til þeirra og heyra hvers vegna þeir yfirgáfu okkur hin, sem þarna erum inni. Og allir höfðu góðar ástæður fyrir brotthvarfinu.“Einsog þú sérð þá er ég líka með skrifpúlt – hef átt það lengur en ritvélina og nota það mikið, bæði undir bók og penna og svo tölvu. Og kassettutækið sem ég fékk í afmælisgjöf þegar ég var sjö ára. Á myndina vantar græjurnar sem ég keypti mér fyrir blaðburðarpeningana þegar ég var tólf. Þetta kemur í staðinn fyrir Spotify (ekki alveg, en samt, í áttina),” segir Eiríkur við blaðamann.Mynd/Nadja WidellSkrifar nú á ritvél Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdal sagði skilið við Facebook fyrr í desember. Til að setja þetta í annað samhengi: Rithöfundur yfirgaf stærsta samfélagsmiðilinn í upphafi jólabókaflóðs. „Það er kannski ekki mikil markaðshyggja í þeirri ákvörðun,“ segir hann og hlær. Ákvörðunin að hætta á Facebook, segir Eiríkur, tengist einmitt bókinni sem hann gaf út fyrir jólin og ber titilinn Heimska. „Hún fjallar ekki beinlínis um Facebook, en hún er um þetta rosalega sýnileika þjóðfélag. Þar sem maður er alltaf sýnilegur öllum. Ferlið við að skrifa bókina gerði mig fráhverfan þessum lífsstíl.“ Eiríkur ætlaði sér fyrst að reyna að þrauka á Facebook í gegnum jólabókaflóðið, en gafst á endanum algerlega upp. „Í raun bannaði ég bara internetið í bílskúrnum, þar sem ég vinn. Ég lagði tölvunni og fékk mér ritvél. Tölvan er gátt út í heiminn, en þegar maður er að skrifa á ritvél sekkur maður ekki endalaust,“ segir hann og bætir við að þessi ákvörðun hafi veitt honum talsvert meiri hugarró við skrifin.Elma Stefanía og Mikael eru bæði hætt á Facebook. Vísir/ErnirFólk betra en prófílar Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir hefur einnig hætt á Facebook, þó hún segist þó ekki vita hvort ákvörðunin sé endanleg, „Á Facebook getur bæði verið gaman og leiðinlegt. En mér þótti þetta leiðinlegt svo lengi að ég ákvað bara hætta,“ segir hún og bætir við: „Mér líkar nefnilega betur við manneskjur í persónu en prófílinn þeirra á Facebook. Miðillinn gerir það að verkum að fólk er einhvern veginn ekki á staðnum. Það er alltaf að hugsa út á við, að spá í einhverja ímynd.“ Elma Stefanía segir að í fyrstu haldi kannski einhverjir að þeir verði útundan við að hætta á Facebook. „Ég finn ekki fyrir því. Þetta er ekki eins nauðsynlegt og maður heldur. Tilkynningar um viðburði eru orðnar svo margar að fullt af hlutum fer hvort sem er fram hjá manni. Og ef manni er boðið í fjölskylduboð, þá gefur þetta bara fjölskyldumeðlimum eða vinum tilefni til að hringja.“Eins og Barnaland Rithöfundurinn Mikael Torfason, og sambýlismaður Elmu Stefaníu, er líka hættur á Facebook. Því má segja að þau hjúin lifi Facebook-lausum lífsstíl. „Ég var upphaflega á Facebook til að fylgjast með börnunum mínum, í sjálfu sér. Að birta myndir af þeim og skoða myndir frá öðrum. Svo er unga fólkið komið með leiða á Facebook, þannig að ég hafði ekki mikið að sækja þangað lengur. Þetta hætti einhvern veginn að vera eins skemmtilegt og áður,“ segir hann og líkir Facebook við þekktan íslenskan samfélagsvef: „Þetta er orðið eins og Barnaland var áður. Þar byrjaði fólk á því að skiptast á myndum en síðan fór fólk bara að rífast á Barnalandi.“ Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Facebook er orðinn stór hluti af daglegu lífi fyrir marga. Raunar svo stór að það þykir tíðindum sæta þegar fólk yfirgefur hjörðina og lokar aðgangi sínum að þessum vinsæla samfélagsmiðli. Þegar blaðamaður heyrði af því að þrír vinsælir listamenn hefðu ákveðið að hætta á Facebook fann hann sig knúinn til þess að slá á þráðinn til þeirra og heyra hvers vegna þeir yfirgáfu okkur hin, sem þarna erum inni. Og allir höfðu góðar ástæður fyrir brotthvarfinu.“Einsog þú sérð þá er ég líka með skrifpúlt – hef átt það lengur en ritvélina og nota það mikið, bæði undir bók og penna og svo tölvu. Og kassettutækið sem ég fékk í afmælisgjöf þegar ég var sjö ára. Á myndina vantar græjurnar sem ég keypti mér fyrir blaðburðarpeningana þegar ég var tólf. Þetta kemur í staðinn fyrir Spotify (ekki alveg, en samt, í áttina),” segir Eiríkur við blaðamann.Mynd/Nadja WidellSkrifar nú á ritvél Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdal sagði skilið við Facebook fyrr í desember. Til að setja þetta í annað samhengi: Rithöfundur yfirgaf stærsta samfélagsmiðilinn í upphafi jólabókaflóðs. „Það er kannski ekki mikil markaðshyggja í þeirri ákvörðun,“ segir hann og hlær. Ákvörðunin að hætta á Facebook, segir Eiríkur, tengist einmitt bókinni sem hann gaf út fyrir jólin og ber titilinn Heimska. „Hún fjallar ekki beinlínis um Facebook, en hún er um þetta rosalega sýnileika þjóðfélag. Þar sem maður er alltaf sýnilegur öllum. Ferlið við að skrifa bókina gerði mig fráhverfan þessum lífsstíl.“ Eiríkur ætlaði sér fyrst að reyna að þrauka á Facebook í gegnum jólabókaflóðið, en gafst á endanum algerlega upp. „Í raun bannaði ég bara internetið í bílskúrnum, þar sem ég vinn. Ég lagði tölvunni og fékk mér ritvél. Tölvan er gátt út í heiminn, en þegar maður er að skrifa á ritvél sekkur maður ekki endalaust,“ segir hann og bætir við að þessi ákvörðun hafi veitt honum talsvert meiri hugarró við skrifin.Elma Stefanía og Mikael eru bæði hætt á Facebook. Vísir/ErnirFólk betra en prófílar Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir hefur einnig hætt á Facebook, þó hún segist þó ekki vita hvort ákvörðunin sé endanleg, „Á Facebook getur bæði verið gaman og leiðinlegt. En mér þótti þetta leiðinlegt svo lengi að ég ákvað bara hætta,“ segir hún og bætir við: „Mér líkar nefnilega betur við manneskjur í persónu en prófílinn þeirra á Facebook. Miðillinn gerir það að verkum að fólk er einhvern veginn ekki á staðnum. Það er alltaf að hugsa út á við, að spá í einhverja ímynd.“ Elma Stefanía segir að í fyrstu haldi kannski einhverjir að þeir verði útundan við að hætta á Facebook. „Ég finn ekki fyrir því. Þetta er ekki eins nauðsynlegt og maður heldur. Tilkynningar um viðburði eru orðnar svo margar að fullt af hlutum fer hvort sem er fram hjá manni. Og ef manni er boðið í fjölskylduboð, þá gefur þetta bara fjölskyldumeðlimum eða vinum tilefni til að hringja.“Eins og Barnaland Rithöfundurinn Mikael Torfason, og sambýlismaður Elmu Stefaníu, er líka hættur á Facebook. Því má segja að þau hjúin lifi Facebook-lausum lífsstíl. „Ég var upphaflega á Facebook til að fylgjast með börnunum mínum, í sjálfu sér. Að birta myndir af þeim og skoða myndir frá öðrum. Svo er unga fólkið komið með leiða á Facebook, þannig að ég hafði ekki mikið að sækja þangað lengur. Þetta hætti einhvern veginn að vera eins skemmtilegt og áður,“ segir hann og líkir Facebook við þekktan íslenskan samfélagsvef: „Þetta er orðið eins og Barnaland var áður. Þar byrjaði fólk á því að skiptast á myndum en síðan fór fólk bara að rífast á Barnalandi.“
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira