Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍR 33-26 | Fram styrkti stöðu sína í þriðja sæti Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. desember 2015 14:22 Vísir/Anton Fram lagði ÍR 33-26 í 17. umferð Olís deildar karla í handbolta á heimavelli í kvöld. Öflugur sóknarleikur og góður varnarleikur í seinni hálfleik lagði grunninn að sigrinum. ÍR byrjaði leikinn betur og komst í 6-3. Liðið keyrði óspart upp hraðann og Svavar Már Ólafsson varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Fram náði þó að jafna 6-6 og upp frá því munaði aldrei meiru en einu marki á liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Fram var 16-15 yfir í hálfleik. Aðall beggja liða í vetur hefur verið varnarleikurinn en það var ekki að sjá fyrstu 30 mínútur leiksins því leikurinn var mjög hraður og fengu liðin mikinn fjölda dauðafæra. Fram náði að bæta í varnarleikinn í seinni hálfleik og náði strax frumkvæðinu. ÍR þurfti að hafa mikið meira fyrir hverju marki og jókst því forskot Fram allt þar til yfirlauk. Sigur Fram var aldrei í hættu í seinni hálfleik. Liðið gat nánast skorað að vild og með markverðina góða fyrir aftan vörnina fékk liðið fjölda marka úr hraðaupphlaupum á sama tíma og ÍR missti móðinn. Fram styrkti þar með stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er nú sex stigum fyrir ofan liðin í fjórða og fimmta sæti en þó langt á eftir toppliðum Hauka og Vals. ÍR er sem fyrr í fallsæti, stigi á eftir FH í öruggu sæti. Þorgrímur: Ákvað að gefa mig allan í þettaÞorgrímur Smári Ólafsson lét meiðsli ekki á sig fá og lék með Fram í kvöld þrátt fyrir að vera nánast á einum fæti. „Löppin er ágæt núna. Hún er betri en ég bjóst við. Ég var hræddur fyrir leikinn að allt færi á versta veg,“ sagði Þorgrímur Smári. „Ég veit ekki hvernig þetta verður þegar adrenalínið er farið úr líkamanum. Ég fór í segulómun í dag og á tíma hjá lækni á morgun. Við teljum að þetta sé innanverður liðþófi. Myndirnar skýra betur hvað þetta er.“ Þrátt fyrir meiðslin var Þorgrímur markahæstur í annars jöfnu liði Fram en liðið hafði aðeins fengið eitt stig í þremur síðustu leikjum sínum og því var Þorgrímur meir en tilbúinn að fórna sér. „Ég var ekki almennilega sáttur við strákana í síðasta leik á móti Gróttu og ákvað að gefa mig allan í þetta. Hin skyttan (Sigurður Örn Þorsteinsson) er meiddur líka. Það vantaði leikmenn.“ Fram lék býsna vel í kvöld og þá ekki síst sóknarlega. „Þegar boltinn fékk að ganga þá kom þetta þó einstaklingsframtök inn á milli hafi líka skilað mörkum. „Við skiptum um gír í seinni hálfleik og þá komu auðveldu mörkin. Mér fannst ÍR gefa eftir,“ sagði Þorgrímur sem hefur lengst af á sínum ferli leikið með liðum sem hafa verið í fallbaráttu og oftar enn ekki fallið. „Ég kannast við þetta, veit hvernig þetta er,“ sagði Þorgrímur léttur um uppgjöf ÍR í kvöld. Sturla: Það þarf að halda áfram og snúa þessu við„Þeir skora úr nánast hverri sókn,“ sagði hornamaðurinn margreyndi Sturla Ásgeirsson eftir leikinn í kvöld. „Þetta var hörku leikur framan af en svo missum við þá. Við töluðum um það í hálfleik að það lið sem myndi loka vörninni hjá sér myndi klára leikinn og það voru því miður þeir sem fengu vörnina. ,markvörslu og ódýr mörk í seinni hálfleik.“ Eftir að Fram náði forskoti í seinni hálfleik fóru sóknir ÍR að styttast og fyrir vikið varð enn erfiðara fyrir liðið að vinna upp forskotið. „Um leið og við gerum einhver mistök þá voru þeir fljótir að refsa með hraðaupphlaupum. Við misstum boltann og náðum ekki að klippa. Við eigum erfitt með að koma til baka í leikinn og þeir vinna þetta sannfærandi í lokin.“ Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður hjá 365 sagði í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu 977 á dögunum að hinir reyndu lykilmenn ÍR, Sturla og Bjarni Fritzson væru ekki í nógu góðu formi. Sturla heyrði ekki viðtalið en leit á þessi ummæli sem áskorun. „Ég hef ekki heyrt þetta, bara heyrt af þessu. Er ekki verið að kalla eftir að maður leggi meira á sig og skili meiru? Er þetta ekki bara jákvæð gagnrýni og verið að hvetja menn áfram?“ Sturla vildi ekkert fela sig á bak við einhver meiðsli sem hafa bæði hrjá hann og Bjarna á leiktíðinni. „Það fylgir þessu sporti og íþróttum almennt að vera hnjaskaður. Þannig eru menn bara og það er ekki hægt að fela sig á bak við neitt slíkt. Það þarf bara að halda áfram, standa sig og snúa þessu við,“ sagði Sturla. ÍR er í fallsæti, stigi á eftir FH þegar það styttist í jóla- og landsleikjafrí. „Við verðum að halda áfram. Við höfum séð lið sem eru í vandræðum fyrri partinn standa uppi sem sigurvegari í Íslandsmótinu. „Við þurfum bara að halda áfram að vinna okkar vinnu og koma okkur á beinu brautina og ná inn stigum, vonandi eitt, tvö fyrir jól. Það væri frábært að ná í úrslitakeppnina úr því sem komið er,“ sagði Sturla brattur. Olís-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Fram lagði ÍR 33-26 í 17. umferð Olís deildar karla í handbolta á heimavelli í kvöld. Öflugur sóknarleikur og góður varnarleikur í seinni hálfleik lagði grunninn að sigrinum. ÍR byrjaði leikinn betur og komst í 6-3. Liðið keyrði óspart upp hraðann og Svavar Már Ólafsson varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Fram náði þó að jafna 6-6 og upp frá því munaði aldrei meiru en einu marki á liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Fram var 16-15 yfir í hálfleik. Aðall beggja liða í vetur hefur verið varnarleikurinn en það var ekki að sjá fyrstu 30 mínútur leiksins því leikurinn var mjög hraður og fengu liðin mikinn fjölda dauðafæra. Fram náði að bæta í varnarleikinn í seinni hálfleik og náði strax frumkvæðinu. ÍR þurfti að hafa mikið meira fyrir hverju marki og jókst því forskot Fram allt þar til yfirlauk. Sigur Fram var aldrei í hættu í seinni hálfleik. Liðið gat nánast skorað að vild og með markverðina góða fyrir aftan vörnina fékk liðið fjölda marka úr hraðaupphlaupum á sama tíma og ÍR missti móðinn. Fram styrkti þar með stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er nú sex stigum fyrir ofan liðin í fjórða og fimmta sæti en þó langt á eftir toppliðum Hauka og Vals. ÍR er sem fyrr í fallsæti, stigi á eftir FH í öruggu sæti. Þorgrímur: Ákvað að gefa mig allan í þettaÞorgrímur Smári Ólafsson lét meiðsli ekki á sig fá og lék með Fram í kvöld þrátt fyrir að vera nánast á einum fæti. „Löppin er ágæt núna. Hún er betri en ég bjóst við. Ég var hræddur fyrir leikinn að allt færi á versta veg,“ sagði Þorgrímur Smári. „Ég veit ekki hvernig þetta verður þegar adrenalínið er farið úr líkamanum. Ég fór í segulómun í dag og á tíma hjá lækni á morgun. Við teljum að þetta sé innanverður liðþófi. Myndirnar skýra betur hvað þetta er.“ Þrátt fyrir meiðslin var Þorgrímur markahæstur í annars jöfnu liði Fram en liðið hafði aðeins fengið eitt stig í þremur síðustu leikjum sínum og því var Þorgrímur meir en tilbúinn að fórna sér. „Ég var ekki almennilega sáttur við strákana í síðasta leik á móti Gróttu og ákvað að gefa mig allan í þetta. Hin skyttan (Sigurður Örn Þorsteinsson) er meiddur líka. Það vantaði leikmenn.“ Fram lék býsna vel í kvöld og þá ekki síst sóknarlega. „Þegar boltinn fékk að ganga þá kom þetta þó einstaklingsframtök inn á milli hafi líka skilað mörkum. „Við skiptum um gír í seinni hálfleik og þá komu auðveldu mörkin. Mér fannst ÍR gefa eftir,“ sagði Þorgrímur sem hefur lengst af á sínum ferli leikið með liðum sem hafa verið í fallbaráttu og oftar enn ekki fallið. „Ég kannast við þetta, veit hvernig þetta er,“ sagði Þorgrímur léttur um uppgjöf ÍR í kvöld. Sturla: Það þarf að halda áfram og snúa þessu við„Þeir skora úr nánast hverri sókn,“ sagði hornamaðurinn margreyndi Sturla Ásgeirsson eftir leikinn í kvöld. „Þetta var hörku leikur framan af en svo missum við þá. Við töluðum um það í hálfleik að það lið sem myndi loka vörninni hjá sér myndi klára leikinn og það voru því miður þeir sem fengu vörnina. ,markvörslu og ódýr mörk í seinni hálfleik.“ Eftir að Fram náði forskoti í seinni hálfleik fóru sóknir ÍR að styttast og fyrir vikið varð enn erfiðara fyrir liðið að vinna upp forskotið. „Um leið og við gerum einhver mistök þá voru þeir fljótir að refsa með hraðaupphlaupum. Við misstum boltann og náðum ekki að klippa. Við eigum erfitt með að koma til baka í leikinn og þeir vinna þetta sannfærandi í lokin.“ Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður hjá 365 sagði í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu 977 á dögunum að hinir reyndu lykilmenn ÍR, Sturla og Bjarni Fritzson væru ekki í nógu góðu formi. Sturla heyrði ekki viðtalið en leit á þessi ummæli sem áskorun. „Ég hef ekki heyrt þetta, bara heyrt af þessu. Er ekki verið að kalla eftir að maður leggi meira á sig og skili meiru? Er þetta ekki bara jákvæð gagnrýni og verið að hvetja menn áfram?“ Sturla vildi ekkert fela sig á bak við einhver meiðsli sem hafa bæði hrjá hann og Bjarna á leiktíðinni. „Það fylgir þessu sporti og íþróttum almennt að vera hnjaskaður. Þannig eru menn bara og það er ekki hægt að fela sig á bak við neitt slíkt. Það þarf bara að halda áfram, standa sig og snúa þessu við,“ sagði Sturla. ÍR er í fallsæti, stigi á eftir FH þegar það styttist í jóla- og landsleikjafrí. „Við verðum að halda áfram. Við höfum séð lið sem eru í vandræðum fyrri partinn standa uppi sem sigurvegari í Íslandsmótinu. „Við þurfum bara að halda áfram að vinna okkar vinnu og koma okkur á beinu brautina og ná inn stigum, vonandi eitt, tvö fyrir jól. Það væri frábært að ná í úrslitakeppnina úr því sem komið er,“ sagði Sturla brattur.
Olís-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira