Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 11. desember 2015 07:00 Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. Ekki einn einasti stjórnarþingmaður greiddi atkvæði með öldruðum og öryrkjum í þessu máli, ekki einu sinni þeir stjórnarþingmenn, sem talað hafa vel um kjarakröfur lífeyrisþega.Alþingi er kjararáð lífeyrisþega Helgi Hjörvar, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sagði, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu um tillöguna, að kjararáð hefði nýlega ákveðið, að ráðherrar, þingmenn og embættismenn skyldu fá verulegar kjarabætur afturvirkt til 1. mars sl. Alþingi er kjararáð eldri borgara og öryrkja, sagði Helgi Hjörvar. Skoraði hann síðan á kjararáð lífeyrisþega að samþykkja, að aldraðir og öryrkjar fengju sambærilegar kjarabætur og launamenn hefðu fengið og frá sama tíma, 1. maí. Fram kom, að þessar kjarabætur lífeyrisþega kosta ekki nema 6,6 milljarða en afgangur er á fjárlögum upp á 20 milljarða, sem sumir spá að verði 30 milljarðar. Það vantar því ekki peninga. Það vantar viljann hjá stjórninni.BB: Stjórnin gert mikið fyrir lífeyrisþega! Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði gert mjög mikið fyrir lífeyrisþega. Hún hefði leiðrétt frítekjumark vegna skerðinga tryggingabóta aldraðra hjá TR. Það gagnast þeim sem eru á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hefði einnig leiðrétt grunnlífeyri vegna þess að greiðslur úr lífeyrissjóði skertu hann. Það gagnast þeim, sem hafa góðan lífeyrissjóð. Annað gerði stjórnin ekki að eigin frumkvæði eftir að hún tók við völdum. En síðan rann skerðing tekjutryggingar úr gildi af sjálfu sér, þar eð ákvæðið var tímabundið. Þetta er í fyrsta sinn, sem það kemur grímulaust fram á Alþingi að ríkisstjórnin ætli að svíkja lífeyrisþega um afturvirkar kjarabætur eins og nær allir launamenn í landinu hafa fengið. Það er til skammar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. Ekki einn einasti stjórnarþingmaður greiddi atkvæði með öldruðum og öryrkjum í þessu máli, ekki einu sinni þeir stjórnarþingmenn, sem talað hafa vel um kjarakröfur lífeyrisþega.Alþingi er kjararáð lífeyrisþega Helgi Hjörvar, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sagði, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu um tillöguna, að kjararáð hefði nýlega ákveðið, að ráðherrar, þingmenn og embættismenn skyldu fá verulegar kjarabætur afturvirkt til 1. mars sl. Alþingi er kjararáð eldri borgara og öryrkja, sagði Helgi Hjörvar. Skoraði hann síðan á kjararáð lífeyrisþega að samþykkja, að aldraðir og öryrkjar fengju sambærilegar kjarabætur og launamenn hefðu fengið og frá sama tíma, 1. maí. Fram kom, að þessar kjarabætur lífeyrisþega kosta ekki nema 6,6 milljarða en afgangur er á fjárlögum upp á 20 milljarða, sem sumir spá að verði 30 milljarðar. Það vantar því ekki peninga. Það vantar viljann hjá stjórninni.BB: Stjórnin gert mikið fyrir lífeyrisþega! Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði gert mjög mikið fyrir lífeyrisþega. Hún hefði leiðrétt frítekjumark vegna skerðinga tryggingabóta aldraðra hjá TR. Það gagnast þeim sem eru á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hefði einnig leiðrétt grunnlífeyri vegna þess að greiðslur úr lífeyrissjóði skertu hann. Það gagnast þeim, sem hafa góðan lífeyrissjóð. Annað gerði stjórnin ekki að eigin frumkvæði eftir að hún tók við völdum. En síðan rann skerðing tekjutryggingar úr gildi af sjálfu sér, þar eð ákvæðið var tímabundið. Þetta er í fyrsta sinn, sem það kemur grímulaust fram á Alþingi að ríkisstjórnin ætli að svíkja lífeyrisþega um afturvirkar kjarabætur eins og nær allir launamenn í landinu hafa fengið. Það er til skammar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar