Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 11. desember 2015 07:00 Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. Ekki einn einasti stjórnarþingmaður greiddi atkvæði með öldruðum og öryrkjum í þessu máli, ekki einu sinni þeir stjórnarþingmenn, sem talað hafa vel um kjarakröfur lífeyrisþega.Alþingi er kjararáð lífeyrisþega Helgi Hjörvar, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sagði, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu um tillöguna, að kjararáð hefði nýlega ákveðið, að ráðherrar, þingmenn og embættismenn skyldu fá verulegar kjarabætur afturvirkt til 1. mars sl. Alþingi er kjararáð eldri borgara og öryrkja, sagði Helgi Hjörvar. Skoraði hann síðan á kjararáð lífeyrisþega að samþykkja, að aldraðir og öryrkjar fengju sambærilegar kjarabætur og launamenn hefðu fengið og frá sama tíma, 1. maí. Fram kom, að þessar kjarabætur lífeyrisþega kosta ekki nema 6,6 milljarða en afgangur er á fjárlögum upp á 20 milljarða, sem sumir spá að verði 30 milljarðar. Það vantar því ekki peninga. Það vantar viljann hjá stjórninni.BB: Stjórnin gert mikið fyrir lífeyrisþega! Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði gert mjög mikið fyrir lífeyrisþega. Hún hefði leiðrétt frítekjumark vegna skerðinga tryggingabóta aldraðra hjá TR. Það gagnast þeim sem eru á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hefði einnig leiðrétt grunnlífeyri vegna þess að greiðslur úr lífeyrissjóði skertu hann. Það gagnast þeim, sem hafa góðan lífeyrissjóð. Annað gerði stjórnin ekki að eigin frumkvæði eftir að hún tók við völdum. En síðan rann skerðing tekjutryggingar úr gildi af sjálfu sér, þar eð ákvæðið var tímabundið. Þetta er í fyrsta sinn, sem það kemur grímulaust fram á Alþingi að ríkisstjórnin ætli að svíkja lífeyrisþega um afturvirkar kjarabætur eins og nær allir launamenn í landinu hafa fengið. Það er til skammar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. Ekki einn einasti stjórnarþingmaður greiddi atkvæði með öldruðum og öryrkjum í þessu máli, ekki einu sinni þeir stjórnarþingmenn, sem talað hafa vel um kjarakröfur lífeyrisþega.Alþingi er kjararáð lífeyrisþega Helgi Hjörvar, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sagði, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu um tillöguna, að kjararáð hefði nýlega ákveðið, að ráðherrar, þingmenn og embættismenn skyldu fá verulegar kjarabætur afturvirkt til 1. mars sl. Alþingi er kjararáð eldri borgara og öryrkja, sagði Helgi Hjörvar. Skoraði hann síðan á kjararáð lífeyrisþega að samþykkja, að aldraðir og öryrkjar fengju sambærilegar kjarabætur og launamenn hefðu fengið og frá sama tíma, 1. maí. Fram kom, að þessar kjarabætur lífeyrisþega kosta ekki nema 6,6 milljarða en afgangur er á fjárlögum upp á 20 milljarða, sem sumir spá að verði 30 milljarðar. Það vantar því ekki peninga. Það vantar viljann hjá stjórninni.BB: Stjórnin gert mikið fyrir lífeyrisþega! Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði gert mjög mikið fyrir lífeyrisþega. Hún hefði leiðrétt frítekjumark vegna skerðinga tryggingabóta aldraðra hjá TR. Það gagnast þeim sem eru á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hefði einnig leiðrétt grunnlífeyri vegna þess að greiðslur úr lífeyrissjóði skertu hann. Það gagnast þeim, sem hafa góðan lífeyrissjóð. Annað gerði stjórnin ekki að eigin frumkvæði eftir að hún tók við völdum. En síðan rann skerðing tekjutryggingar úr gildi af sjálfu sér, þar eð ákvæðið var tímabundið. Þetta er í fyrsta sinn, sem það kemur grímulaust fram á Alþingi að ríkisstjórnin ætli að svíkja lífeyrisþega um afturvirkar kjarabætur eins og nær allir launamenn í landinu hafa fengið. Það er til skammar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar