Forseti: Ábyrgðin er okkar Stefán Jón Hafstein skrifar 12. desember 2015 07:00 Traust á valdastofnunum og áhrifafólki er í lágmarki sem er hættulegt í lýðræðisríki, því slíkt grefur undan annars konar trausti sem þarf að vera til staðar: Sjálfstrausti kjósenda. „Þetta þýðir ekkert“ viðkvæðið heyrist æ oftar, vonleysi um nauðsynlegar breytingar tekur við og fólk kýs að grafa sig í fönn og reyna að gleyma með því að skipuleggja kósíkvöld til að lifa af. Þetta er því miður tónninn hjá alltof mörgum þegar í hönd fara tvennar kosningar sem geta skipt miklu um framtíð þjóðarinnar, forsetakosningar 2016 og þingkosningar 2017. Þær fyrri þurfa að vera upptaktur að samfélagsumbótum, velja þarf öflugan málsvara almannahagsmuna sem stuðlar að siðvæðingu og lýðræðisframförum. Nýr forseti á að vera boðberri nýrra tíma og allir flokkar að fá skilboð um að kjósendur vilji kaflaskil. Þess vegna eru forsetakosningarnar mikilvægar. Ég er sammála núverandi og fráfarandi forseta sem sagði í útvarpsviðtali að erindi sitt væri þrotið, þjóðin þyrfti að geta hugsað um framtíðina án sín. Þar er af nógu að taka til að byggja upp jákvæða, framsýna og mannúðlega sjálfsmynd þjóðarinnar og nýkjörinn forseti árið 2016 á að vísa veg til nýrra tíma.Tími til að breyta Margir amast við því að forseti ætli að bjóða sig fram enn og aftur og heimta að hann „stígi til hliðar“. Því er ég ósammála. Ef forseti vill bjóða sig fram hefur hann til þess fullt leyfi og bersýnilega hefur hann um sig hóp sem vill það. Ég ver því rétt frambjóðandans til að komast að niðurstöðu með sjálfum sér, því enginn áhrifamaður í þjóðfélaginu er jafn berskjaldaður gagnvart þjóðarvilja og forseti. Nú er gott tækifæri til að þakka forseta það sem vel hann hefur gert og kveðja fortíðina. Ef forseti þekkir ekki vitjunartíma sinn gerir þjóðin það.Ranghugmyndir Við verðum að greina nokkrar ranghugmyndir um forseta:1) Að forsetinn sé í einhvers konar óleyfi að stefna að þaulsetu. Það er formlega séð rangt og hugmyndafræðilega líka, því kjósendur bera ábyrgð á því hver situr hverju sinni og hve lengi.2) Að ekki sé hægt að fella sitjandi forseta. Í hinu ófullkomna lýðræðiskerfi á Vesturlöndum er höfuðkostur að margoft hafa ríkisstjórnir og forsetar tapað í kosningum og íslenska kerfið býður upp á það sama. Hafi kjósendur til þess sjálfstraust skipta þeir einfaldlega um forseta eins og þeir skipta um forsætisráðherra eða borgarstjóra. Það er heimsins eðlilegasti hlutur að fella forseta í kosningum og vottur um lýðræðislegan þroska.3) Að „staða“ núverandi forseta sé svo sterk að „margt ágætt fólk sem annars myndi gefa kosta á sér“ bla bla þori ekki að undirbúa framboð. Staða forsetans er nákvæmlega jafn sterk og kjósendur ákveða sjálfir. Það sannast með því að meintur styrkur forsetans sveiflast einatt til og frá. Þessi tilbúni fælingarmáttur býr í hugum ráðalausra.4) Goðsagnasmíð: Lágmarksþekking á greiningu gagna um stjórnmálaviðhorf nægir til að sjá að ekki þarf mikla sveiflu til að kjósa nýjan forseta – við réttar aðstæður. Goðsögnin um að forsetinn sé ósigrandi er lífseig vegna þess að hann er slóttugasti stjórnmálamaður sem nú er uppi á Íslandi og keppist við að halda lifandi hugmyndinni um einstakar sigurlíkur sínar. Til þess nýtast húðlatir álitsgjafar og umræðustjórar sem nenna ekki að vinna heimavinnuna og bergmála hver annan. Ekki er við forseta að sakast í því efni.Vandamál þjóðarinnar Ef núverandi forseti og þaulseta hans er vandamál, er það ekki hans vandamál. Forseti er á ábyrgð þjóðarinnar og ef hún aulast ekki til að skilja út á hvað lýðræði og samfélagsleg ábyrgð ganga fær hún bara það sem hún á skilið. Aftur, aftur, aftur, aftur og aftur. Fimm sinnum að lágmarki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Stefán Jón Hafstein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Traust á valdastofnunum og áhrifafólki er í lágmarki sem er hættulegt í lýðræðisríki, því slíkt grefur undan annars konar trausti sem þarf að vera til staðar: Sjálfstrausti kjósenda. „Þetta þýðir ekkert“ viðkvæðið heyrist æ oftar, vonleysi um nauðsynlegar breytingar tekur við og fólk kýs að grafa sig í fönn og reyna að gleyma með því að skipuleggja kósíkvöld til að lifa af. Þetta er því miður tónninn hjá alltof mörgum þegar í hönd fara tvennar kosningar sem geta skipt miklu um framtíð þjóðarinnar, forsetakosningar 2016 og þingkosningar 2017. Þær fyrri þurfa að vera upptaktur að samfélagsumbótum, velja þarf öflugan málsvara almannahagsmuna sem stuðlar að siðvæðingu og lýðræðisframförum. Nýr forseti á að vera boðberri nýrra tíma og allir flokkar að fá skilboð um að kjósendur vilji kaflaskil. Þess vegna eru forsetakosningarnar mikilvægar. Ég er sammála núverandi og fráfarandi forseta sem sagði í útvarpsviðtali að erindi sitt væri þrotið, þjóðin þyrfti að geta hugsað um framtíðina án sín. Þar er af nógu að taka til að byggja upp jákvæða, framsýna og mannúðlega sjálfsmynd þjóðarinnar og nýkjörinn forseti árið 2016 á að vísa veg til nýrra tíma.Tími til að breyta Margir amast við því að forseti ætli að bjóða sig fram enn og aftur og heimta að hann „stígi til hliðar“. Því er ég ósammála. Ef forseti vill bjóða sig fram hefur hann til þess fullt leyfi og bersýnilega hefur hann um sig hóp sem vill það. Ég ver því rétt frambjóðandans til að komast að niðurstöðu með sjálfum sér, því enginn áhrifamaður í þjóðfélaginu er jafn berskjaldaður gagnvart þjóðarvilja og forseti. Nú er gott tækifæri til að þakka forseta það sem vel hann hefur gert og kveðja fortíðina. Ef forseti þekkir ekki vitjunartíma sinn gerir þjóðin það.Ranghugmyndir Við verðum að greina nokkrar ranghugmyndir um forseta:1) Að forsetinn sé í einhvers konar óleyfi að stefna að þaulsetu. Það er formlega séð rangt og hugmyndafræðilega líka, því kjósendur bera ábyrgð á því hver situr hverju sinni og hve lengi.2) Að ekki sé hægt að fella sitjandi forseta. Í hinu ófullkomna lýðræðiskerfi á Vesturlöndum er höfuðkostur að margoft hafa ríkisstjórnir og forsetar tapað í kosningum og íslenska kerfið býður upp á það sama. Hafi kjósendur til þess sjálfstraust skipta þeir einfaldlega um forseta eins og þeir skipta um forsætisráðherra eða borgarstjóra. Það er heimsins eðlilegasti hlutur að fella forseta í kosningum og vottur um lýðræðislegan þroska.3) Að „staða“ núverandi forseta sé svo sterk að „margt ágætt fólk sem annars myndi gefa kosta á sér“ bla bla þori ekki að undirbúa framboð. Staða forsetans er nákvæmlega jafn sterk og kjósendur ákveða sjálfir. Það sannast með því að meintur styrkur forsetans sveiflast einatt til og frá. Þessi tilbúni fælingarmáttur býr í hugum ráðalausra.4) Goðsagnasmíð: Lágmarksþekking á greiningu gagna um stjórnmálaviðhorf nægir til að sjá að ekki þarf mikla sveiflu til að kjósa nýjan forseta – við réttar aðstæður. Goðsögnin um að forsetinn sé ósigrandi er lífseig vegna þess að hann er slóttugasti stjórnmálamaður sem nú er uppi á Íslandi og keppist við að halda lifandi hugmyndinni um einstakar sigurlíkur sínar. Til þess nýtast húðlatir álitsgjafar og umræðustjórar sem nenna ekki að vinna heimavinnuna og bergmála hver annan. Ekki er við forseta að sakast í því efni.Vandamál þjóðarinnar Ef núverandi forseti og þaulseta hans er vandamál, er það ekki hans vandamál. Forseti er á ábyrgð þjóðarinnar og ef hún aulast ekki til að skilja út á hvað lýðræði og samfélagsleg ábyrgð ganga fær hún bara það sem hún á skilið. Aftur, aftur, aftur, aftur og aftur. Fimm sinnum að lágmarki.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun