Brunar í borgina á spænskunámskeið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2015 10:30 „Ég er að prófa beitningu aftur eftir fimmtíu og þriggja ára hlé,“ segir Gísli brattur. Mynd/Úr einkasafni Gísli S. Einarsson er að koma heim úr lauginni og trimminu og hefur varla ráðrúm til að hengja upp handklæðið sitt fyrir ágangi blaðamanns sem vill fá hann í viðtal vegna sjötugsafmælisins í dag. Hann er annars að fást við línubeitningu þessa dagana, fer milli klukkan fimm og sex á morgnana og er að fram á hádegi. „Ég er að prófa beitningu aftur eftir fimmtíu og þriggja ára hlé,“ segir hann glaðlega og bætir við: „Það er bara tilfallandi, gæftir hafa verið svo góðar að undanförnu og mikið róið.“ Gísli á fjölbreyttan starfsferil að baki, sat um tíma á hinu háa Alþingi, var bæjarstjóri á Akranesi í fjögur ár og vann lengi hjá Sementsverksmiðju ríkisins, fyrst sem verkamaður, síðar yfirverkstjóri og við tölvustýrt vélaviðhald. Hann tók snemma til hendinni. „Ég var 13 ára ráðinn háseti á bát frá Akranesi og var á síldveiðum fyrstu sumurin. Var svo heppinn vorið 1959 að fá pláss hjá Ingimundi Ingimundarsyni skipstjóra og var á hlutarhæsta bát frá Akranesi það árið. Það var nokkuð gott fyrir stráktitt að vera með árslaun verkamanns eftir tvo mánuði. Fyrstu tvö sumurin var nótin dregin inn á höndum. Svo kom kraftblökkin, það var mikill munur.“ Gísli fór í vélvirkja- vél-og skipstjórnarnám á sínum tíma og hann er enn að læra. „Ég hef verið síðustu fjögur og hálft ár úti í Noregi sem steypustöðvarstjóri og lærði þar steypublöndun, kom bara heim núna í október. Frúin var með mér í tvö og hálft ár úti og við áttum sælutíma þar. Vorum norður í Alta, þar er afskaplega kyrrt og fallegt veðurlag en frostið fer niður í svona 32 gráður. Þó er eiginlega kaldara hér í tíu stiga frosti og vindi.“ Tvisvar í viku brunar Gísli í borgina á spænskunámskeið, reyndar ekki í fyrsta skipti, hann kveðst hafa lært smávegis í Málaskólanum Mími fyrir mörgum árum. „Nú ætla ég að reyna að fullkomna þetta þannig að ég geti spjallað við fólk, ekki bara pantað mér bjór og mat.“ Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Gísli S. Einarsson er að koma heim úr lauginni og trimminu og hefur varla ráðrúm til að hengja upp handklæðið sitt fyrir ágangi blaðamanns sem vill fá hann í viðtal vegna sjötugsafmælisins í dag. Hann er annars að fást við línubeitningu þessa dagana, fer milli klukkan fimm og sex á morgnana og er að fram á hádegi. „Ég er að prófa beitningu aftur eftir fimmtíu og þriggja ára hlé,“ segir hann glaðlega og bætir við: „Það er bara tilfallandi, gæftir hafa verið svo góðar að undanförnu og mikið róið.“ Gísli á fjölbreyttan starfsferil að baki, sat um tíma á hinu háa Alþingi, var bæjarstjóri á Akranesi í fjögur ár og vann lengi hjá Sementsverksmiðju ríkisins, fyrst sem verkamaður, síðar yfirverkstjóri og við tölvustýrt vélaviðhald. Hann tók snemma til hendinni. „Ég var 13 ára ráðinn háseti á bát frá Akranesi og var á síldveiðum fyrstu sumurin. Var svo heppinn vorið 1959 að fá pláss hjá Ingimundi Ingimundarsyni skipstjóra og var á hlutarhæsta bát frá Akranesi það árið. Það var nokkuð gott fyrir stráktitt að vera með árslaun verkamanns eftir tvo mánuði. Fyrstu tvö sumurin var nótin dregin inn á höndum. Svo kom kraftblökkin, það var mikill munur.“ Gísli fór í vélvirkja- vél-og skipstjórnarnám á sínum tíma og hann er enn að læra. „Ég hef verið síðustu fjögur og hálft ár úti í Noregi sem steypustöðvarstjóri og lærði þar steypublöndun, kom bara heim núna í október. Frúin var með mér í tvö og hálft ár úti og við áttum sælutíma þar. Vorum norður í Alta, þar er afskaplega kyrrt og fallegt veðurlag en frostið fer niður í svona 32 gráður. Þó er eiginlega kaldara hér í tíu stiga frosti og vindi.“ Tvisvar í viku brunar Gísli í borgina á spænskunámskeið, reyndar ekki í fyrsta skipti, hann kveðst hafa lært smávegis í Málaskólanum Mími fyrir mörgum árum. „Nú ætla ég að reyna að fullkomna þetta þannig að ég geti spjallað við fólk, ekki bara pantað mér bjór og mat.“
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira