Jólagjöfin í ár Ellert B. Schram skrifar 12. desember 2015 07:00 Meirihluti þingmanna felldi fyrr í vikunni tillögu stjórnarandstöðunnar um hækkun lífeyrisbóta til aldraðra. Raunar gekk tillagan, sem felld var, út á það að hækkun bótanna næði frá þeim tíma í vor, sem launþegar sömdu um og fengu, auk þess sem kjararáð hækkaði laun þingmanna og ráðherra átta mánuði aftur fyrir sig eins og allur þorri vinnumarkaðarins fékk. Rökstuðningur meirihlutans var í aðalatriðum sá, að vel hafi verið gert við ellilífeyrisþega, frá því að núverandi ríkisstjórn tók við, að lög kveði á um, hvernig reiknaðar skulu út tryggingabætur og ellilífeyrir hafi hækkað um 3%, um síðustu áramót, umfram það sem aðrir fengu. Þetta er löðurmannlegur málflutningur, fyrirsláttur og afneitun gagnvart þeirri einföldu staðreynd, að samfélagið er með þessari afgreiðslu Alþingis að horfast í augu við þá niðurstöðu, að eldra fólk eigi ekki annað skilið en að glíma við fátækt. Upplýsingar frá innanríkisráðuneytinu og Almannatryggingum hafa leitt í ljós að fjögur þúsund eldri borgarar hafa minna en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði til að framfleyta sér. Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að ellilífeyrir hækki um 9,6% frá næstu áramótum, ca tuttugu þúsund krónur, mínus skattur. Við það stendur. Við þá skömm stendur. Þegar Almannatryggingar voru stofnaðar, var tilgangurinn sá, að samfélagið rétti öldruðu fólki hjálparhönd til að halda reisn sinni og geta lifað mannsæmandi lífi, þegar það væri ekki lengur á vinnumarkaði. Hugsunin var sú að útrýma fátækt hjá fólki, sem hefði fram að því lagt sinn skerf til þjóðfélagsins. Ætti það inni og verðskuldaði aðstoð. Þetta var ekki ölmusa, þetta var endurgjald, þakkir og viðurkenning samfélagsins um tilvist ellinnar. Ég leyfi mér enn að trúa því að það sé ekki mannvonska sem veldur því að meirihluti Alþingis fellir tillögu um útborgun lífeyrisbóta. Það er hins vegar pólitík af verstu sort. Á bak við þetta er fólk sem hefur allt sitt vit úr Excel-skjölum, prósentureikningi og pólitískum samanburði. Og svo kemur hjörðin á eftir og réttir upp hendurnar þegar henni er skipað. Það hafði enginn alþingismaður úr stjórnarliðinu manndóm í sér til að greiða atkvæði með réttlætinu. Þetta er sorgleg staðreynd, hinn aumi blettur stjórnmálanna. Lýsandi dæmi um ósjálfbjarga og hollustusjúka meðreiðarsveina valdsins. Meira gæti ég sagt. Þessi hörmulega epísóda er áminning til okkar allra, á hvaða aldri sem við erum, að jafnrétti og jöfnuður, samkennd og mannúð eiga enn erindi inn á hinn pólitíska vettvang. Og þar er verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Meirihluti þingmanna felldi fyrr í vikunni tillögu stjórnarandstöðunnar um hækkun lífeyrisbóta til aldraðra. Raunar gekk tillagan, sem felld var, út á það að hækkun bótanna næði frá þeim tíma í vor, sem launþegar sömdu um og fengu, auk þess sem kjararáð hækkaði laun þingmanna og ráðherra átta mánuði aftur fyrir sig eins og allur þorri vinnumarkaðarins fékk. Rökstuðningur meirihlutans var í aðalatriðum sá, að vel hafi verið gert við ellilífeyrisþega, frá því að núverandi ríkisstjórn tók við, að lög kveði á um, hvernig reiknaðar skulu út tryggingabætur og ellilífeyrir hafi hækkað um 3%, um síðustu áramót, umfram það sem aðrir fengu. Þetta er löðurmannlegur málflutningur, fyrirsláttur og afneitun gagnvart þeirri einföldu staðreynd, að samfélagið er með þessari afgreiðslu Alþingis að horfast í augu við þá niðurstöðu, að eldra fólk eigi ekki annað skilið en að glíma við fátækt. Upplýsingar frá innanríkisráðuneytinu og Almannatryggingum hafa leitt í ljós að fjögur þúsund eldri borgarar hafa minna en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði til að framfleyta sér. Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að ellilífeyrir hækki um 9,6% frá næstu áramótum, ca tuttugu þúsund krónur, mínus skattur. Við það stendur. Við þá skömm stendur. Þegar Almannatryggingar voru stofnaðar, var tilgangurinn sá, að samfélagið rétti öldruðu fólki hjálparhönd til að halda reisn sinni og geta lifað mannsæmandi lífi, þegar það væri ekki lengur á vinnumarkaði. Hugsunin var sú að útrýma fátækt hjá fólki, sem hefði fram að því lagt sinn skerf til þjóðfélagsins. Ætti það inni og verðskuldaði aðstoð. Þetta var ekki ölmusa, þetta var endurgjald, þakkir og viðurkenning samfélagsins um tilvist ellinnar. Ég leyfi mér enn að trúa því að það sé ekki mannvonska sem veldur því að meirihluti Alþingis fellir tillögu um útborgun lífeyrisbóta. Það er hins vegar pólitík af verstu sort. Á bak við þetta er fólk sem hefur allt sitt vit úr Excel-skjölum, prósentureikningi og pólitískum samanburði. Og svo kemur hjörðin á eftir og réttir upp hendurnar þegar henni er skipað. Það hafði enginn alþingismaður úr stjórnarliðinu manndóm í sér til að greiða atkvæði með réttlætinu. Þetta er sorgleg staðreynd, hinn aumi blettur stjórnmálanna. Lýsandi dæmi um ósjálfbjarga og hollustusjúka meðreiðarsveina valdsins. Meira gæti ég sagt. Þessi hörmulega epísóda er áminning til okkar allra, á hvaða aldri sem við erum, að jafnrétti og jöfnuður, samkennd og mannúð eiga enn erindi inn á hinn pólitíska vettvang. Og þar er verk að vinna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun