Glæpavæðing í boði stjórnvalda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Nýtt frumvarp um fullnustu refsinga sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi er engin framför á núverandi refsistefnu. Betrun kemur ekki einu sinni fram í frumvarpinu, sem er því miður illa unnið og vanhugsað. Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram byggir á úreltri refsistefnu.Hvers vegna betrun? Á Íslandi kemur annar hver fangi aftur í fangelsi þrátt fyrir dýrt fangelsiskerfi. Það er með öllu óviðunandi árangur! Öll Norðurlöndin, utan Íslands, hafa tekið upp betrunarstefnu með ótvíræðum árangri sem hefur skilað sér í lægri endurkomutíðni í fangelsi, fækkun glæpa, færri brotaþolum, minni fangelsiskostnaði, auk minna álags á lögreglu, dómstóla og fangelsi. Endurkomutíðni á Norðurlöndunum er um 20% og er enn lægri þegar skoðaður er sérstaklega árangur af opnum fangelsum. Ef við tækjum upp slíkt kerfi myndi það skila okkur öllu því sama og lækka til muna allan kostnað við rekstur fangelsismála. Vel yfir 60% allra fanga á Íslandi verða að öryrkjum í afplánun. Bara með því að laga það myndu sparast háar upphæðir. Ef dómþolar yrðu að nýtum þjóðfélagsþegnum í afplánun myndu tekjur þjóðfélagsins aukast í stað útgjalda. En til þess að svo geti orðið þarf að skipta úr refsikerfi yfir í betrunarkerfi. Það hafa önnur norræn ríki gert með góðum árangri. Norsk betrunarstefna er orðin að útflutningsvöru hjá Norðmönnum: stefna sem byggir á þekkingu, reynslu og rannsóknum og aðrar þjóðir vilja nýta sér til að ná árangri. En, af hverju ekki við?Ódýrara kerfi Norðurlöndin hafa líka verið að fjölga úrræðum dómstóla t.d. með því að dæma til afplánunar undir rafrænu eftirliti, í samfélagsþjónustu, í misopin fangelsi og jafnvel til skilorðsbundinna meðferðarúrræða. Þar er einnig verið að fjölga opnum fangelsum, sem slaga sums staðar upp í helming fangelsisplássa, auk þess sem til koma önnur afplánunarúrræði utan fangelsa. Ísland er að fara í öfuga átt og verða opin fangelsisúrræði einungis um fjórðungur úrræða eftir tilkomu fangelsisins á Hólmsheiði. Þar sem opin úrræði eru fleiri og betrun er höfð að leiðarljósi er endurkomutíðni í fangelsi lægri. Það hlýtur að vera meginmarkmiðið með kerfinu, að fækka endurkomum og um leið brotaþolum. Afstaða hefur ítrekað reynt að kynna fyrir stjórnvöldum þann mikla árangur sem önnur norræn ríki hafa náð í fangelsismálum en án árangurs. Ástæða hárrar endurkomutíðni í fangelsi hér á landi er afleiðing lélegs fangelsiskerfis, sem er byggt á úreltri refsistefnu, sem virðist engu skila. Ég fullyrði að hægt er að lækka kostnað við rekstur fangelsa og afleiddur kostnaður mun fara minnkandi með árunum sem og tala fanga, ef tekin verður upp norræn betrunarstefna hérlendis.Nú er tækifæri Nú er kjörið tækifæri til að móta í fyrsta sinn stefnu í fangelsismálum, sem hefur það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi og byggja upp einstaklinga til virkrar þátttöku í samfélaginu – allt frá upphafi afplánunar. Ef vilji er til þess að taka upp kerfi sem skilar árangri þarf samstarf milli aðila. Afstaða hefur alltaf verið tilbúin til jákvæðs samstarfs um endurbætur á fangelsismálum. Ef ekkert verður að gert og haldið áfram með úrelta refsistefnu mun það leiða til þess að kostnaður mun áfram aukast ár frá ári og þjóðfélagið fara á mis við þau tækifæri sem eru fólgin í að byggja upp einstaklinga, sem afvega hafa farið í lífinu. Því miður hefur innanríkisráðherra ekki séð sér fært að ræða við Afstöðu um frumvarpið, sem hún hefur lagt fram. Það er okkar skoðun að úr fangelsunum ættu að útskrifast einstaklingar með verkmenntun: smiðir, múrarar, rafvirkjar, píparar, kokkar eða bakarar í stað þess að þaðan útskrifist flestir sem öryrkjar. Kostnaður mun lækka og vera öllu samfélaginu til bóta. Sameiginleg markmið okkar ætti að vera: færri endurkomur í fangelsin, betri þjóðfélagsþegnar koma úr fangelsunum og lægri rekstrarkostnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nýtt frumvarp um fullnustu refsinga sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi er engin framför á núverandi refsistefnu. Betrun kemur ekki einu sinni fram í frumvarpinu, sem er því miður illa unnið og vanhugsað. Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram byggir á úreltri refsistefnu.Hvers vegna betrun? Á Íslandi kemur annar hver fangi aftur í fangelsi þrátt fyrir dýrt fangelsiskerfi. Það er með öllu óviðunandi árangur! Öll Norðurlöndin, utan Íslands, hafa tekið upp betrunarstefnu með ótvíræðum árangri sem hefur skilað sér í lægri endurkomutíðni í fangelsi, fækkun glæpa, færri brotaþolum, minni fangelsiskostnaði, auk minna álags á lögreglu, dómstóla og fangelsi. Endurkomutíðni á Norðurlöndunum er um 20% og er enn lægri þegar skoðaður er sérstaklega árangur af opnum fangelsum. Ef við tækjum upp slíkt kerfi myndi það skila okkur öllu því sama og lækka til muna allan kostnað við rekstur fangelsismála. Vel yfir 60% allra fanga á Íslandi verða að öryrkjum í afplánun. Bara með því að laga það myndu sparast háar upphæðir. Ef dómþolar yrðu að nýtum þjóðfélagsþegnum í afplánun myndu tekjur þjóðfélagsins aukast í stað útgjalda. En til þess að svo geti orðið þarf að skipta úr refsikerfi yfir í betrunarkerfi. Það hafa önnur norræn ríki gert með góðum árangri. Norsk betrunarstefna er orðin að útflutningsvöru hjá Norðmönnum: stefna sem byggir á þekkingu, reynslu og rannsóknum og aðrar þjóðir vilja nýta sér til að ná árangri. En, af hverju ekki við?Ódýrara kerfi Norðurlöndin hafa líka verið að fjölga úrræðum dómstóla t.d. með því að dæma til afplánunar undir rafrænu eftirliti, í samfélagsþjónustu, í misopin fangelsi og jafnvel til skilorðsbundinna meðferðarúrræða. Þar er einnig verið að fjölga opnum fangelsum, sem slaga sums staðar upp í helming fangelsisplássa, auk þess sem til koma önnur afplánunarúrræði utan fangelsa. Ísland er að fara í öfuga átt og verða opin fangelsisúrræði einungis um fjórðungur úrræða eftir tilkomu fangelsisins á Hólmsheiði. Þar sem opin úrræði eru fleiri og betrun er höfð að leiðarljósi er endurkomutíðni í fangelsi lægri. Það hlýtur að vera meginmarkmiðið með kerfinu, að fækka endurkomum og um leið brotaþolum. Afstaða hefur ítrekað reynt að kynna fyrir stjórnvöldum þann mikla árangur sem önnur norræn ríki hafa náð í fangelsismálum en án árangurs. Ástæða hárrar endurkomutíðni í fangelsi hér á landi er afleiðing lélegs fangelsiskerfis, sem er byggt á úreltri refsistefnu, sem virðist engu skila. Ég fullyrði að hægt er að lækka kostnað við rekstur fangelsa og afleiddur kostnaður mun fara minnkandi með árunum sem og tala fanga, ef tekin verður upp norræn betrunarstefna hérlendis.Nú er tækifæri Nú er kjörið tækifæri til að móta í fyrsta sinn stefnu í fangelsismálum, sem hefur það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi og byggja upp einstaklinga til virkrar þátttöku í samfélaginu – allt frá upphafi afplánunar. Ef vilji er til þess að taka upp kerfi sem skilar árangri þarf samstarf milli aðila. Afstaða hefur alltaf verið tilbúin til jákvæðs samstarfs um endurbætur á fangelsismálum. Ef ekkert verður að gert og haldið áfram með úrelta refsistefnu mun það leiða til þess að kostnaður mun áfram aukast ár frá ári og þjóðfélagið fara á mis við þau tækifæri sem eru fólgin í að byggja upp einstaklinga, sem afvega hafa farið í lífinu. Því miður hefur innanríkisráðherra ekki séð sér fært að ræða við Afstöðu um frumvarpið, sem hún hefur lagt fram. Það er okkar skoðun að úr fangelsunum ættu að útskrifast einstaklingar með verkmenntun: smiðir, múrarar, rafvirkjar, píparar, kokkar eða bakarar í stað þess að þaðan útskrifist flestir sem öryrkjar. Kostnaður mun lækka og vera öllu samfélaginu til bóta. Sameiginleg markmið okkar ætti að vera: færri endurkomur í fangelsin, betri þjóðfélagsþegnar koma úr fangelsunum og lægri rekstrarkostnaður.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun