Hin árlega atlaga Árni Heimir Ingólfsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Þær eru æði margar, hefðirnar sem lífga upp á tilveruna ár hvert þegar líða fer að jólum. Jólasveinar koma til byggða hver á eftir öðrum, daglegt líf tekur að hverfast um jólatónleika og kökubakstur, jólageit IKEA tortímist með dularfullum hætti. Um svipað leyti fer af stað, ár eftir ár, sérkennileg umræða um tilgang og tilkostnað Ríkisútvarpsins, knúin áfram af pólitískum öflum sem eru sneydd skilningi á því sem vera má menningu þjóðarinnar til heilla og framfara. Um leið er þetta skólabókardæmi um niðurrifsaðferð sem hægrimenn hafa tamið sér. Framlag til ríkisstofnunar er skert svo mjög að hún getur ekki uppfyllt skyldur sínar; þetta veldur „slakri frammistöðu“ sem svo má nota til að rökstyðja enn grimmari niðurskurð að ári. Þannig má jafnvel leggja í rúst hin mestu þarfaþing á skömmum tíma. Margt hefur undanfarna mánuði verið ritað um tilgang Ríkisútvarpsins og óþarfi að tíunda það hér. RÚV er einn af hornsteinum samfélags okkar, hefur ákveðna sérstöðu (og lagalegar skyldur) þegar kemur að menningu, listum, sögu – öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur sem ekki hefur þegar verið ofurselt innantómri markaðshyggju. Ríkisútvarpinu ber að miðla okkur fróðleik, efna til umræðu, varðveita og dreifa til okkar á nýjan leik því efni sem þar hefur safnast saman á 85 ára sögu þess. RÚV er akkeri okkar í ólgusjó. Ef ekki væri fyrir dagskrána þar væri til dæmis fátt sem benti til þess í íslenskri ljósvakamiðlun að Ísland er eitt Norðurlandanna, að við erum þjóð í Evrópu en ekki smábær í Texas, að saga okkar nær lengra aftur en til dagsins í gær, að hér er iðkuð margs konar menning, ritaðar margs konar bækur, spiluð og sungin og samin margs konar tónlist. Að hér býr margs konar fólk.Hin nýja sýn Nú berast ill tíðindi af málefnum RÚV. Útvarpsstjóri hefur lýst því yfir að verði útvarpsgjaldið lækkað, eins og boðað hafði verið, þurfi enn eina ferðina að ráðast í blóðugan niðurskurð. Um er að ræða heilar 1.400 krónur á ári, eða þrjár krónur og 83 aura á dag. Menntamálaráðherra hefur lýst sig fylgjandi því að útvarpsgjald haldist óbreytt, en hefur takmarkaðan stuðning enda telur flokkur hans sjálfs sig hafa fundið hina einu sönnu lausn á málum Ríkisútvarpsins: Samkvæmt ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú í haust ber að leggja stofnunina niður. Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hver sé orsök þess að við Íslendingar þurfum ár hvert að horfa upp á atlögu að þjóðarfjölmiðli landsins á meðan sambærilegir miðlar í nágrannalöndum okkar fá frið til þess að sinna störfum sínum og skyldum. Er hér kannski komin útrásarhugmynd fyrir postula einkaframtaksins? Væri ekki tilvalið að formenn ríkisstjórnarflokkanna kölluðu á sinn fund sendiherra Bretlands, Norðurlandanna, Frakklands og Þýskalands (svo aðeins nokkur lönd séu nefnd) og skýrðu fyrir þeim þann sparnað sem fælist í því að leggja niður á einu bretti BBC, DR, NRK, YLE, Radio France og þar fram eftir götunum? Heldur einhver að slíkum málatilbúningi yrði mætt með öðru en hlátrasköllum? Og hver er þá ástæða þess að við, örþjóð á hjara veraldar sem hefur meiri þörf en aðrar stærri fyrir þá gróðrarstöð andans sem þjóðarfjölmiðill er, þurfum að láta okkur þetta lynda, ár eftir ár? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þær eru æði margar, hefðirnar sem lífga upp á tilveruna ár hvert þegar líða fer að jólum. Jólasveinar koma til byggða hver á eftir öðrum, daglegt líf tekur að hverfast um jólatónleika og kökubakstur, jólageit IKEA tortímist með dularfullum hætti. Um svipað leyti fer af stað, ár eftir ár, sérkennileg umræða um tilgang og tilkostnað Ríkisútvarpsins, knúin áfram af pólitískum öflum sem eru sneydd skilningi á því sem vera má menningu þjóðarinnar til heilla og framfara. Um leið er þetta skólabókardæmi um niðurrifsaðferð sem hægrimenn hafa tamið sér. Framlag til ríkisstofnunar er skert svo mjög að hún getur ekki uppfyllt skyldur sínar; þetta veldur „slakri frammistöðu“ sem svo má nota til að rökstyðja enn grimmari niðurskurð að ári. Þannig má jafnvel leggja í rúst hin mestu þarfaþing á skömmum tíma. Margt hefur undanfarna mánuði verið ritað um tilgang Ríkisútvarpsins og óþarfi að tíunda það hér. RÚV er einn af hornsteinum samfélags okkar, hefur ákveðna sérstöðu (og lagalegar skyldur) þegar kemur að menningu, listum, sögu – öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur sem ekki hefur þegar verið ofurselt innantómri markaðshyggju. Ríkisútvarpinu ber að miðla okkur fróðleik, efna til umræðu, varðveita og dreifa til okkar á nýjan leik því efni sem þar hefur safnast saman á 85 ára sögu þess. RÚV er akkeri okkar í ólgusjó. Ef ekki væri fyrir dagskrána þar væri til dæmis fátt sem benti til þess í íslenskri ljósvakamiðlun að Ísland er eitt Norðurlandanna, að við erum þjóð í Evrópu en ekki smábær í Texas, að saga okkar nær lengra aftur en til dagsins í gær, að hér er iðkuð margs konar menning, ritaðar margs konar bækur, spiluð og sungin og samin margs konar tónlist. Að hér býr margs konar fólk.Hin nýja sýn Nú berast ill tíðindi af málefnum RÚV. Útvarpsstjóri hefur lýst því yfir að verði útvarpsgjaldið lækkað, eins og boðað hafði verið, þurfi enn eina ferðina að ráðast í blóðugan niðurskurð. Um er að ræða heilar 1.400 krónur á ári, eða þrjár krónur og 83 aura á dag. Menntamálaráðherra hefur lýst sig fylgjandi því að útvarpsgjald haldist óbreytt, en hefur takmarkaðan stuðning enda telur flokkur hans sjálfs sig hafa fundið hina einu sönnu lausn á málum Ríkisútvarpsins: Samkvæmt ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú í haust ber að leggja stofnunina niður. Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hver sé orsök þess að við Íslendingar þurfum ár hvert að horfa upp á atlögu að þjóðarfjölmiðli landsins á meðan sambærilegir miðlar í nágrannalöndum okkar fá frið til þess að sinna störfum sínum og skyldum. Er hér kannski komin útrásarhugmynd fyrir postula einkaframtaksins? Væri ekki tilvalið að formenn ríkisstjórnarflokkanna kölluðu á sinn fund sendiherra Bretlands, Norðurlandanna, Frakklands og Þýskalands (svo aðeins nokkur lönd séu nefnd) og skýrðu fyrir þeim þann sparnað sem fælist í því að leggja niður á einu bretti BBC, DR, NRK, YLE, Radio France og þar fram eftir götunum? Heldur einhver að slíkum málatilbúningi yrði mætt með öðru en hlátrasköllum? Og hver er þá ástæða þess að við, örþjóð á hjara veraldar sem hefur meiri þörf en aðrar stærri fyrir þá gróðrarstöð andans sem þjóðarfjölmiðill er, þurfum að láta okkur þetta lynda, ár eftir ár?
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun