Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2015 20:00 Landsvirkjun og Norðurál takast nú hart á um endurskoðun raforkusamnings. Forstjóri Landsvirkjunar upplýsti þetta á fundi með fréttamönnum í dag þar sem hann sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík í því skyni að bæta samningsstöðu sína. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar boðaði til fundarins einkum til að verða við óskum fréttamanna um viðbrögð vegna óvissu sem skapaðist um gildi raforkusamnings við Rio Tinto Alcan ef álverinu yrði lokað vegna kjaradeilu. Forstjórinn svaraði minnstu um það, bar við trúnaði, sagði þó að ríkar ábyrgðir væru fyrir að afhenda orku og að borga fyrir hana. Þess í stað varð helsta umræðuefnið viðræður við Norðurál um nýjan orkusamning og sagði Hörður að Landsvirkjun hefði fullan hug á að endursemja við Norðurál á hagstæðum kjörum. Þar væri þó hart tekist á. „Það virðist hins vegar vera í þessari deilu að stjórnendur Norðuráls telji sér hag af því að tengja þessa erfiðu deilu í Straumsvík inn í sínar samningaviðræður í því að reyna að bæta sína samningsstöðu. Ég tel það óheppilegt. Í fyrsta lagi bætir það ekki samningsstöðuna gagnvart okkur og í öðru lagi tel ég þetta trufla viðræðurnar í Straumsvík.“ Hörður ýjaði að því að þetta hefði gerst í gegnum bloggskrif á netinu og nefndi meðal annars að skrif Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, hlytu að vera byggð á upplýsingum frá Norðuráli. „Þarna er verið að takast á um hagsmuni upp á tugi og hundruð milljarða. Við þær aðstæður er algerlega eðlilegt að það sé tekist fast á,“ sagði Hörður um samninga um orkuauðlindir þjóðarinnar. Getum hefur verið leitt að því að Landsvirkjun vilji fá 35 dollara fyrir megavattstund sem gæti verið 50 prósenta hækkun. Hörður vildi ekki staðfesta þær tölur, sagði þó að nýr samningur hlyti að þýða umtalsverða hækkun. Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfur vísar orðum forstjóra Landsvirkjunar á bug Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vísar því alfarið á bug að gagnrýni hans á Landsvirkjun og rafmagnssamninga fyrirtækisins byggi á upplýsingum frá Norðuráli. 17. desember 2015 17:30 Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30 Telur Rio Tinto tilbúið að stanga Landsvirkjun Hótun um lokun álversins í Straumsvík beinist í raun að Landsvirkjun til að þrýsta á um lækkun orkuverðs. 4. desember 2015 21:00 Náðu ekki samningum við Landsvirkjun um viðbótarorku Elkem Ísland lækkar álag á ofnum í verksmiðjunni. 14. desember 2015 18:09 Alcan sagt vilja losna við raforkukaup Fundi fulltrúa starfsmanna álversins í Straumsvík með fulltrúum fyrirtækisins hjá ríkissáttasemjara var slitið í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Byrjað verður að loka álverinu að óbreyttu. 1. desember 2015 07:00 Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Landsvirkjun og Norðurál takast nú hart á um endurskoðun raforkusamnings. Forstjóri Landsvirkjunar upplýsti þetta á fundi með fréttamönnum í dag þar sem hann sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík í því skyni að bæta samningsstöðu sína. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar boðaði til fundarins einkum til að verða við óskum fréttamanna um viðbrögð vegna óvissu sem skapaðist um gildi raforkusamnings við Rio Tinto Alcan ef álverinu yrði lokað vegna kjaradeilu. Forstjórinn svaraði minnstu um það, bar við trúnaði, sagði þó að ríkar ábyrgðir væru fyrir að afhenda orku og að borga fyrir hana. Þess í stað varð helsta umræðuefnið viðræður við Norðurál um nýjan orkusamning og sagði Hörður að Landsvirkjun hefði fullan hug á að endursemja við Norðurál á hagstæðum kjörum. Þar væri þó hart tekist á. „Það virðist hins vegar vera í þessari deilu að stjórnendur Norðuráls telji sér hag af því að tengja þessa erfiðu deilu í Straumsvík inn í sínar samningaviðræður í því að reyna að bæta sína samningsstöðu. Ég tel það óheppilegt. Í fyrsta lagi bætir það ekki samningsstöðuna gagnvart okkur og í öðru lagi tel ég þetta trufla viðræðurnar í Straumsvík.“ Hörður ýjaði að því að þetta hefði gerst í gegnum bloggskrif á netinu og nefndi meðal annars að skrif Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, hlytu að vera byggð á upplýsingum frá Norðuráli. „Þarna er verið að takast á um hagsmuni upp á tugi og hundruð milljarða. Við þær aðstæður er algerlega eðlilegt að það sé tekist fast á,“ sagði Hörður um samninga um orkuauðlindir þjóðarinnar. Getum hefur verið leitt að því að Landsvirkjun vilji fá 35 dollara fyrir megavattstund sem gæti verið 50 prósenta hækkun. Hörður vildi ekki staðfesta þær tölur, sagði þó að nýr samningur hlyti að þýða umtalsverða hækkun.
Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfur vísar orðum forstjóra Landsvirkjunar á bug Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vísar því alfarið á bug að gagnrýni hans á Landsvirkjun og rafmagnssamninga fyrirtækisins byggi á upplýsingum frá Norðuráli. 17. desember 2015 17:30 Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30 Telur Rio Tinto tilbúið að stanga Landsvirkjun Hótun um lokun álversins í Straumsvík beinist í raun að Landsvirkjun til að þrýsta á um lækkun orkuverðs. 4. desember 2015 21:00 Náðu ekki samningum við Landsvirkjun um viðbótarorku Elkem Ísland lækkar álag á ofnum í verksmiðjunni. 14. desember 2015 18:09 Alcan sagt vilja losna við raforkukaup Fundi fulltrúa starfsmanna álversins í Straumsvík með fulltrúum fyrirtækisins hjá ríkissáttasemjara var slitið í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Byrjað verður að loka álverinu að óbreyttu. 1. desember 2015 07:00 Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Verkalýðsforkólfur vísar orðum forstjóra Landsvirkjunar á bug Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vísar því alfarið á bug að gagnrýni hans á Landsvirkjun og rafmagnssamninga fyrirtækisins byggi á upplýsingum frá Norðuráli. 17. desember 2015 17:30
Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30
Telur Rio Tinto tilbúið að stanga Landsvirkjun Hótun um lokun álversins í Straumsvík beinist í raun að Landsvirkjun til að þrýsta á um lækkun orkuverðs. 4. desember 2015 21:00
Náðu ekki samningum við Landsvirkjun um viðbótarorku Elkem Ísland lækkar álag á ofnum í verksmiðjunni. 14. desember 2015 18:09
Alcan sagt vilja losna við raforkukaup Fundi fulltrúa starfsmanna álversins í Straumsvík með fulltrúum fyrirtækisins hjá ríkissáttasemjara var slitið í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Byrjað verður að loka álverinu að óbreyttu. 1. desember 2015 07:00
Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30