Segir hart tekist á um nýjan raforkusamning Norðuráls Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2015 20:00 Landsvirkjun og Norðurál takast nú hart á um endurskoðun raforkusamnings. Forstjóri Landsvirkjunar upplýsti þetta á fundi með fréttamönnum í dag þar sem hann sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík í því skyni að bæta samningsstöðu sína. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar boðaði til fundarins einkum til að verða við óskum fréttamanna um viðbrögð vegna óvissu sem skapaðist um gildi raforkusamnings við Rio Tinto Alcan ef álverinu yrði lokað vegna kjaradeilu. Forstjórinn svaraði minnstu um það, bar við trúnaði, sagði þó að ríkar ábyrgðir væru fyrir að afhenda orku og að borga fyrir hana. Þess í stað varð helsta umræðuefnið viðræður við Norðurál um nýjan orkusamning og sagði Hörður að Landsvirkjun hefði fullan hug á að endursemja við Norðurál á hagstæðum kjörum. Þar væri þó hart tekist á. „Það virðist hins vegar vera í þessari deilu að stjórnendur Norðuráls telji sér hag af því að tengja þessa erfiðu deilu í Straumsvík inn í sínar samningaviðræður í því að reyna að bæta sína samningsstöðu. Ég tel það óheppilegt. Í fyrsta lagi bætir það ekki samningsstöðuna gagnvart okkur og í öðru lagi tel ég þetta trufla viðræðurnar í Straumsvík.“ Hörður ýjaði að því að þetta hefði gerst í gegnum bloggskrif á netinu og nefndi meðal annars að skrif Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, hlytu að vera byggð á upplýsingum frá Norðuráli. „Þarna er verið að takast á um hagsmuni upp á tugi og hundruð milljarða. Við þær aðstæður er algerlega eðlilegt að það sé tekist fast á,“ sagði Hörður um samninga um orkuauðlindir þjóðarinnar. Getum hefur verið leitt að því að Landsvirkjun vilji fá 35 dollara fyrir megavattstund sem gæti verið 50 prósenta hækkun. Hörður vildi ekki staðfesta þær tölur, sagði þó að nýr samningur hlyti að þýða umtalsverða hækkun. Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfur vísar orðum forstjóra Landsvirkjunar á bug Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vísar því alfarið á bug að gagnrýni hans á Landsvirkjun og rafmagnssamninga fyrirtækisins byggi á upplýsingum frá Norðuráli. 17. desember 2015 17:30 Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30 Telur Rio Tinto tilbúið að stanga Landsvirkjun Hótun um lokun álversins í Straumsvík beinist í raun að Landsvirkjun til að þrýsta á um lækkun orkuverðs. 4. desember 2015 21:00 Náðu ekki samningum við Landsvirkjun um viðbótarorku Elkem Ísland lækkar álag á ofnum í verksmiðjunni. 14. desember 2015 18:09 Alcan sagt vilja losna við raforkukaup Fundi fulltrúa starfsmanna álversins í Straumsvík með fulltrúum fyrirtækisins hjá ríkissáttasemjara var slitið í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Byrjað verður að loka álverinu að óbreyttu. 1. desember 2015 07:00 Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Landsvirkjun og Norðurál takast nú hart á um endurskoðun raforkusamnings. Forstjóri Landsvirkjunar upplýsti þetta á fundi með fréttamönnum í dag þar sem hann sakaði forsvarsmenn Norðuráls um að hafa truflað erfiðar kjaraviðræður í Straumsvík í því skyni að bæta samningsstöðu sína. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar boðaði til fundarins einkum til að verða við óskum fréttamanna um viðbrögð vegna óvissu sem skapaðist um gildi raforkusamnings við Rio Tinto Alcan ef álverinu yrði lokað vegna kjaradeilu. Forstjórinn svaraði minnstu um það, bar við trúnaði, sagði þó að ríkar ábyrgðir væru fyrir að afhenda orku og að borga fyrir hana. Þess í stað varð helsta umræðuefnið viðræður við Norðurál um nýjan orkusamning og sagði Hörður að Landsvirkjun hefði fullan hug á að endursemja við Norðurál á hagstæðum kjörum. Þar væri þó hart tekist á. „Það virðist hins vegar vera í þessari deilu að stjórnendur Norðuráls telji sér hag af því að tengja þessa erfiðu deilu í Straumsvík inn í sínar samningaviðræður í því að reyna að bæta sína samningsstöðu. Ég tel það óheppilegt. Í fyrsta lagi bætir það ekki samningsstöðuna gagnvart okkur og í öðru lagi tel ég þetta trufla viðræðurnar í Straumsvík.“ Hörður ýjaði að því að þetta hefði gerst í gegnum bloggskrif á netinu og nefndi meðal annars að skrif Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, hlytu að vera byggð á upplýsingum frá Norðuráli. „Þarna er verið að takast á um hagsmuni upp á tugi og hundruð milljarða. Við þær aðstæður er algerlega eðlilegt að það sé tekist fast á,“ sagði Hörður um samninga um orkuauðlindir þjóðarinnar. Getum hefur verið leitt að því að Landsvirkjun vilji fá 35 dollara fyrir megavattstund sem gæti verið 50 prósenta hækkun. Hörður vildi ekki staðfesta þær tölur, sagði þó að nýr samningur hlyti að þýða umtalsverða hækkun.
Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfur vísar orðum forstjóra Landsvirkjunar á bug Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vísar því alfarið á bug að gagnrýni hans á Landsvirkjun og rafmagnssamninga fyrirtækisins byggi á upplýsingum frá Norðuráli. 17. desember 2015 17:30 Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30 Telur Rio Tinto tilbúið að stanga Landsvirkjun Hótun um lokun álversins í Straumsvík beinist í raun að Landsvirkjun til að þrýsta á um lækkun orkuverðs. 4. desember 2015 21:00 Náðu ekki samningum við Landsvirkjun um viðbótarorku Elkem Ísland lækkar álag á ofnum í verksmiðjunni. 14. desember 2015 18:09 Alcan sagt vilja losna við raforkukaup Fundi fulltrúa starfsmanna álversins í Straumsvík með fulltrúum fyrirtækisins hjá ríkissáttasemjara var slitið í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Byrjað verður að loka álverinu að óbreyttu. 1. desember 2015 07:00 Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Verkalýðsforkólfur vísar orðum forstjóra Landsvirkjunar á bug Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vísar því alfarið á bug að gagnrýni hans á Landsvirkjun og rafmagnssamninga fyrirtækisins byggi á upplýsingum frá Norðuráli. 17. desember 2015 17:30
Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30
Telur Rio Tinto tilbúið að stanga Landsvirkjun Hótun um lokun álversins í Straumsvík beinist í raun að Landsvirkjun til að þrýsta á um lækkun orkuverðs. 4. desember 2015 21:00
Náðu ekki samningum við Landsvirkjun um viðbótarorku Elkem Ísland lækkar álag á ofnum í verksmiðjunni. 14. desember 2015 18:09
Alcan sagt vilja losna við raforkukaup Fundi fulltrúa starfsmanna álversins í Straumsvík með fulltrúum fyrirtækisins hjá ríkissáttasemjara var slitið í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Byrjað verður að loka álverinu að óbreyttu. 1. desember 2015 07:00
Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30