Um draum um straum, byggðajafnrétti eða sjálfstæði 19. desember 2015 07:00 Árið 1984 var vinnu við hringtengingu háspennulínu í kringum landið lokið. Við sama tækifæri sagði þáverandi forsætisráðherra að næsta verkefni væri að koma Vestfjörðum í hringsamband. Gott ef hann nefndi ekki mögulega atvinnuuppbyggingu í leiðinni sem því myndi fylgja. Svo leið tíminn. Fólkið beið og tíminn leið. Árið 2015 er farið að sjá í endann á sjálfu sér og ef guð lofar tekur árið 2016 við. Og við höldum áfram að ströggla. Kveinum þegar rafmagnslaust er. Þusum þegar þolanlegt er. En erum aldrei jafnfætis öðrum landshlutum þegar kemur að grunngerð og stoðkerfi. Aldrei. Krafa Vestfirðinga er einföld og skýr: Við viljum búa við sömu tækifæri, sömu grunngerð og sama stoðkerfi og aðrir landshlutar. Ölmusur afþakkaðar. Jafnræðis krafist. Byggðajafnréttis! Í samþykktri ályktun á síðasta Fjórðungsþingi Vestfjarða kom eftirfarandi fram: „60. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Patreksfirði 2.-3. október 2015 krefst þess að ríkisstjórn og Alþingi leggi strax til sérstakt fjármagn til að vinna kerfisáætlun fyrir raforku- og gagnaflutninga á Vestfjörðum. Meginmarkmiðið er að tengja virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, og aðra hugsanlega virkjunarkosti í Ísafjarðardjúpi, við öll byggðarlög á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár verður þannig forsenda nýrrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu um leið og afhendingaröryggi raforku er tryggt.“ Gamalt og grautfúið dreifikerfi Setjum ályktunina inn í vestfirskan raunveruleika. Vestfirðir búa við mikið magn fjölbreyttra náttúruauðlinda. Ein þeirra er kalkþörungur. Lifandi rauðbleik vera sem þrífst m.a. í Ísafjarðardjúpi. Með tímanum situr eftir hvít stoðgrind sem er rík af kalki og öðrum steinefnum. Ný verðmæti, ný störf og ný tækifæri. Nú eru menn og fjárfestar tilbúnir að virkja þessa auðlind, fjárfesta í henni, skapa verðmæti og störf. Svæði sem sárlega vantar hagvöxt, verðmætasköpun og jákvæða íbúaþróun og býr við seilingarfjarlægð við auðlindina. Er ekki lausnin fundin? Það er allt klárt. Stærsta einstaka fjárfesting inn á vestfirskt efnahagssvæði um áratugabil. Sennilega sú stærsta í sögunni. Nei. Stutta svarið er það að Vestfirðir búa ekki við sömu aðstæður og aðrir landshlutar. Vestfirðir búa ekki við einfaldar grunnaðstæður til að vinna úr sínum eigin auðlindum. Það vantar að tryggja afhendingu raforku. Verkefnið þarf mest 10 MW. Í Álftafirði, Súðavík er ekki hægt að afhenda nægilega raforku. Dreifikerfið er getulaust, gamalt og grautfúið. Þessi náttúruhreina guðsgjöf sem við Íslendingar eigum svo nóg af að ef við viljum selja restina til Bretlands er það ekkert mál. Það virðast allir eiga nóg nema Vestfirðir…og Bretland. En menn eru samt að ræða úrlausnir fyrir Bretana. Það er ekki hægt að tryggja afhendingu á 10 MW til vinnslunnar. Þar stranda vestfirsk verðmæti, vestfirskur hagvöxtur og vestfirsk störf. 10 MW! Setjum 10 MW í samhengi. Sveitarfélög á Norðurlandi vestra vinna að álversverkefni. Orkuþörf verkefnisins er 206 MW. Hvernig geta menn verið svona brattir með orkukrefjandi verkefni? Jú, þeir búa við sambærilega grunngerð og meirihluti landsmanna, lesist, allir aðrir en Vestfirðingar, og því eiga þeir möguleika á að afhenda þetta magn. Ég fagna því og krefst þess sama. Að tengjast orkulandsneti Íslands í báðar áttir, að búa við sambærilegt dreifikerfi og eiga sama möguleika á atvinnuuppbyggingu sem nýtir vestfirskar auðlindir í sinni sköpun er ekki áskorun til stjórnvalda, heldur valkostur. Það eða vestfirskt sjálfstæði. Vestfirskt sjálfstæði?… … eða bylting í byggðajafnrétti sem hefst á hringtengingu háspennulínu til Vestfjarða samhliða virkjunarframkvæmdum í Hvalá og vonandi tengdum virkjunum. Byrjum á rafmagninu og svo bíða aðrir málaflokkar spenntir eftir úrlausn. Mér er alvara og þekki tæplega 7 þúsund aðra sem eru að hugsa það sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur G. Markan Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Árið 1984 var vinnu við hringtengingu háspennulínu í kringum landið lokið. Við sama tækifæri sagði þáverandi forsætisráðherra að næsta verkefni væri að koma Vestfjörðum í hringsamband. Gott ef hann nefndi ekki mögulega atvinnuuppbyggingu í leiðinni sem því myndi fylgja. Svo leið tíminn. Fólkið beið og tíminn leið. Árið 2015 er farið að sjá í endann á sjálfu sér og ef guð lofar tekur árið 2016 við. Og við höldum áfram að ströggla. Kveinum þegar rafmagnslaust er. Þusum þegar þolanlegt er. En erum aldrei jafnfætis öðrum landshlutum þegar kemur að grunngerð og stoðkerfi. Aldrei. Krafa Vestfirðinga er einföld og skýr: Við viljum búa við sömu tækifæri, sömu grunngerð og sama stoðkerfi og aðrir landshlutar. Ölmusur afþakkaðar. Jafnræðis krafist. Byggðajafnréttis! Í samþykktri ályktun á síðasta Fjórðungsþingi Vestfjarða kom eftirfarandi fram: „60. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Patreksfirði 2.-3. október 2015 krefst þess að ríkisstjórn og Alþingi leggi strax til sérstakt fjármagn til að vinna kerfisáætlun fyrir raforku- og gagnaflutninga á Vestfjörðum. Meginmarkmiðið er að tengja virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, og aðra hugsanlega virkjunarkosti í Ísafjarðardjúpi, við öll byggðarlög á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár verður þannig forsenda nýrrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu um leið og afhendingaröryggi raforku er tryggt.“ Gamalt og grautfúið dreifikerfi Setjum ályktunina inn í vestfirskan raunveruleika. Vestfirðir búa við mikið magn fjölbreyttra náttúruauðlinda. Ein þeirra er kalkþörungur. Lifandi rauðbleik vera sem þrífst m.a. í Ísafjarðardjúpi. Með tímanum situr eftir hvít stoðgrind sem er rík af kalki og öðrum steinefnum. Ný verðmæti, ný störf og ný tækifæri. Nú eru menn og fjárfestar tilbúnir að virkja þessa auðlind, fjárfesta í henni, skapa verðmæti og störf. Svæði sem sárlega vantar hagvöxt, verðmætasköpun og jákvæða íbúaþróun og býr við seilingarfjarlægð við auðlindina. Er ekki lausnin fundin? Það er allt klárt. Stærsta einstaka fjárfesting inn á vestfirskt efnahagssvæði um áratugabil. Sennilega sú stærsta í sögunni. Nei. Stutta svarið er það að Vestfirðir búa ekki við sömu aðstæður og aðrir landshlutar. Vestfirðir búa ekki við einfaldar grunnaðstæður til að vinna úr sínum eigin auðlindum. Það vantar að tryggja afhendingu raforku. Verkefnið þarf mest 10 MW. Í Álftafirði, Súðavík er ekki hægt að afhenda nægilega raforku. Dreifikerfið er getulaust, gamalt og grautfúið. Þessi náttúruhreina guðsgjöf sem við Íslendingar eigum svo nóg af að ef við viljum selja restina til Bretlands er það ekkert mál. Það virðast allir eiga nóg nema Vestfirðir…og Bretland. En menn eru samt að ræða úrlausnir fyrir Bretana. Það er ekki hægt að tryggja afhendingu á 10 MW til vinnslunnar. Þar stranda vestfirsk verðmæti, vestfirskur hagvöxtur og vestfirsk störf. 10 MW! Setjum 10 MW í samhengi. Sveitarfélög á Norðurlandi vestra vinna að álversverkefni. Orkuþörf verkefnisins er 206 MW. Hvernig geta menn verið svona brattir með orkukrefjandi verkefni? Jú, þeir búa við sambærilega grunngerð og meirihluti landsmanna, lesist, allir aðrir en Vestfirðingar, og því eiga þeir möguleika á að afhenda þetta magn. Ég fagna því og krefst þess sama. Að tengjast orkulandsneti Íslands í báðar áttir, að búa við sambærilegt dreifikerfi og eiga sama möguleika á atvinnuuppbyggingu sem nýtir vestfirskar auðlindir í sinni sköpun er ekki áskorun til stjórnvalda, heldur valkostur. Það eða vestfirskt sjálfstæði. Vestfirskt sjálfstæði?… … eða bylting í byggðajafnrétti sem hefst á hringtengingu háspennulínu til Vestfjarða samhliða virkjunarframkvæmdum í Hvalá og vonandi tengdum virkjunum. Byrjum á rafmagninu og svo bíða aðrir málaflokkar spenntir eftir úrlausn. Mér er alvara og þekki tæplega 7 þúsund aðra sem eru að hugsa það sama.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar