Umfjöllun og viðtöl: Afturelding 19-27 Valur | Hlynur Morthens skellti í lás og henti lyklinum Tryggvi Páll Tryggvason í N1-höllinni skrifar 3. desember 2015 21:30 Davíð Svansson ver mark Mosfellinga. vísir/vilhelm Valsmenn unnu þægilegan sigur á heimamönnum í Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld. Hlynur Morthens og Guðmundur Hólmar Helgason drógu vagninn en heimamenn í Aftureldingu áttu fá svör við markvörslum Hlyns sem varði 22 bolta í kvöld. Þetta var annar sigurleikurinn hjá Val í röð í deildinni sem eru komnir a sigurbrautina eftir brösugt gengi undanfarnar vikur. Mosfellingar komust aldrei í takt við leikinn fyrir utan upphafsmínúturnar og sitja því enn í sínu sæti um miðja deild. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en Valsmenn áttu í svolitlum erfiðleikum með 5+1 vörn heimamanna með Gunnar Kristinn Þórsson fremstan í flokki. Það breyttist þó allt eftir um tíu mínútna leik þegar þeir fundu lausnina, aftur og aftur tókst þeim að opna á Svein Aron Sveinsson í vinstra horninu sem skoraði þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks. Með því sigldi Valur fram úr og leit vart til baka. Hlynur Morthens skellti gjörsamlega í lás og þegar flautað var til hálfleiks var hann með 13 varða bolta. Valsmenn spiluðu gífurlega öflugan varnarleik sem neyddi heimamenn aftur og aftur í að taka erfið skot sem voru auðveld fyrir Hlyn. Leikurinn kláraðist endanlega á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks en Mosfellingar skoruðu ekki mark þangað til að Einar Andri Einarsson, þjálfari þeirra, tók leikhlé á 39. mínútu. Eftir það skiptu heimamenn tímabundið upp um gír og settu þrjú mörk í röð en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill enda komst Valur í 8-14 á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Guðmundur Hólmar Guðmundsson dró vagnin hjá Valsmönnum í sókninni ásamt hornamanninum Sveini Aroni Sveinssyni en þeir félagar voru markahæstir með sjö og átta mörk. Hjá heimamönnum var Jóhann Jóhannson afkastamestur með fjögur mörk en hann var á köflum sá eini sem þorði að taka af skarið hjá Aftureldingu. Valsmenn jöfnuðu því Hauka að stigum í efsta sæti deildarinnar en Hafnfirðingarnir eiga þó leiki til góða. Afturelding siglir lygnan sjó um miðja deild með stigin sín fimmtán en gætu þó farið að sækja á þegar stórskyttan Jóhann Gunnar Einarsson fer að taka fullan þátt í leik liðsins eftir erfið meiðsli. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni í kvöld og það munar um minna.Einar Andri: Óásættanleg frammistaðaÞjálfari Aftureldingar var ekki par sáttur við sína menn enda máttu blaðamenn bíða eftir honum í dágóðan tíma á meðan hann messaði yfir leikmönnum sínum inn í klefa eftir leik. „Við vorum bara að spjalla,“ sagði Einar Andri þegar hann var spurður að því hvað hann hafi sagt við leikmenn sína. „Ég var að leita að svörum frá strákunum um hvað hefði farið úrskeiðis í dag.“ Sóknarleikurinn er líklega svarið en tvisvar í leiknum skoruðu leikmenn Aftureldingar ekki mark í um 8-9 mínútur. „Við bökkuðum undan hörkunni í Valsmönnum. Við þorðum varla að fara í langskotin og þau sem við fórum í voru vandræðaleg,“ en Hlynur Morthens markmaður Vals átti afskaplega góðan dag í dag með 22 bolta varða. „Valsararnir voru miklu betri og höfðu lausnir við öllu því sem við vorum að gera. Spilamennskan var þannig í dag að við vörum arfa lélegir og ekki klárir í leikinn. Það er óásættanlegt.“ Stórskyttan Jóhann Gunnar Einarsson spilaði sínar fyrstu mínútur í Olís-deild karla á tímabilinu en hann var einn besti leikmaður Aftureldingar á síðasta tímabili enda skoraði hann 118 mörk í 25 leikjum. Hann hefur glímt við meiðsli en Einar Andri býst ekki við honum af fullum krafti fyrir jól. „Hann kemur inn í þetta hægt og rólega. Við eigum þrjá leiki eftir fyrir jól en hann verður ekki kominn inn í þetta almennilega fyrr en eftir áramót.“Óskar Bjarni: Besti varnarleikur okkar á tímabilinuÞjálfari Valsmanna var að vonum ánægður með sína menn enda spiluðu þeir af miklum krafti, svo miklum krafti að andstæðingurinn hafði fá svör við leik Vals í kvöld. „Við vorum magnaðir í dag og varnarleikurinn í dag var líklega sá besti í vetur. Hérna vorum við að spila handbolta.“ Hlynur Morthens gjörsamlega lokaði markinu en athygli vakti að hann spilaði meiddur í dag en hann æfði ekkert í vikunni sem kom reyndar ekkert að sök. „Hlynur segist alltaf vera bestur þegar hann er ekki að æfa. Hnn sýndi það í dag. Hann meiddist í síðasta leik og hefur ekkert æft með okkur en hann var alveg frábær.“ Að mati Óskars voru það fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks sem skópu sigurinn en Mosfellingar skoruðu ekki eitt mark á því tímabili. „Við vorum með forskot og fyrstu tíu mínúturnar í seinni skipta oft máli og það sýndi sig í dag. Við lokuðum alveg á þá og þegar komu aftur til baka eftir leikhléið héldum við forystunni með því að skora alltaf til baka á þá,“ sagði Óskar Bjarni að lokum skælbrosandi. Olís-deild karla Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Körfubolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Sjá meira
Valsmenn unnu þægilegan sigur á heimamönnum í Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld. Hlynur Morthens og Guðmundur Hólmar Helgason drógu vagninn en heimamenn í Aftureldingu áttu fá svör við markvörslum Hlyns sem varði 22 bolta í kvöld. Þetta var annar sigurleikurinn hjá Val í röð í deildinni sem eru komnir a sigurbrautina eftir brösugt gengi undanfarnar vikur. Mosfellingar komust aldrei í takt við leikinn fyrir utan upphafsmínúturnar og sitja því enn í sínu sæti um miðja deild. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en Valsmenn áttu í svolitlum erfiðleikum með 5+1 vörn heimamanna með Gunnar Kristinn Þórsson fremstan í flokki. Það breyttist þó allt eftir um tíu mínútna leik þegar þeir fundu lausnina, aftur og aftur tókst þeim að opna á Svein Aron Sveinsson í vinstra horninu sem skoraði þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks. Með því sigldi Valur fram úr og leit vart til baka. Hlynur Morthens skellti gjörsamlega í lás og þegar flautað var til hálfleiks var hann með 13 varða bolta. Valsmenn spiluðu gífurlega öflugan varnarleik sem neyddi heimamenn aftur og aftur í að taka erfið skot sem voru auðveld fyrir Hlyn. Leikurinn kláraðist endanlega á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks en Mosfellingar skoruðu ekki mark þangað til að Einar Andri Einarsson, þjálfari þeirra, tók leikhlé á 39. mínútu. Eftir það skiptu heimamenn tímabundið upp um gír og settu þrjú mörk í röð en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill enda komst Valur í 8-14 á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Guðmundur Hólmar Guðmundsson dró vagnin hjá Valsmönnum í sókninni ásamt hornamanninum Sveini Aroni Sveinssyni en þeir félagar voru markahæstir með sjö og átta mörk. Hjá heimamönnum var Jóhann Jóhannson afkastamestur með fjögur mörk en hann var á köflum sá eini sem þorði að taka af skarið hjá Aftureldingu. Valsmenn jöfnuðu því Hauka að stigum í efsta sæti deildarinnar en Hafnfirðingarnir eiga þó leiki til góða. Afturelding siglir lygnan sjó um miðja deild með stigin sín fimmtán en gætu þó farið að sækja á þegar stórskyttan Jóhann Gunnar Einarsson fer að taka fullan þátt í leik liðsins eftir erfið meiðsli. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni í kvöld og það munar um minna.Einar Andri: Óásættanleg frammistaðaÞjálfari Aftureldingar var ekki par sáttur við sína menn enda máttu blaðamenn bíða eftir honum í dágóðan tíma á meðan hann messaði yfir leikmönnum sínum inn í klefa eftir leik. „Við vorum bara að spjalla,“ sagði Einar Andri þegar hann var spurður að því hvað hann hafi sagt við leikmenn sína. „Ég var að leita að svörum frá strákunum um hvað hefði farið úrskeiðis í dag.“ Sóknarleikurinn er líklega svarið en tvisvar í leiknum skoruðu leikmenn Aftureldingar ekki mark í um 8-9 mínútur. „Við bökkuðum undan hörkunni í Valsmönnum. Við þorðum varla að fara í langskotin og þau sem við fórum í voru vandræðaleg,“ en Hlynur Morthens markmaður Vals átti afskaplega góðan dag í dag með 22 bolta varða. „Valsararnir voru miklu betri og höfðu lausnir við öllu því sem við vorum að gera. Spilamennskan var þannig í dag að við vörum arfa lélegir og ekki klárir í leikinn. Það er óásættanlegt.“ Stórskyttan Jóhann Gunnar Einarsson spilaði sínar fyrstu mínútur í Olís-deild karla á tímabilinu en hann var einn besti leikmaður Aftureldingar á síðasta tímabili enda skoraði hann 118 mörk í 25 leikjum. Hann hefur glímt við meiðsli en Einar Andri býst ekki við honum af fullum krafti fyrir jól. „Hann kemur inn í þetta hægt og rólega. Við eigum þrjá leiki eftir fyrir jól en hann verður ekki kominn inn í þetta almennilega fyrr en eftir áramót.“Óskar Bjarni: Besti varnarleikur okkar á tímabilinuÞjálfari Valsmanna var að vonum ánægður með sína menn enda spiluðu þeir af miklum krafti, svo miklum krafti að andstæðingurinn hafði fá svör við leik Vals í kvöld. „Við vorum magnaðir í dag og varnarleikurinn í dag var líklega sá besti í vetur. Hérna vorum við að spila handbolta.“ Hlynur Morthens gjörsamlega lokaði markinu en athygli vakti að hann spilaði meiddur í dag en hann æfði ekkert í vikunni sem kom reyndar ekkert að sök. „Hlynur segist alltaf vera bestur þegar hann er ekki að æfa. Hnn sýndi það í dag. Hann meiddist í síðasta leik og hefur ekkert æft með okkur en hann var alveg frábær.“ Að mati Óskars voru það fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks sem skópu sigurinn en Mosfellingar skoruðu ekki eitt mark á því tímabili. „Við vorum með forskot og fyrstu tíu mínúturnar í seinni skipta oft máli og það sýndi sig í dag. Við lokuðum alveg á þá og þegar komu aftur til baka eftir leikhléið héldum við forystunni með því að skora alltaf til baka á þá,“ sagði Óskar Bjarni að lokum skælbrosandi.
Olís-deild karla Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Körfubolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Sjá meira