Kaldlyndir strákar og niðurlægðar stúlkur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 5. desember 2015 09:30 Ástrós Erla vill meiri kynfræðslu sem vörn gegn skaðlegum áhrifum grófs kláms á ungmenni. Hvaða skilaboð sendir klám um kynlíf, konur, karla og sambönd? Hver eru áhrif þess á börn og unglinga? Er klámvæðingin komin til að vera? Hvernig er hún að þróast? Ástrós Erla Benediktsdóttir og Þórður Kristinsson eru sérfróð um áhrif kláms á ungmenni og eru sammála um að aukin kynfræðsla sé algjör nauðsyn.Brengluð skilaboð Í grófu klámi er hægt að finna ýmis brengluð skilaboð sem eiga sér ekki stoð í veruleikanum,“ segir Ástrós Erla Benediktsdóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. „Skilaboðin geta verið dulin eða sýnileg. Skilaboðin gefa til dæmis hugmyndir kynhegðun, kynheilbrigði, líkamsmynd og samskipti milli kynja. Mörg þessara skilaboða eiga ekki við í raunveruleikanum. Þar má nefna dæmi um að konur eru í flestum klámmyndum alltaf til í kynlíf og fá alltaf fullnægingu, jafnvel þótt það virðist vont eða niðurlægjandi. Einnig eru karlmenn oft sýndir kaldlyndir þar sem lítil virðing og ást er sýnd til kvenna í grófu klámi.“Kærleikssnautt viðhorfÁstrós Erla vann lokaverkefni sitt í BA-námi í félagsráðgjöf um útbreiðslu kláms og hugsanleg áhrif þess, þá sérstaklega á börn og ungmenni. Í dag vinnur hún að meistaraprófsritgerð sinni í félagsráðgjöf undir leiðsögn Freydísar Jónu Freysteinsdóttur (MSW, PhD), dósents í félagsráðgjöf. Í ritgerðinni skoðar hún kynhegðun, kynheilbrigði og klámáhorf íslenskra ungmenna og kannar meðal annars hversu mikið klámáhorf er hér á landi, hvar ungmenni nálgast klám og hve mikið þau horfa á það. Einnig er skoðað hvort klám hafi áhrif á ýmsa þætti í lífi einstaklinga t.d. eins og líkamsímynd og hamingju. Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur þeirra sem horfa á klám í fyrsta skipti er um 11 ára. Í ritgerð Ástrósar Erlu kemur einnig fram að rannsóknir hafi sýnt að klámáhorf snemma á æviskeiðinu getur komið í veg fyrir að kynvitund mótist eðlilega og að hætta sé á að viðhorf einstaklings verði virðingar- og/eða kærleikssnautt. „Rannsóknir sýndu að börn sem hafa séð klám geta upplifað kvíða eftir á og jafnvel vanlíðan,“ segir Ástrós Erla. „Aðgengi að klámi hefur aukist mjög síðustu áratugi með tölvuvæðingunni. Mikilvægt er að foreldrar séu meðvitaðir um hversu mikið af klámi er á netinu og hversu auðvelt er að nálgast það. Maður er t.d. farin að sjá börn í leikskóla leika sér með síma og ég tel að það séu ekki allir foreldrar sem fatta að setja netsíur til að verja börnin gegn klámi.“Klámvæðingin ekki stöðvuðÁstrós Erla segir útbreiðslu kláms sífellt að aukast, þar að auki hafi klám orðið sífellt hversdagslegra og viðurkenndara með tölvuvæðingunni. „Klám er ekki aðeins að finna á internetinu en einnig í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tónlistarmyndböndum, tímaritum, auglýsingum, fjölmiðlum og margt fleira. Klámfengið efni sem kemur fram í tónlistarmyndböndum og öðru sjónvarpsefni er oft flokkað sem mjúkt eða erótískt klám. Mikið af því klámefni sem hægt er að finna á internetinu er mjög gróft og afbrigðilegt frá „hefðbundnu“ kynlífi. Klámvæðinguna er líklegast ekki hægt að stöðva og því tel ég mikilvægt að nýta fræðslu og forvarnir til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif.“Klám er margs konar Rannsóknir hafa sýnt að karlmenn sækjast fremur eftir því að horfa á klám en konur. „Flestir hafa séð klám, bæði konur og karlar, en rannsóknir hafa sýnt að karlar horfa meira og oftar á það en konur. Klám er margs konar og hefur margs konar áhrif á fólk sem getur bæði verið flokkað sem jákvætt og neikvætt,“ tekur hún fram. „Sumir nota klám til að fá hugmyndir um nýja hluti sem þá langar að prófa í kynlífi og eru forvitnir um. Rannsóknir hafa sýnt að ungmenni sem horfa á klám eru líkleg til að prófa endaþarmsmök, kynlíf með fleirum en einum aðila eða eiga fleiri bólfélaga yfir ævina. Ég tel að mörg ungmenni prófi ýmislegt sem þau sjá í klámi sem þau hefðu jafnvel annars ekki prófað. Þar má nefna að í klámefni á netinu má finna mikið um endaþarmsmök, hópkynlíf og „cum shots“ þar sem karlmaður brundar yfir konuna, þá í andlit, munn eða líkama. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að mikið klámáhorf getur haft áhrif á getu einstaklinga til að tengjast öðrum og halda sér í sambandi. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að bæði mikill sýnileiki kláms í umhverfinu og klámáhorf geti haft slæm áhrif á sjálfsmynd og líkamsímynd ungmenna. Einnig getur það haft áhrif á kynhegðun og kynferðislega örvun einstaklinga. Í heimildamynd um klámfíkla kom fram að klámáhorf hafði mikil áhrif á kynhegðun þeirra og getu til kynferðislegrar örvunar. Kynlífið þurfti t.d. að vera mjög afbrigðilegt eða gróft til að það veitti þeim örvun og var því lítið um tilfinningar eða nánd í sambandi þeirra við kynlífsfélaga.“Þarf öflugri kynfræðsluKynfræðslu þyrfti að efla að mati Ástrósar Erlu. Þá ekki aðeins til ungmenna heldur einnig til almennings. „Það er einhver kynfræðsla í boði í skólum, en ekki næg. Það þarf að tala meira um kynlíf og klám og aðstoða ungt fólk við að greina á milli kláms og veruleika. Einnig er mikilvægt að tala um hvernig á að efla góð samskipti, jafnrétti, nánd og tilfinningar. Það hafa nokkrar rannsóknir sýnt að ungmenni leita í klám ef þau þurfa upplýsingar eða fræðslu um kynferðislegar athafnir. Mikilvægt er að þau geri sér grein fyrir hvað á við í raunveruleikanum og hvað ekki. Það er því mikilvægt að við í þjóðfélaginu, skólar, foreldrar og fleiri, séum til staðar og veitum þeim fræðslu um þessi efni. Það er til svo mikið af góðum myndböndum á netinu þar sem meðal annars er frætt um muninn á klámi og veruleika sem hægt væri að nota. Kynfræðsla þar sem kennt er um samskipti kynja, kynhegðun, kynþroska, kynheilbrigði og klám ætti að mínu mati að vera skyldufag bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Ég er nú að kanna þörfina á slíkri fræðslu og kanna hvernig staðan er hjá íslenskum ungmennum í meistararitgerð minni. Þegar ungmenni eru á kynþroskaskeiðinu og eru að þróa kynvitund sína, viðhorf sín til kynlífs og fleira er mikilvægt að þau fái fræðslu sem stuðlar að góðu kynheilbrigði. Við þurfum t.d. að tryggja að ef ungmenni horfa á klám, fái þau fræðslu um hvað er talið hefðbundið eða normal í kynlífi svo þau geta miðað sig út frá því. Ef þau hafa góð viðmið, eru þau líklegri til að geta greint sjálf milli þess sem kemur fram í klámi og raunveruleikans.“ Þórður Kristinsson segir mikilvægt að taka umræðu um klám. Visir/StefánGerendur fá innblástur frá klámiÞórður Kristinsson, mannfræðingur og kennari við Kvennaskólann, segir vera mun á klámvæðingu og klámmenningu. Hið fyrrnefnda er það þegar áhrif kláms smeygja sér inn í menningu okkar. „Klámmenningin hefur verið í uppsveiflu núna samanber rannsókn frá 2010 sem sýndi að íslenskir unglingsdrengir ættu Norðurlandamet í klámnotkun,“ segir Þórður. „Tengingin er kannski þessi að með klámvæðingunni þá þykir klám og klámneysla sjálfsagðari. Þó að við séum að sjá merki kláms í almennri menningu, þá er meginstraumsklámið orðið miklu grófara en það var fyrir fimm, tíu eða fimmtán árum,“ segir hann. Þórður segir mikilvægt að taka umræðuna um klám við ungmenni og ræða til að mynda um muninn á erótík og klámi og hvers vegna mikið af umræðunni snýst um að fólk er ekki að tala um sömu hlutina. Það eru til margar mismunandi skilgreiningar þar sem klám er aðgreint frá erótík og er þar helst að telja að í klámi felist einhver niðurlæging og misnotkun án þess að slík hegðun sé gagnrýnd. „Í því sem við köllum meginstraumsklám er niðurlæging og ofbeldi orðið eðlilegt. Og sársauki þess sem er riðið, konunnar, virðist vera það sem á að vera kynæsandi. Sú skilgreining sem við notum á klámi, felur í sér að í klámi sé niðurlæging. Allt annað er erótík. Ef þau fá ekki mótvægi við þessa „kynfræðslu“ sem þau eru að sækja sér sjálf í gegnum klámið þá getur það haft þau áhrif að þau haldi að fullt af hlutum sem þau sjá í klámi sé í lagi.“ Hann segir ýmsar ranghugmyndir geta falist í þessu og klám geti verið skaðlegt. „Það getur verið það. Ef þú sérð hugmyndir sem þú heldur að sé svakalega sniðugt að prófa en virðir ekki mörk manneskjunnar sem þú stundar kynlíf með þá er það skaðlegt fyrir báða aðila. Síðan er það þessi litli hluti sem ánetjast klámi. Klám er notað við persónulegar aðstæður, í þessum aðstæðum leysast út boðefni sem eiga að notast við að byggja upp tilfinningaleg tengsl en sé það notað svona þá byggjast upp þessi tengsl við klám. Miðað við það sem við sjáum hjá Neyðarmóttöku vegna nauðgana hjá Landspítala og Stígamótum þá virðast gerendur í kynferðisafbrotamálum fá mikinn innblástur úr klámi. Við höfum rannsóknir sem sýna að ungt fólk er orðið miklu tilraunaglaðara og er að sækja sér hugmyndir í klámið. Hvort það sé neikvæð eða jákvæð þróun er svo spurning en það er allavega augljóst að þessi tilraunagleði helst ekki í hendur við meiri samskipti við þá sem eru að taka þátt í kynlífsathöfnum. Það er gengið út frá því að allir séu alltaf tilbúnir,“ segir hann. Þórður segir augljóst að betur megi gera í kynfræðslu fyrir ungmenni. Sums staðar sé vel staðið að málum en víða sé henni ábótavant. „Við erum búin að vera að færast aðeins í áttina með átökum eins og til dæmis Fáðu já en ég held við þurfum að taka alla kynfræðslu miklu fastari tökum. Það er hægt að matreiða svona kennslu fyrir yngri börn. Það eru margir að gera þetta vel en alls ekki allir. Það þyrfti einhver að taka þetta til og samræma,“ segir hann og nefnir að unglingum finnist oft vanta meiri fræðslu. „Ég held að akkúrat sú hugmynd að þú verðir að fá samþykki sé mjög eftirsóknarverð,“ segir hann.Björt Ólafsdóttir þingkona Bjartrar framtíðar hefur barist fyrir því að það sé refsað fyrir dreifingu, vörslu og sköpun hefndarkláms.Vísir/StefánKlám sem kúgunartækiÞeir sem eru eldri skilja kannski verr þennan veruleika sem samfélagsmiðlar og aukin allrahanda netnotkun hefur fært okkur,“segir Björt Ólafsdóttir þingkona Bjartrar framtíðar. Björt er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á almennum hegningarlögum sem miða að því að gera birtingu, vörslu og sköpun hefndarkláms refsiverðar. Mál hennar hefur ekki enn verið sett á dagskrá Alþingis og Björtu finnst það skjóta skökku við. Það sé ljóst að eining sé um málið þvert á flokka og það verði samfélaginu til góða að lögin nái utan um glæpi af þessu tagi. „Forseti Alþingis hefur ekki enn sett málið á dagskrá þrátt fyrir málaþurrð stjórnarliða.“ Hún segir ljóst að klámvæðingin hafi áhrif á þróun glæpa á borð við hefndarklám. „Ég held að það sé alveg ljóst að mörkin eru að færast til. Klámneysla hefur áhrif á það hvað fólk álítur vera eðlilegt kynlíf. Ekki ætla ég að ákveða hvað venjulegt kynlíf er en það er sorglegt að vita af því að fólk færir mörkin lengra en því þykir þægilegt.“ Lögreglu hafa borist tvær tilkynningar á síðustu tveimur árum um tilvik þar sem hefndarklám er notað til kúgunar, hvort sem það er til að fá viðkomandi til að samþykkja kynferðislegt samneyti eða láta af hendi fjármuni. „Það er áríðandi að taka á þessu sem fyrst. Ef að klámefni er dreift um ungt fólk undir lögaldri þá má flokka það undir barnaklám. En lögin ná ekki utan um glæpi sem snerta ungt fólk yfir lögaldri.“Rótin kúgunBjört segir helst ungar konur verða fyrir barðinu á hefndarklámi. Rótin sé kúgun. „Þetta eru bara nýjar leiðir til að setja fólk niður og innblásnar af klámi. Þetta er hatursáróður um manneskjur. Við verðum alltaf að vera á tánum, það spretta upp nýjar og nýjar leiðir. Þetta er grasserandi og meiðandi. Verðum að flýta okkur að koma böndum á þessa glæpi áður en þeir skaða fleira fólk.“ Fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á hefndarklámi hefur sett sig í samband við Björtu. „Fólk er hissa á því að það sé ekkert búið að gera. Ef það er ekki refsivert að deila og dreifa hefndarklámi þá linnir því ekki. Það er ekki boðlegt. Skömmin á að vera þeirra.“ Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Hvaða skilaboð sendir klám um kynlíf, konur, karla og sambönd? Hver eru áhrif þess á börn og unglinga? Er klámvæðingin komin til að vera? Hvernig er hún að þróast? Ástrós Erla Benediktsdóttir og Þórður Kristinsson eru sérfróð um áhrif kláms á ungmenni og eru sammála um að aukin kynfræðsla sé algjör nauðsyn.Brengluð skilaboð Í grófu klámi er hægt að finna ýmis brengluð skilaboð sem eiga sér ekki stoð í veruleikanum,“ segir Ástrós Erla Benediktsdóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. „Skilaboðin geta verið dulin eða sýnileg. Skilaboðin gefa til dæmis hugmyndir kynhegðun, kynheilbrigði, líkamsmynd og samskipti milli kynja. Mörg þessara skilaboða eiga ekki við í raunveruleikanum. Þar má nefna dæmi um að konur eru í flestum klámmyndum alltaf til í kynlíf og fá alltaf fullnægingu, jafnvel þótt það virðist vont eða niðurlægjandi. Einnig eru karlmenn oft sýndir kaldlyndir þar sem lítil virðing og ást er sýnd til kvenna í grófu klámi.“Kærleikssnautt viðhorfÁstrós Erla vann lokaverkefni sitt í BA-námi í félagsráðgjöf um útbreiðslu kláms og hugsanleg áhrif þess, þá sérstaklega á börn og ungmenni. Í dag vinnur hún að meistaraprófsritgerð sinni í félagsráðgjöf undir leiðsögn Freydísar Jónu Freysteinsdóttur (MSW, PhD), dósents í félagsráðgjöf. Í ritgerðinni skoðar hún kynhegðun, kynheilbrigði og klámáhorf íslenskra ungmenna og kannar meðal annars hversu mikið klámáhorf er hér á landi, hvar ungmenni nálgast klám og hve mikið þau horfa á það. Einnig er skoðað hvort klám hafi áhrif á ýmsa þætti í lífi einstaklinga t.d. eins og líkamsímynd og hamingju. Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur þeirra sem horfa á klám í fyrsta skipti er um 11 ára. Í ritgerð Ástrósar Erlu kemur einnig fram að rannsóknir hafi sýnt að klámáhorf snemma á æviskeiðinu getur komið í veg fyrir að kynvitund mótist eðlilega og að hætta sé á að viðhorf einstaklings verði virðingar- og/eða kærleikssnautt. „Rannsóknir sýndu að börn sem hafa séð klám geta upplifað kvíða eftir á og jafnvel vanlíðan,“ segir Ástrós Erla. „Aðgengi að klámi hefur aukist mjög síðustu áratugi með tölvuvæðingunni. Mikilvægt er að foreldrar séu meðvitaðir um hversu mikið af klámi er á netinu og hversu auðvelt er að nálgast það. Maður er t.d. farin að sjá börn í leikskóla leika sér með síma og ég tel að það séu ekki allir foreldrar sem fatta að setja netsíur til að verja börnin gegn klámi.“Klámvæðingin ekki stöðvuðÁstrós Erla segir útbreiðslu kláms sífellt að aukast, þar að auki hafi klám orðið sífellt hversdagslegra og viðurkenndara með tölvuvæðingunni. „Klám er ekki aðeins að finna á internetinu en einnig í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tónlistarmyndböndum, tímaritum, auglýsingum, fjölmiðlum og margt fleira. Klámfengið efni sem kemur fram í tónlistarmyndböndum og öðru sjónvarpsefni er oft flokkað sem mjúkt eða erótískt klám. Mikið af því klámefni sem hægt er að finna á internetinu er mjög gróft og afbrigðilegt frá „hefðbundnu“ kynlífi. Klámvæðinguna er líklegast ekki hægt að stöðva og því tel ég mikilvægt að nýta fræðslu og forvarnir til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif.“Klám er margs konar Rannsóknir hafa sýnt að karlmenn sækjast fremur eftir því að horfa á klám en konur. „Flestir hafa séð klám, bæði konur og karlar, en rannsóknir hafa sýnt að karlar horfa meira og oftar á það en konur. Klám er margs konar og hefur margs konar áhrif á fólk sem getur bæði verið flokkað sem jákvætt og neikvætt,“ tekur hún fram. „Sumir nota klám til að fá hugmyndir um nýja hluti sem þá langar að prófa í kynlífi og eru forvitnir um. Rannsóknir hafa sýnt að ungmenni sem horfa á klám eru líkleg til að prófa endaþarmsmök, kynlíf með fleirum en einum aðila eða eiga fleiri bólfélaga yfir ævina. Ég tel að mörg ungmenni prófi ýmislegt sem þau sjá í klámi sem þau hefðu jafnvel annars ekki prófað. Þar má nefna að í klámefni á netinu má finna mikið um endaþarmsmök, hópkynlíf og „cum shots“ þar sem karlmaður brundar yfir konuna, þá í andlit, munn eða líkama. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að mikið klámáhorf getur haft áhrif á getu einstaklinga til að tengjast öðrum og halda sér í sambandi. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að bæði mikill sýnileiki kláms í umhverfinu og klámáhorf geti haft slæm áhrif á sjálfsmynd og líkamsímynd ungmenna. Einnig getur það haft áhrif á kynhegðun og kynferðislega örvun einstaklinga. Í heimildamynd um klámfíkla kom fram að klámáhorf hafði mikil áhrif á kynhegðun þeirra og getu til kynferðislegrar örvunar. Kynlífið þurfti t.d. að vera mjög afbrigðilegt eða gróft til að það veitti þeim örvun og var því lítið um tilfinningar eða nánd í sambandi þeirra við kynlífsfélaga.“Þarf öflugri kynfræðsluKynfræðslu þyrfti að efla að mati Ástrósar Erlu. Þá ekki aðeins til ungmenna heldur einnig til almennings. „Það er einhver kynfræðsla í boði í skólum, en ekki næg. Það þarf að tala meira um kynlíf og klám og aðstoða ungt fólk við að greina á milli kláms og veruleika. Einnig er mikilvægt að tala um hvernig á að efla góð samskipti, jafnrétti, nánd og tilfinningar. Það hafa nokkrar rannsóknir sýnt að ungmenni leita í klám ef þau þurfa upplýsingar eða fræðslu um kynferðislegar athafnir. Mikilvægt er að þau geri sér grein fyrir hvað á við í raunveruleikanum og hvað ekki. Það er því mikilvægt að við í þjóðfélaginu, skólar, foreldrar og fleiri, séum til staðar og veitum þeim fræðslu um þessi efni. Það er til svo mikið af góðum myndböndum á netinu þar sem meðal annars er frætt um muninn á klámi og veruleika sem hægt væri að nota. Kynfræðsla þar sem kennt er um samskipti kynja, kynhegðun, kynþroska, kynheilbrigði og klám ætti að mínu mati að vera skyldufag bæði í grunnskólum og framhaldsskólum. Ég er nú að kanna þörfina á slíkri fræðslu og kanna hvernig staðan er hjá íslenskum ungmennum í meistararitgerð minni. Þegar ungmenni eru á kynþroskaskeiðinu og eru að þróa kynvitund sína, viðhorf sín til kynlífs og fleira er mikilvægt að þau fái fræðslu sem stuðlar að góðu kynheilbrigði. Við þurfum t.d. að tryggja að ef ungmenni horfa á klám, fái þau fræðslu um hvað er talið hefðbundið eða normal í kynlífi svo þau geta miðað sig út frá því. Ef þau hafa góð viðmið, eru þau líklegri til að geta greint sjálf milli þess sem kemur fram í klámi og raunveruleikans.“ Þórður Kristinsson segir mikilvægt að taka umræðu um klám. Visir/StefánGerendur fá innblástur frá klámiÞórður Kristinsson, mannfræðingur og kennari við Kvennaskólann, segir vera mun á klámvæðingu og klámmenningu. Hið fyrrnefnda er það þegar áhrif kláms smeygja sér inn í menningu okkar. „Klámmenningin hefur verið í uppsveiflu núna samanber rannsókn frá 2010 sem sýndi að íslenskir unglingsdrengir ættu Norðurlandamet í klámnotkun,“ segir Þórður. „Tengingin er kannski þessi að með klámvæðingunni þá þykir klám og klámneysla sjálfsagðari. Þó að við séum að sjá merki kláms í almennri menningu, þá er meginstraumsklámið orðið miklu grófara en það var fyrir fimm, tíu eða fimmtán árum,“ segir hann. Þórður segir mikilvægt að taka umræðuna um klám við ungmenni og ræða til að mynda um muninn á erótík og klámi og hvers vegna mikið af umræðunni snýst um að fólk er ekki að tala um sömu hlutina. Það eru til margar mismunandi skilgreiningar þar sem klám er aðgreint frá erótík og er þar helst að telja að í klámi felist einhver niðurlæging og misnotkun án þess að slík hegðun sé gagnrýnd. „Í því sem við köllum meginstraumsklám er niðurlæging og ofbeldi orðið eðlilegt. Og sársauki þess sem er riðið, konunnar, virðist vera það sem á að vera kynæsandi. Sú skilgreining sem við notum á klámi, felur í sér að í klámi sé niðurlæging. Allt annað er erótík. Ef þau fá ekki mótvægi við þessa „kynfræðslu“ sem þau eru að sækja sér sjálf í gegnum klámið þá getur það haft þau áhrif að þau haldi að fullt af hlutum sem þau sjá í klámi sé í lagi.“ Hann segir ýmsar ranghugmyndir geta falist í þessu og klám geti verið skaðlegt. „Það getur verið það. Ef þú sérð hugmyndir sem þú heldur að sé svakalega sniðugt að prófa en virðir ekki mörk manneskjunnar sem þú stundar kynlíf með þá er það skaðlegt fyrir báða aðila. Síðan er það þessi litli hluti sem ánetjast klámi. Klám er notað við persónulegar aðstæður, í þessum aðstæðum leysast út boðefni sem eiga að notast við að byggja upp tilfinningaleg tengsl en sé það notað svona þá byggjast upp þessi tengsl við klám. Miðað við það sem við sjáum hjá Neyðarmóttöku vegna nauðgana hjá Landspítala og Stígamótum þá virðast gerendur í kynferðisafbrotamálum fá mikinn innblástur úr klámi. Við höfum rannsóknir sem sýna að ungt fólk er orðið miklu tilraunaglaðara og er að sækja sér hugmyndir í klámið. Hvort það sé neikvæð eða jákvæð þróun er svo spurning en það er allavega augljóst að þessi tilraunagleði helst ekki í hendur við meiri samskipti við þá sem eru að taka þátt í kynlífsathöfnum. Það er gengið út frá því að allir séu alltaf tilbúnir,“ segir hann. Þórður segir augljóst að betur megi gera í kynfræðslu fyrir ungmenni. Sums staðar sé vel staðið að málum en víða sé henni ábótavant. „Við erum búin að vera að færast aðeins í áttina með átökum eins og til dæmis Fáðu já en ég held við þurfum að taka alla kynfræðslu miklu fastari tökum. Það er hægt að matreiða svona kennslu fyrir yngri börn. Það eru margir að gera þetta vel en alls ekki allir. Það þyrfti einhver að taka þetta til og samræma,“ segir hann og nefnir að unglingum finnist oft vanta meiri fræðslu. „Ég held að akkúrat sú hugmynd að þú verðir að fá samþykki sé mjög eftirsóknarverð,“ segir hann.Björt Ólafsdóttir þingkona Bjartrar framtíðar hefur barist fyrir því að það sé refsað fyrir dreifingu, vörslu og sköpun hefndarkláms.Vísir/StefánKlám sem kúgunartækiÞeir sem eru eldri skilja kannski verr þennan veruleika sem samfélagsmiðlar og aukin allrahanda netnotkun hefur fært okkur,“segir Björt Ólafsdóttir þingkona Bjartrar framtíðar. Björt er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á almennum hegningarlögum sem miða að því að gera birtingu, vörslu og sköpun hefndarkláms refsiverðar. Mál hennar hefur ekki enn verið sett á dagskrá Alþingis og Björtu finnst það skjóta skökku við. Það sé ljóst að eining sé um málið þvert á flokka og það verði samfélaginu til góða að lögin nái utan um glæpi af þessu tagi. „Forseti Alþingis hefur ekki enn sett málið á dagskrá þrátt fyrir málaþurrð stjórnarliða.“ Hún segir ljóst að klámvæðingin hafi áhrif á þróun glæpa á borð við hefndarklám. „Ég held að það sé alveg ljóst að mörkin eru að færast til. Klámneysla hefur áhrif á það hvað fólk álítur vera eðlilegt kynlíf. Ekki ætla ég að ákveða hvað venjulegt kynlíf er en það er sorglegt að vita af því að fólk færir mörkin lengra en því þykir þægilegt.“ Lögreglu hafa borist tvær tilkynningar á síðustu tveimur árum um tilvik þar sem hefndarklám er notað til kúgunar, hvort sem það er til að fá viðkomandi til að samþykkja kynferðislegt samneyti eða láta af hendi fjármuni. „Það er áríðandi að taka á þessu sem fyrst. Ef að klámefni er dreift um ungt fólk undir lögaldri þá má flokka það undir barnaklám. En lögin ná ekki utan um glæpi sem snerta ungt fólk yfir lögaldri.“Rótin kúgunBjört segir helst ungar konur verða fyrir barðinu á hefndarklámi. Rótin sé kúgun. „Þetta eru bara nýjar leiðir til að setja fólk niður og innblásnar af klámi. Þetta er hatursáróður um manneskjur. Við verðum alltaf að vera á tánum, það spretta upp nýjar og nýjar leiðir. Þetta er grasserandi og meiðandi. Verðum að flýta okkur að koma böndum á þessa glæpi áður en þeir skaða fleira fólk.“ Fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á hefndarklámi hefur sett sig í samband við Björtu. „Fólk er hissa á því að það sé ekkert búið að gera. Ef það er ekki refsivert að deila og dreifa hefndarklámi þá linnir því ekki. Það er ekki boðlegt. Skömmin á að vera þeirra.“
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira