Lentum á bólakafi í krapa og festumst Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2015 10:15 „Ég fer oft í jeppaferðir með fjölskyldunni, leik mér úti í náttúrunni og lendi í ævintýrum,“ segir Heba sem hér er í einni slíkri ferð í Þórsmörk. Vísir/Vilhelm Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Heba Sól Stefánsdóttir og er 11 ára. Hvað er það fyrsta sem þú manst eftir? Ég man í leikskóla þegar vinkona mín var að borða spagettí og það kom spagettí út úr nefinu á henni og ég vildi vera eins og tróð spagettí upp í nefið á mér. Hver er uppáhaldsnámsgreinin þín í skólanum? Stærðfræði. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Það er margt; teikna, mála, föndra, tefla skák, syngja í kór, spila á píanó og vera í blaki en ferðalög með fjölskyldu og vinum, útivera og skíðamennska eru í mestu uppáhaldi. Ég fer oft í jeppaferðir með fjölskyldunni og stundum með pabba í vinnunni. Þá sé ég fullt af nýjum stöðum, er úti að leika í náttúrunni, spila og lendi í ævintýrum. Áttu þér eftirlætisstað á Íslandi? Eiginlega eru þeir margir en einn þeirra er í miklu uppáhaldi, það eru Tindfjöll. Þar eigum við skála og við komum yfirleitt þegar það er snjór og stundum kemur pabbi með vélsleða og dregur okkur upp brekkurnar og við skíðum niður. Svo er líka svo kósí í skálanum. Geturðu sagt okkur frá einhverju ævintýri? Eitt sinn þegar ég fór með pabba inn í Landmannalaugar þá vorum við tíu tíma á leiðinni og það var 22 stiga frost. Við ætluðum að hjálpa bíl sem var fastur en lentum sjálf á bólakafi í krapa og festumst. Við sátum föst í þrjá tíma en vorum svo heppin að hinn bíllinn var búinn að kalla í hjálparsveit sem kom og dró okkur upp. Þegar við komum var klukkan orðin tvö um nótt. Ertu byrjuð að skreyta fyrir jólin? Við erum búin að setja jólaljós úti en skreytum meira á næstu dögum. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Heba Sól Stefánsdóttir og er 11 ára. Hvað er það fyrsta sem þú manst eftir? Ég man í leikskóla þegar vinkona mín var að borða spagettí og það kom spagettí út úr nefinu á henni og ég vildi vera eins og tróð spagettí upp í nefið á mér. Hver er uppáhaldsnámsgreinin þín í skólanum? Stærðfræði. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Það er margt; teikna, mála, föndra, tefla skák, syngja í kór, spila á píanó og vera í blaki en ferðalög með fjölskyldu og vinum, útivera og skíðamennska eru í mestu uppáhaldi. Ég fer oft í jeppaferðir með fjölskyldunni og stundum með pabba í vinnunni. Þá sé ég fullt af nýjum stöðum, er úti að leika í náttúrunni, spila og lendi í ævintýrum. Áttu þér eftirlætisstað á Íslandi? Eiginlega eru þeir margir en einn þeirra er í miklu uppáhaldi, það eru Tindfjöll. Þar eigum við skála og við komum yfirleitt þegar það er snjór og stundum kemur pabbi með vélsleða og dregur okkur upp brekkurnar og við skíðum niður. Svo er líka svo kósí í skálanum. Geturðu sagt okkur frá einhverju ævintýri? Eitt sinn þegar ég fór með pabba inn í Landmannalaugar þá vorum við tíu tíma á leiðinni og það var 22 stiga frost. Við ætluðum að hjálpa bíl sem var fastur en lentum sjálf á bólakafi í krapa og festumst. Við sátum föst í þrjá tíma en vorum svo heppin að hinn bíllinn var búinn að kalla í hjálparsveit sem kom og dró okkur upp. Þegar við komum var klukkan orðin tvö um nótt. Ertu byrjuð að skreyta fyrir jólin? Við erum búin að setja jólaljós úti en skreytum meira á næstu dögum.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira