Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Sæunn Gísladóttir skrifar 5. desember 2015 07:00 Engin áform eru um jólabónusa í viðskiptabönkunum þremur. vísir/stefán Stóru viðskiptabankarnir þrír greiða starfsfólki sínu ekki jólabónusa í ár, samkvæmt heimildum blaðsins. Opinberlega hefur þó ákvörðunin bara verið tekið hjá einum. Jólabónusar hafa ekki verið greiddir út síðan Arion banki gaf starfsmönnum sínum 125 þúsund króna bónusgreiðslu árið 2013. Enginn jólabónus verður í Landsbankanum að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. Starfsmenn bankans, eins og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækja, fá þó desemberuppbót sem á árinu 2015 nemur 78 þúsund krónum miðað við fullt starf. Ekki stendur heldur til að greiða út jólabónusa til starfsmanna Kviku (nýja nafn gamla MP banka og Straums) að sögn Hildar Þórisdóttur, markaðs- og mannauðsstjóra fyrirtækisins. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um jólabónus í Arion banka, varðandi desemberuppbót þá verður hún samkvæmt kjarasamningum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Hann segir jólabónus ekki hafa tíðkast hjá bankanum. Þá liggur ekkert fyrir um jólabónus hjá Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra bankans. Desemberuppbót sé samkvæmt kjarasamningum. Fyrir jólin í fyrra greiddi enginn bankanna né MP banki starfsfólki sínu sérstakan bónus fyrir jólin. Hjá MP banka fengu starfsmenn innpakkaðar jólagjafir en engar bónusgreiðslur. Síðast voru veittar bónusgreiðslur árið 2013, þá fengu starfsmenn Arion banka 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts. Ákveðið var að veita þá bónusgreiðslu þar sem fagtímaritið The Banker, sem gefið er út af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013. Það árið fengu starfsmenn hinna viðskiptabankanna engar bónusgreiðslur en fengu þó innpakkaðar jólagjafir. Auk þess fengu starfsmenn desemberuppbót. Íslandsbanki hlaut viðurkenningu The Banker sem banki ársins á Íslandi 2014 en veitti þó ekki bónusgreiðslur jólin 2014. Fyrir hrun fengu starfsmenn fjármálafyrirtækja greiddan svokallaðan 13. mánuðinn í desemberuppbót. Hann gat numið á bilinu 150 til 450 þúsund krónur. Opnað var fyrir þann möguleika árið 2001 að fá greidda þessa umbun vegna álags í tengslum við áramót. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír greiða starfsfólki sínu ekki jólabónusa í ár, samkvæmt heimildum blaðsins. Opinberlega hefur þó ákvörðunin bara verið tekið hjá einum. Jólabónusar hafa ekki verið greiddir út síðan Arion banki gaf starfsmönnum sínum 125 þúsund króna bónusgreiðslu árið 2013. Enginn jólabónus verður í Landsbankanum að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. Starfsmenn bankans, eins og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækja, fá þó desemberuppbót sem á árinu 2015 nemur 78 þúsund krónum miðað við fullt starf. Ekki stendur heldur til að greiða út jólabónusa til starfsmanna Kviku (nýja nafn gamla MP banka og Straums) að sögn Hildar Þórisdóttur, markaðs- og mannauðsstjóra fyrirtækisins. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um jólabónus í Arion banka, varðandi desemberuppbót þá verður hún samkvæmt kjarasamningum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Hann segir jólabónus ekki hafa tíðkast hjá bankanum. Þá liggur ekkert fyrir um jólabónus hjá Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra bankans. Desemberuppbót sé samkvæmt kjarasamningum. Fyrir jólin í fyrra greiddi enginn bankanna né MP banki starfsfólki sínu sérstakan bónus fyrir jólin. Hjá MP banka fengu starfsmenn innpakkaðar jólagjafir en engar bónusgreiðslur. Síðast voru veittar bónusgreiðslur árið 2013, þá fengu starfsmenn Arion banka 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts. Ákveðið var að veita þá bónusgreiðslu þar sem fagtímaritið The Banker, sem gefið er út af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013. Það árið fengu starfsmenn hinna viðskiptabankanna engar bónusgreiðslur en fengu þó innpakkaðar jólagjafir. Auk þess fengu starfsmenn desemberuppbót. Íslandsbanki hlaut viðurkenningu The Banker sem banki ársins á Íslandi 2014 en veitti þó ekki bónusgreiðslur jólin 2014. Fyrir hrun fengu starfsmenn fjármálafyrirtækja greiddan svokallaðan 13. mánuðinn í desemberuppbót. Hann gat numið á bilinu 150 til 450 þúsund krónur. Opnað var fyrir þann möguleika árið 2001 að fá greidda þessa umbun vegna álags í tengslum við áramót.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira