Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Sæunn Gísladóttir skrifar 5. desember 2015 07:00 Engin áform eru um jólabónusa í viðskiptabönkunum þremur. vísir/stefán Stóru viðskiptabankarnir þrír greiða starfsfólki sínu ekki jólabónusa í ár, samkvæmt heimildum blaðsins. Opinberlega hefur þó ákvörðunin bara verið tekið hjá einum. Jólabónusar hafa ekki verið greiddir út síðan Arion banki gaf starfsmönnum sínum 125 þúsund króna bónusgreiðslu árið 2013. Enginn jólabónus verður í Landsbankanum að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. Starfsmenn bankans, eins og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækja, fá þó desemberuppbót sem á árinu 2015 nemur 78 þúsund krónum miðað við fullt starf. Ekki stendur heldur til að greiða út jólabónusa til starfsmanna Kviku (nýja nafn gamla MP banka og Straums) að sögn Hildar Þórisdóttur, markaðs- og mannauðsstjóra fyrirtækisins. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um jólabónus í Arion banka, varðandi desemberuppbót þá verður hún samkvæmt kjarasamningum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Hann segir jólabónus ekki hafa tíðkast hjá bankanum. Þá liggur ekkert fyrir um jólabónus hjá Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra bankans. Desemberuppbót sé samkvæmt kjarasamningum. Fyrir jólin í fyrra greiddi enginn bankanna né MP banki starfsfólki sínu sérstakan bónus fyrir jólin. Hjá MP banka fengu starfsmenn innpakkaðar jólagjafir en engar bónusgreiðslur. Síðast voru veittar bónusgreiðslur árið 2013, þá fengu starfsmenn Arion banka 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts. Ákveðið var að veita þá bónusgreiðslu þar sem fagtímaritið The Banker, sem gefið er út af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013. Það árið fengu starfsmenn hinna viðskiptabankanna engar bónusgreiðslur en fengu þó innpakkaðar jólagjafir. Auk þess fengu starfsmenn desemberuppbót. Íslandsbanki hlaut viðurkenningu The Banker sem banki ársins á Íslandi 2014 en veitti þó ekki bónusgreiðslur jólin 2014. Fyrir hrun fengu starfsmenn fjármálafyrirtækja greiddan svokallaðan 13. mánuðinn í desemberuppbót. Hann gat numið á bilinu 150 til 450 þúsund krónur. Opnað var fyrir þann möguleika árið 2001 að fá greidda þessa umbun vegna álags í tengslum við áramót. Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír greiða starfsfólki sínu ekki jólabónusa í ár, samkvæmt heimildum blaðsins. Opinberlega hefur þó ákvörðunin bara verið tekið hjá einum. Jólabónusar hafa ekki verið greiddir út síðan Arion banki gaf starfsmönnum sínum 125 þúsund króna bónusgreiðslu árið 2013. Enginn jólabónus verður í Landsbankanum að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. Starfsmenn bankans, eins og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækja, fá þó desemberuppbót sem á árinu 2015 nemur 78 þúsund krónum miðað við fullt starf. Ekki stendur heldur til að greiða út jólabónusa til starfsmanna Kviku (nýja nafn gamla MP banka og Straums) að sögn Hildar Þórisdóttur, markaðs- og mannauðsstjóra fyrirtækisins. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um jólabónus í Arion banka, varðandi desemberuppbót þá verður hún samkvæmt kjarasamningum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Hann segir jólabónus ekki hafa tíðkast hjá bankanum. Þá liggur ekkert fyrir um jólabónus hjá Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra bankans. Desemberuppbót sé samkvæmt kjarasamningum. Fyrir jólin í fyrra greiddi enginn bankanna né MP banki starfsfólki sínu sérstakan bónus fyrir jólin. Hjá MP banka fengu starfsmenn innpakkaðar jólagjafir en engar bónusgreiðslur. Síðast voru veittar bónusgreiðslur árið 2013, þá fengu starfsmenn Arion banka 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts. Ákveðið var að veita þá bónusgreiðslu þar sem fagtímaritið The Banker, sem gefið er út af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013. Það árið fengu starfsmenn hinna viðskiptabankanna engar bónusgreiðslur en fengu þó innpakkaðar jólagjafir. Auk þess fengu starfsmenn desemberuppbót. Íslandsbanki hlaut viðurkenningu The Banker sem banki ársins á Íslandi 2014 en veitti þó ekki bónusgreiðslur jólin 2014. Fyrir hrun fengu starfsmenn fjármálafyrirtækja greiddan svokallaðan 13. mánuðinn í desemberuppbót. Hann gat numið á bilinu 150 til 450 þúsund krónur. Opnað var fyrir þann möguleika árið 2001 að fá greidda þessa umbun vegna álags í tengslum við áramót.
Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira