Bankastjóri Landsbankans: „Það er blússandi góðæri“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. desember 2015 19:59 „Ég held við getum sagt það að það er blússandi góðæri,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Við sjáum það að staða heimilanna er góð, lítið atvinnuleysi, mikill kaupmáttur, mikill hagvöxtur, skuldsetning eða eignastaða er orðin mjög góð ef við lítum til seinustu ára, sama er með fyrirtækin,“ sagði hann og bætti við að bjart væri fram undan og spár væru um hagvöxt á næstu árum.Góðir tímar á Íslandi „Ég held við séum að lifa góða tíma, svona ef við lítum á heildina,“ sagði hann og tók undir þegar Björn Ingi Hrafnsson þáttastjórnandi spurði hvort kreppan væri ekki búin þó nauðasamningar gömlu bankanna væru enn eftir og að fjármálafyrirtæki væru alltaf var við erfiðleika hjá fólki.120 milljarðar fara úr Landsbankanum þegar slitabúin verða gerð upp.Vísir/AndriSteinþór sagði að uppgjör föllnu bankanna muni hafa mikil á hrif. „Bara í Landsbankanum eigum við vona á því að 120 milljarðar fari bara út og þetta höfum við verið að undirbúa okkur fyrir. Seðlabankinn og FME hafa verið að skoða þetta, sérstaklega seðlabankinn, og við höfum verið að gangast undir álagspróf og þeirra ákvarðanir hafa væntanlega miðast við hvað þeir sáu í því,“ sagði Steinþór sem sagði nauðsynlegt að fara úr því ástandi sem nú er.Bankarnir verða að passa sig Björn Ingi spurði hvort að bankarnir hefðu lært af hruninu og því sem gerðist í aðdraganda þess. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að huga vel að því, að fara fram með ábyrgð,“ svaraði Steinþór. Steinþór var gestur Björns Inga í Eyjunni í kvöld.Vísir/Ernir„Ég held að það sé mikilvægt að sjá hvað fór úrskeiðis en það sem núna er öðruvísi er að staða fjármálafyrirtækja er allt önnur,“ sagði hann og sagði að umgjörð banka hefði verið breytt algjörlega eftir hrunið 2008. „Bankarnir verða að passa sig og þeir sem lána verða að passa sig,“ sagði hann. „Mér sýnist svolítið hugsunin hjá fyrirtækjum og heimilum er aðeins önnur en oft áður. Neyslan er ekki að vaxa eins mikið og við hefðum kannski átt von á, sparnaður er að vaxa og menn er uppteknir af því að skulda ekki of mikið. Við verðum að passa okkur en ég held að staðan sé allt önnur en hún hefur verið áður.“Alveg sama um verðtryggingunaSteinþór var einnig spurður út í verðtrygginguna og hvort að bankarnir væru að reyna að koma í veg fyrir að hún væri bönnuð eða afnumin. Því hafnaði hann. „Okkur er svo sem alveg sama með þessa verðtryggingu,“ sagði Steinþór. „Við teljum bara mikilvægt að viðskiptavinirnir hafi val.“ Benti hann á að raunvextir af verðtryggðu væru í raun lægri en af óverðtryggðum lánum í dag. „Verðtryggingin léttir greiðslubyrðina en á móti kemur að eignamyndunin er mun hægari,“ sagði hann. „Það er sama með þá sem eru í leigu, þeir eignast aldrei neitt, bara borga og borga jafnvel meira.“ „Við sem höfum kynnst verðbólgu í þessu landi – flest öll – erum svolítið mikið að velta fyrir okkur tvennu; hver eru raunvextirnir og hver er greiðslubyrðin,“ sagði hann og bætti við að þess vegna væru kannski margir sem veldu sér verðtryggð lán. Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
„Ég held við getum sagt það að það er blússandi góðæri,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Við sjáum það að staða heimilanna er góð, lítið atvinnuleysi, mikill kaupmáttur, mikill hagvöxtur, skuldsetning eða eignastaða er orðin mjög góð ef við lítum til seinustu ára, sama er með fyrirtækin,“ sagði hann og bætti við að bjart væri fram undan og spár væru um hagvöxt á næstu árum.Góðir tímar á Íslandi „Ég held við séum að lifa góða tíma, svona ef við lítum á heildina,“ sagði hann og tók undir þegar Björn Ingi Hrafnsson þáttastjórnandi spurði hvort kreppan væri ekki búin þó nauðasamningar gömlu bankanna væru enn eftir og að fjármálafyrirtæki væru alltaf var við erfiðleika hjá fólki.120 milljarðar fara úr Landsbankanum þegar slitabúin verða gerð upp.Vísir/AndriSteinþór sagði að uppgjör föllnu bankanna muni hafa mikil á hrif. „Bara í Landsbankanum eigum við vona á því að 120 milljarðar fari bara út og þetta höfum við verið að undirbúa okkur fyrir. Seðlabankinn og FME hafa verið að skoða þetta, sérstaklega seðlabankinn, og við höfum verið að gangast undir álagspróf og þeirra ákvarðanir hafa væntanlega miðast við hvað þeir sáu í því,“ sagði Steinþór sem sagði nauðsynlegt að fara úr því ástandi sem nú er.Bankarnir verða að passa sig Björn Ingi spurði hvort að bankarnir hefðu lært af hruninu og því sem gerðist í aðdraganda þess. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að huga vel að því, að fara fram með ábyrgð,“ svaraði Steinþór. Steinþór var gestur Björns Inga í Eyjunni í kvöld.Vísir/Ernir„Ég held að það sé mikilvægt að sjá hvað fór úrskeiðis en það sem núna er öðruvísi er að staða fjármálafyrirtækja er allt önnur,“ sagði hann og sagði að umgjörð banka hefði verið breytt algjörlega eftir hrunið 2008. „Bankarnir verða að passa sig og þeir sem lána verða að passa sig,“ sagði hann. „Mér sýnist svolítið hugsunin hjá fyrirtækjum og heimilum er aðeins önnur en oft áður. Neyslan er ekki að vaxa eins mikið og við hefðum kannski átt von á, sparnaður er að vaxa og menn er uppteknir af því að skulda ekki of mikið. Við verðum að passa okkur en ég held að staðan sé allt önnur en hún hefur verið áður.“Alveg sama um verðtryggingunaSteinþór var einnig spurður út í verðtrygginguna og hvort að bankarnir væru að reyna að koma í veg fyrir að hún væri bönnuð eða afnumin. Því hafnaði hann. „Okkur er svo sem alveg sama með þessa verðtryggingu,“ sagði Steinþór. „Við teljum bara mikilvægt að viðskiptavinirnir hafi val.“ Benti hann á að raunvextir af verðtryggðu væru í raun lægri en af óverðtryggðum lánum í dag. „Verðtryggingin léttir greiðslubyrðina en á móti kemur að eignamyndunin er mun hægari,“ sagði hann. „Það er sama með þá sem eru í leigu, þeir eignast aldrei neitt, bara borga og borga jafnvel meira.“ „Við sem höfum kynnst verðbólgu í þessu landi – flest öll – erum svolítið mikið að velta fyrir okkur tvennu; hver eru raunvextirnir og hver er greiðslubyrðin,“ sagði hann og bætti við að þess vegna væru kannski margir sem veldu sér verðtryggð lán.
Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira