Bankastjóri Landsbankans: „Það er blússandi góðæri“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. desember 2015 19:59 „Ég held við getum sagt það að það er blússandi góðæri,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Við sjáum það að staða heimilanna er góð, lítið atvinnuleysi, mikill kaupmáttur, mikill hagvöxtur, skuldsetning eða eignastaða er orðin mjög góð ef við lítum til seinustu ára, sama er með fyrirtækin,“ sagði hann og bætti við að bjart væri fram undan og spár væru um hagvöxt á næstu árum.Góðir tímar á Íslandi „Ég held við séum að lifa góða tíma, svona ef við lítum á heildina,“ sagði hann og tók undir þegar Björn Ingi Hrafnsson þáttastjórnandi spurði hvort kreppan væri ekki búin þó nauðasamningar gömlu bankanna væru enn eftir og að fjármálafyrirtæki væru alltaf var við erfiðleika hjá fólki.120 milljarðar fara úr Landsbankanum þegar slitabúin verða gerð upp.Vísir/AndriSteinþór sagði að uppgjör föllnu bankanna muni hafa mikil á hrif. „Bara í Landsbankanum eigum við vona á því að 120 milljarðar fari bara út og þetta höfum við verið að undirbúa okkur fyrir. Seðlabankinn og FME hafa verið að skoða þetta, sérstaklega seðlabankinn, og við höfum verið að gangast undir álagspróf og þeirra ákvarðanir hafa væntanlega miðast við hvað þeir sáu í því,“ sagði Steinþór sem sagði nauðsynlegt að fara úr því ástandi sem nú er.Bankarnir verða að passa sig Björn Ingi spurði hvort að bankarnir hefðu lært af hruninu og því sem gerðist í aðdraganda þess. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að huga vel að því, að fara fram með ábyrgð,“ svaraði Steinþór. Steinþór var gestur Björns Inga í Eyjunni í kvöld.Vísir/Ernir„Ég held að það sé mikilvægt að sjá hvað fór úrskeiðis en það sem núna er öðruvísi er að staða fjármálafyrirtækja er allt önnur,“ sagði hann og sagði að umgjörð banka hefði verið breytt algjörlega eftir hrunið 2008. „Bankarnir verða að passa sig og þeir sem lána verða að passa sig,“ sagði hann. „Mér sýnist svolítið hugsunin hjá fyrirtækjum og heimilum er aðeins önnur en oft áður. Neyslan er ekki að vaxa eins mikið og við hefðum kannski átt von á, sparnaður er að vaxa og menn er uppteknir af því að skulda ekki of mikið. Við verðum að passa okkur en ég held að staðan sé allt önnur en hún hefur verið áður.“Alveg sama um verðtryggingunaSteinþór var einnig spurður út í verðtrygginguna og hvort að bankarnir væru að reyna að koma í veg fyrir að hún væri bönnuð eða afnumin. Því hafnaði hann. „Okkur er svo sem alveg sama með þessa verðtryggingu,“ sagði Steinþór. „Við teljum bara mikilvægt að viðskiptavinirnir hafi val.“ Benti hann á að raunvextir af verðtryggðu væru í raun lægri en af óverðtryggðum lánum í dag. „Verðtryggingin léttir greiðslubyrðina en á móti kemur að eignamyndunin er mun hægari,“ sagði hann. „Það er sama með þá sem eru í leigu, þeir eignast aldrei neitt, bara borga og borga jafnvel meira.“ „Við sem höfum kynnst verðbólgu í þessu landi – flest öll – erum svolítið mikið að velta fyrir okkur tvennu; hver eru raunvextirnir og hver er greiðslubyrðin,“ sagði hann og bætti við að þess vegna væru kannski margir sem veldu sér verðtryggð lán. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Ég held við getum sagt það að það er blússandi góðæri,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Við sjáum það að staða heimilanna er góð, lítið atvinnuleysi, mikill kaupmáttur, mikill hagvöxtur, skuldsetning eða eignastaða er orðin mjög góð ef við lítum til seinustu ára, sama er með fyrirtækin,“ sagði hann og bætti við að bjart væri fram undan og spár væru um hagvöxt á næstu árum.Góðir tímar á Íslandi „Ég held við séum að lifa góða tíma, svona ef við lítum á heildina,“ sagði hann og tók undir þegar Björn Ingi Hrafnsson þáttastjórnandi spurði hvort kreppan væri ekki búin þó nauðasamningar gömlu bankanna væru enn eftir og að fjármálafyrirtæki væru alltaf var við erfiðleika hjá fólki.120 milljarðar fara úr Landsbankanum þegar slitabúin verða gerð upp.Vísir/AndriSteinþór sagði að uppgjör föllnu bankanna muni hafa mikil á hrif. „Bara í Landsbankanum eigum við vona á því að 120 milljarðar fari bara út og þetta höfum við verið að undirbúa okkur fyrir. Seðlabankinn og FME hafa verið að skoða þetta, sérstaklega seðlabankinn, og við höfum verið að gangast undir álagspróf og þeirra ákvarðanir hafa væntanlega miðast við hvað þeir sáu í því,“ sagði Steinþór sem sagði nauðsynlegt að fara úr því ástandi sem nú er.Bankarnir verða að passa sig Björn Ingi spurði hvort að bankarnir hefðu lært af hruninu og því sem gerðist í aðdraganda þess. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að huga vel að því, að fara fram með ábyrgð,“ svaraði Steinþór. Steinþór var gestur Björns Inga í Eyjunni í kvöld.Vísir/Ernir„Ég held að það sé mikilvægt að sjá hvað fór úrskeiðis en það sem núna er öðruvísi er að staða fjármálafyrirtækja er allt önnur,“ sagði hann og sagði að umgjörð banka hefði verið breytt algjörlega eftir hrunið 2008. „Bankarnir verða að passa sig og þeir sem lána verða að passa sig,“ sagði hann. „Mér sýnist svolítið hugsunin hjá fyrirtækjum og heimilum er aðeins önnur en oft áður. Neyslan er ekki að vaxa eins mikið og við hefðum kannski átt von á, sparnaður er að vaxa og menn er uppteknir af því að skulda ekki of mikið. Við verðum að passa okkur en ég held að staðan sé allt önnur en hún hefur verið áður.“Alveg sama um verðtryggingunaSteinþór var einnig spurður út í verðtrygginguna og hvort að bankarnir væru að reyna að koma í veg fyrir að hún væri bönnuð eða afnumin. Því hafnaði hann. „Okkur er svo sem alveg sama með þessa verðtryggingu,“ sagði Steinþór. „Við teljum bara mikilvægt að viðskiptavinirnir hafi val.“ Benti hann á að raunvextir af verðtryggðu væru í raun lægri en af óverðtryggðum lánum í dag. „Verðtryggingin léttir greiðslubyrðina en á móti kemur að eignamyndunin er mun hægari,“ sagði hann. „Það er sama með þá sem eru í leigu, þeir eignast aldrei neitt, bara borga og borga jafnvel meira.“ „Við sem höfum kynnst verðbólgu í þessu landi – flest öll – erum svolítið mikið að velta fyrir okkur tvennu; hver eru raunvextirnir og hver er greiðslubyrðin,“ sagði hann og bætti við að þess vegna væru kannski margir sem veldu sér verðtryggð lán.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira