Bankastjóri Landsbankans: „Það er blússandi góðæri“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. desember 2015 19:59 „Ég held við getum sagt það að það er blússandi góðæri,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Við sjáum það að staða heimilanna er góð, lítið atvinnuleysi, mikill kaupmáttur, mikill hagvöxtur, skuldsetning eða eignastaða er orðin mjög góð ef við lítum til seinustu ára, sama er með fyrirtækin,“ sagði hann og bætti við að bjart væri fram undan og spár væru um hagvöxt á næstu árum.Góðir tímar á Íslandi „Ég held við séum að lifa góða tíma, svona ef við lítum á heildina,“ sagði hann og tók undir þegar Björn Ingi Hrafnsson þáttastjórnandi spurði hvort kreppan væri ekki búin þó nauðasamningar gömlu bankanna væru enn eftir og að fjármálafyrirtæki væru alltaf var við erfiðleika hjá fólki.120 milljarðar fara úr Landsbankanum þegar slitabúin verða gerð upp.Vísir/AndriSteinþór sagði að uppgjör föllnu bankanna muni hafa mikil á hrif. „Bara í Landsbankanum eigum við vona á því að 120 milljarðar fari bara út og þetta höfum við verið að undirbúa okkur fyrir. Seðlabankinn og FME hafa verið að skoða þetta, sérstaklega seðlabankinn, og við höfum verið að gangast undir álagspróf og þeirra ákvarðanir hafa væntanlega miðast við hvað þeir sáu í því,“ sagði Steinþór sem sagði nauðsynlegt að fara úr því ástandi sem nú er.Bankarnir verða að passa sig Björn Ingi spurði hvort að bankarnir hefðu lært af hruninu og því sem gerðist í aðdraganda þess. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að huga vel að því, að fara fram með ábyrgð,“ svaraði Steinþór. Steinþór var gestur Björns Inga í Eyjunni í kvöld.Vísir/Ernir„Ég held að það sé mikilvægt að sjá hvað fór úrskeiðis en það sem núna er öðruvísi er að staða fjármálafyrirtækja er allt önnur,“ sagði hann og sagði að umgjörð banka hefði verið breytt algjörlega eftir hrunið 2008. „Bankarnir verða að passa sig og þeir sem lána verða að passa sig,“ sagði hann. „Mér sýnist svolítið hugsunin hjá fyrirtækjum og heimilum er aðeins önnur en oft áður. Neyslan er ekki að vaxa eins mikið og við hefðum kannski átt von á, sparnaður er að vaxa og menn er uppteknir af því að skulda ekki of mikið. Við verðum að passa okkur en ég held að staðan sé allt önnur en hún hefur verið áður.“Alveg sama um verðtryggingunaSteinþór var einnig spurður út í verðtrygginguna og hvort að bankarnir væru að reyna að koma í veg fyrir að hún væri bönnuð eða afnumin. Því hafnaði hann. „Okkur er svo sem alveg sama með þessa verðtryggingu,“ sagði Steinþór. „Við teljum bara mikilvægt að viðskiptavinirnir hafi val.“ Benti hann á að raunvextir af verðtryggðu væru í raun lægri en af óverðtryggðum lánum í dag. „Verðtryggingin léttir greiðslubyrðina en á móti kemur að eignamyndunin er mun hægari,“ sagði hann. „Það er sama með þá sem eru í leigu, þeir eignast aldrei neitt, bara borga og borga jafnvel meira.“ „Við sem höfum kynnst verðbólgu í þessu landi – flest öll – erum svolítið mikið að velta fyrir okkur tvennu; hver eru raunvextirnir og hver er greiðslubyrðin,“ sagði hann og bætti við að þess vegna væru kannski margir sem veldu sér verðtryggð lán. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
„Ég held við getum sagt það að það er blússandi góðæri,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Við sjáum það að staða heimilanna er góð, lítið atvinnuleysi, mikill kaupmáttur, mikill hagvöxtur, skuldsetning eða eignastaða er orðin mjög góð ef við lítum til seinustu ára, sama er með fyrirtækin,“ sagði hann og bætti við að bjart væri fram undan og spár væru um hagvöxt á næstu árum.Góðir tímar á Íslandi „Ég held við séum að lifa góða tíma, svona ef við lítum á heildina,“ sagði hann og tók undir þegar Björn Ingi Hrafnsson þáttastjórnandi spurði hvort kreppan væri ekki búin þó nauðasamningar gömlu bankanna væru enn eftir og að fjármálafyrirtæki væru alltaf var við erfiðleika hjá fólki.120 milljarðar fara úr Landsbankanum þegar slitabúin verða gerð upp.Vísir/AndriSteinþór sagði að uppgjör föllnu bankanna muni hafa mikil á hrif. „Bara í Landsbankanum eigum við vona á því að 120 milljarðar fari bara út og þetta höfum við verið að undirbúa okkur fyrir. Seðlabankinn og FME hafa verið að skoða þetta, sérstaklega seðlabankinn, og við höfum verið að gangast undir álagspróf og þeirra ákvarðanir hafa væntanlega miðast við hvað þeir sáu í því,“ sagði Steinþór sem sagði nauðsynlegt að fara úr því ástandi sem nú er.Bankarnir verða að passa sig Björn Ingi spurði hvort að bankarnir hefðu lært af hruninu og því sem gerðist í aðdraganda þess. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að huga vel að því, að fara fram með ábyrgð,“ svaraði Steinþór. Steinþór var gestur Björns Inga í Eyjunni í kvöld.Vísir/Ernir„Ég held að það sé mikilvægt að sjá hvað fór úrskeiðis en það sem núna er öðruvísi er að staða fjármálafyrirtækja er allt önnur,“ sagði hann og sagði að umgjörð banka hefði verið breytt algjörlega eftir hrunið 2008. „Bankarnir verða að passa sig og þeir sem lána verða að passa sig,“ sagði hann. „Mér sýnist svolítið hugsunin hjá fyrirtækjum og heimilum er aðeins önnur en oft áður. Neyslan er ekki að vaxa eins mikið og við hefðum kannski átt von á, sparnaður er að vaxa og menn er uppteknir af því að skulda ekki of mikið. Við verðum að passa okkur en ég held að staðan sé allt önnur en hún hefur verið áður.“Alveg sama um verðtryggingunaSteinþór var einnig spurður út í verðtrygginguna og hvort að bankarnir væru að reyna að koma í veg fyrir að hún væri bönnuð eða afnumin. Því hafnaði hann. „Okkur er svo sem alveg sama með þessa verðtryggingu,“ sagði Steinþór. „Við teljum bara mikilvægt að viðskiptavinirnir hafi val.“ Benti hann á að raunvextir af verðtryggðu væru í raun lægri en af óverðtryggðum lánum í dag. „Verðtryggingin léttir greiðslubyrðina en á móti kemur að eignamyndunin er mun hægari,“ sagði hann. „Það er sama með þá sem eru í leigu, þeir eignast aldrei neitt, bara borga og borga jafnvel meira.“ „Við sem höfum kynnst verðbólgu í þessu landi – flest öll – erum svolítið mikið að velta fyrir okkur tvennu; hver eru raunvextirnir og hver er greiðslubyrðin,“ sagði hann og bætti við að þess vegna væru kannski margir sem veldu sér verðtryggð lán.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira