Píratar gegn þjóðartrú? Ívar Halldórsson skrifar 7. desember 2015 17:07 „Kirkjusókn nemenda í desember endurspeglar lífsskoðun þjóðarinnar - ekki nemendanna sjálfra né foreldra þeirra.“Fólk er farið að velta fyrir sér hvaða stjórnmálaflokk það ætlar að kjósa í næstu kosningum og auðvitað skiptir landsmenn máli að framtíðarstjórn okkar hafi góðan skilning á pólitískum og þjóðfélagslegum veruleika á Íslandi sem og lögum landsins, hlusti á þjóðarsálina, varðveiti sigra samfélagsins og helgi sig friði og samstöðu með viðurkenndar hefðir þjóðarinnar til hliðsjónar. Þjóðarbú okkar er byggt á þeim trausta grunni sem þjóðhöfðingjar og ráðamenn Íslands hafa lagt í aldanna rás. Píratar kveða sér hljóðs með ýmsum hætti. Þá fellur symt í góðan farveg en sumt er miður heillandi - nú síðast hvatning þeirra til skólastjórnenda um afnám kirkjusóknar nemenda í desember. Í ljósi áskorunar Pírata til skólayfirvalda virðast flokksmenn ráfa um með bundið fyrir augu í sinni "málefnalegu" herferð fyrir jafnrétti og trúfrelsi hérlendis. Flokkurinn virðist ekki enn gera sér grein fyrir því að Ísland er kristin þjóð, og hefur verið það í háa herrans tíð. Skotmark Pírata í dag virðist vera kristin trú sem og unga kynslóðin. Nú hvetja Píratar skólastjórnendur til að leggja sitt á vafasamar vogarskálar flokksins, í herferð hans gegn yfirlýstri þjóðtrú Íslands, með því að afnema kirkjuferðir nemenda í desember. Þeir setja kirkjusókn í desember í samhengi við reglur Reykarvíkurborgar um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila við trúar- og lífsskoðunarfélög: „Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum.“Þetta er þó einkennileg afskræming, þar sem flestum ætti að vera ljóst að kirkjusókn nemenda í desember endurspeglar opinbera lífsskoðun þjóðarinnar - ekki nemendanna sjálfra né foreldra þeirra. Aðskilnaður ríkis og kirkju hefur ekki átt sér stað og er akkeri þjóðarinnar því enn kristin trú. Þessu til staðfestingar er að finna ýmislegt augljóst og áþreifanlegt í þjóðfélagi okkar, hver svo sem lífssýn eða trúarskoðun Pírata kann að vera. Það má einu gilda hvað, hvern eða hvort flokksmenn tilbiðja einhvern eða eitthvað í frítíma sínum. Þótt kristin trú henti ekki Pírötum er hún fastur og mikilvægur liður í tilvist okkar íslenska þjóðfélags: Á Íslandi fer hátíðleg innsetning forseta til embættis fram í Dómkirkjunni. Slík athöfn hefur, að mati okkar sem þjóð, trúarlegt gildi og skiptir það okkur greinilega máli að blessun Guðs sé yfir forseta lýðveldisins. Þá skipar forseti Íslands einnig biskup Íslands, höfuð íslensku þjóðkirkjunnar. Samkvæmt lögum ber ríkisvaldinu að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Píratar virðast þó ekki fara að þessum lögum - þvert á móti virðast þeir vilja minnka kirkjusókn. Ríkið greiðir eingöngu forsvarsmönnum hinnar kristilegu þjóðkirkju framlag. Þetta er skýr viðurkenning stjórnar okkar á tilvist Guðs kristinnar trúar og um leið yfirlýsing um að gildi hennar séu mikilvægt og gott vegarnesti fyrir landsmenn á sinni lífsleið. Í aðdraganda jóla staðfestir Ríkisútvarpið þjóðartrú Íslendinga með flutningi jólalaga sem færa landsmönnum heilagan boðskap hinnar helgu jólahátíðar. Jólahátíðin er viðurkennd hátíð samkvæmt dagatölum okkar og vinnuskipulagi allra landsmanna. Fólk fær greitt samkvæmt hátíðartöxtum er það vinnur á helgidögum kristinna manna. Píratar hyggjast kannski næst skora á stjórnendur Ríkisútvarpsins að setja starfsmenn sína ekki þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum og útvarpa þá ekki jólatónlist sem endurspeglar fæðingu frelsara kristinna manna. En að sama skapi er staðreyndin þó sú að umtöluð jólalög endurspegla lífsskoðanir þjóðarinnar – ekki starfsfólksins. „Ave Maria", "Nóttin var sú ágæt ein", "Þá nýfæddur Jesús", "Heims um ból", "Í Betlehem er barn oss fætt", "Aðfangadagskvöld" og ótal fleiri lög eru samofin þjóðarsálinni og þykir ómissandi að syngja þau innan veggja skólanna í aðdraganda jóla. Er markmið Pírata að hvetja skólayfirvöld til að banna jólasöngva í skólum, söngva sem byggðir eru á kristinni trú, með sömu órökréttu rökum? Þjóðsöngur okkar er söngur kristinnar þjóðar. Hann byrjar á þessum orðum: „Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!" Matthías Jochumson orti í síðasta erindi ljóðsins eftirfarandi:„Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,vor leiðtogi í daganna þrautog á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlífog vor hertogi á þjóðlífsins braut.:; Íslands þúsund ár, ;: verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut."Á alþjóðlegum íþróttaviðburðum sem íþróttamenn okkar taka þátt í, s.s. landsleikjum í knattspyrnu og handbolta, og Ólympíuleikum, minna tónar þessa lags okkur á þennan fallega texta sem endurspeglar þó ekki endilega lífsskoðun íþróttamanna. Munu Píratar hvetja til þess að þjóðsöngur okkar verði ekki spilaður á íþróttaviðburðum til að vernda lífsskoðun liðsmanna? - þegar ljóst er að persónuleg trúarafstaða íþróttarmanna þarf alls ekki að vera sú sama og trúarafstaða þeirrar þjóðar sem þeir keppa fyrir. Píratar stíga pólitískt feilspor ef þeir ætla markvisst að gera lítið úr þeim grunni sem samfélag okkar er byggt á. Það er vegið að þjóðarsál landsmanna með þessari vanhugsuðu stefnu Pírata. Að upphefja trúleysi umfram kristni í kristnu samfélagi með þessum hætti er hegðun sem minnir á uppreisnargjarna og ófriðsama sjóræningja sem lifa á því að ræna og rupla saklausar fjölskyldur dýrmætustu eigum þeirra. Flokkur Pírata dregur reyndar nafn sitt af sjóræningjum en maður hefði þó vonað að flokkurinn myndi ekki bera nafn sitt með rentu, þ.e. taka samlíkinguna alla leið, stökkva með berserksgangi yfir í þjóðarskútuna okkar og fara að ræna og rupla landsmenn heilögum þjóðararfi sínum. Á meðan forsetinn og alþingi viðurkenna í athöfnum og lögum almáttugan Guð kristinnar trúar; á meðan siðferði og hefðir Íslendinga taka mið af kristinni trú; á meðan ríkið stendur lögum samkvæmt skil á launum biskups Íslands, vígslubiskupa, 138 starfandi presta og prófasta þjóðkirkjunnar og 18 starfsmanna biskupsstofu; á meðan ríkisvaldinu ber lögum samkvæmt að styðja og vernda þjóðkirkjuna; á meðan nær allir landsmenn eru kvaddir með jarðsöng í kristinni þjóðkirkju, brýtur áskorun Pírata í bága við lög og stefnu ríkisvaldsins og lífsskoðanir hinnar íslensku þjóðar. Íslenskt þjóðfélag þarf stjórnmálamenn sem forgangsraða verkefnum rétt, starfa í anda þjóðarinnar, og bera ávallt hag þjóðarsálarinnar fyrir brjósti. Vanvirðing á þjóðararfleifð landsmanna og hundsun á helgum hefðum ætti því að vera mjög neðarlega á verkefnarlistum stjórnmálaflokka í landi vors Guðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
„Kirkjusókn nemenda í desember endurspeglar lífsskoðun þjóðarinnar - ekki nemendanna sjálfra né foreldra þeirra.“Fólk er farið að velta fyrir sér hvaða stjórnmálaflokk það ætlar að kjósa í næstu kosningum og auðvitað skiptir landsmenn máli að framtíðarstjórn okkar hafi góðan skilning á pólitískum og þjóðfélagslegum veruleika á Íslandi sem og lögum landsins, hlusti á þjóðarsálina, varðveiti sigra samfélagsins og helgi sig friði og samstöðu með viðurkenndar hefðir þjóðarinnar til hliðsjónar. Þjóðarbú okkar er byggt á þeim trausta grunni sem þjóðhöfðingjar og ráðamenn Íslands hafa lagt í aldanna rás. Píratar kveða sér hljóðs með ýmsum hætti. Þá fellur symt í góðan farveg en sumt er miður heillandi - nú síðast hvatning þeirra til skólastjórnenda um afnám kirkjusóknar nemenda í desember. Í ljósi áskorunar Pírata til skólayfirvalda virðast flokksmenn ráfa um með bundið fyrir augu í sinni "málefnalegu" herferð fyrir jafnrétti og trúfrelsi hérlendis. Flokkurinn virðist ekki enn gera sér grein fyrir því að Ísland er kristin þjóð, og hefur verið það í háa herrans tíð. Skotmark Pírata í dag virðist vera kristin trú sem og unga kynslóðin. Nú hvetja Píratar skólastjórnendur til að leggja sitt á vafasamar vogarskálar flokksins, í herferð hans gegn yfirlýstri þjóðtrú Íslands, með því að afnema kirkjuferðir nemenda í desember. Þeir setja kirkjusókn í desember í samhengi við reglur Reykarvíkurborgar um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila við trúar- og lífsskoðunarfélög: „Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum.“Þetta er þó einkennileg afskræming, þar sem flestum ætti að vera ljóst að kirkjusókn nemenda í desember endurspeglar opinbera lífsskoðun þjóðarinnar - ekki nemendanna sjálfra né foreldra þeirra. Aðskilnaður ríkis og kirkju hefur ekki átt sér stað og er akkeri þjóðarinnar því enn kristin trú. Þessu til staðfestingar er að finna ýmislegt augljóst og áþreifanlegt í þjóðfélagi okkar, hver svo sem lífssýn eða trúarskoðun Pírata kann að vera. Það má einu gilda hvað, hvern eða hvort flokksmenn tilbiðja einhvern eða eitthvað í frítíma sínum. Þótt kristin trú henti ekki Pírötum er hún fastur og mikilvægur liður í tilvist okkar íslenska þjóðfélags: Á Íslandi fer hátíðleg innsetning forseta til embættis fram í Dómkirkjunni. Slík athöfn hefur, að mati okkar sem þjóð, trúarlegt gildi og skiptir það okkur greinilega máli að blessun Guðs sé yfir forseta lýðveldisins. Þá skipar forseti Íslands einnig biskup Íslands, höfuð íslensku þjóðkirkjunnar. Samkvæmt lögum ber ríkisvaldinu að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Píratar virðast þó ekki fara að þessum lögum - þvert á móti virðast þeir vilja minnka kirkjusókn. Ríkið greiðir eingöngu forsvarsmönnum hinnar kristilegu þjóðkirkju framlag. Þetta er skýr viðurkenning stjórnar okkar á tilvist Guðs kristinnar trúar og um leið yfirlýsing um að gildi hennar séu mikilvægt og gott vegarnesti fyrir landsmenn á sinni lífsleið. Í aðdraganda jóla staðfestir Ríkisútvarpið þjóðartrú Íslendinga með flutningi jólalaga sem færa landsmönnum heilagan boðskap hinnar helgu jólahátíðar. Jólahátíðin er viðurkennd hátíð samkvæmt dagatölum okkar og vinnuskipulagi allra landsmanna. Fólk fær greitt samkvæmt hátíðartöxtum er það vinnur á helgidögum kristinna manna. Píratar hyggjast kannski næst skora á stjórnendur Ríkisútvarpsins að setja starfsmenn sína ekki þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum og útvarpa þá ekki jólatónlist sem endurspeglar fæðingu frelsara kristinna manna. En að sama skapi er staðreyndin þó sú að umtöluð jólalög endurspegla lífsskoðanir þjóðarinnar – ekki starfsfólksins. „Ave Maria", "Nóttin var sú ágæt ein", "Þá nýfæddur Jesús", "Heims um ból", "Í Betlehem er barn oss fætt", "Aðfangadagskvöld" og ótal fleiri lög eru samofin þjóðarsálinni og þykir ómissandi að syngja þau innan veggja skólanna í aðdraganda jóla. Er markmið Pírata að hvetja skólayfirvöld til að banna jólasöngva í skólum, söngva sem byggðir eru á kristinni trú, með sömu órökréttu rökum? Þjóðsöngur okkar er söngur kristinnar þjóðar. Hann byrjar á þessum orðum: „Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!" Matthías Jochumson orti í síðasta erindi ljóðsins eftirfarandi:„Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,vor leiðtogi í daganna þrautog á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlífog vor hertogi á þjóðlífsins braut.:; Íslands þúsund ár, ;: verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut."Á alþjóðlegum íþróttaviðburðum sem íþróttamenn okkar taka þátt í, s.s. landsleikjum í knattspyrnu og handbolta, og Ólympíuleikum, minna tónar þessa lags okkur á þennan fallega texta sem endurspeglar þó ekki endilega lífsskoðun íþróttamanna. Munu Píratar hvetja til þess að þjóðsöngur okkar verði ekki spilaður á íþróttaviðburðum til að vernda lífsskoðun liðsmanna? - þegar ljóst er að persónuleg trúarafstaða íþróttarmanna þarf alls ekki að vera sú sama og trúarafstaða þeirrar þjóðar sem þeir keppa fyrir. Píratar stíga pólitískt feilspor ef þeir ætla markvisst að gera lítið úr þeim grunni sem samfélag okkar er byggt á. Það er vegið að þjóðarsál landsmanna með þessari vanhugsuðu stefnu Pírata. Að upphefja trúleysi umfram kristni í kristnu samfélagi með þessum hætti er hegðun sem minnir á uppreisnargjarna og ófriðsama sjóræningja sem lifa á því að ræna og rupla saklausar fjölskyldur dýrmætustu eigum þeirra. Flokkur Pírata dregur reyndar nafn sitt af sjóræningjum en maður hefði þó vonað að flokkurinn myndi ekki bera nafn sitt með rentu, þ.e. taka samlíkinguna alla leið, stökkva með berserksgangi yfir í þjóðarskútuna okkar og fara að ræna og rupla landsmenn heilögum þjóðararfi sínum. Á meðan forsetinn og alþingi viðurkenna í athöfnum og lögum almáttugan Guð kristinnar trúar; á meðan siðferði og hefðir Íslendinga taka mið af kristinni trú; á meðan ríkið stendur lögum samkvæmt skil á launum biskups Íslands, vígslubiskupa, 138 starfandi presta og prófasta þjóðkirkjunnar og 18 starfsmanna biskupsstofu; á meðan ríkisvaldinu ber lögum samkvæmt að styðja og vernda þjóðkirkjuna; á meðan nær allir landsmenn eru kvaddir með jarðsöng í kristinni þjóðkirkju, brýtur áskorun Pírata í bága við lög og stefnu ríkisvaldsins og lífsskoðanir hinnar íslensku þjóðar. Íslenskt þjóðfélag þarf stjórnmálamenn sem forgangsraða verkefnum rétt, starfa í anda þjóðarinnar, og bera ávallt hag þjóðarsálarinnar fyrir brjósti. Vanvirðing á þjóðararfleifð landsmanna og hundsun á helgum hefðum ætti því að vera mjög neðarlega á verkefnarlistum stjórnmálaflokka í landi vors Guðs.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun