„Draumaviðskipti“ þar sem allir myndu græða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 13:07 Magnús Guðmundsson í dómsal og verjendurnir Gestur Jónsson og Kristín Edwald. vísir/stefán Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008. Lánin voru notuð sem eiginfjárframlög félaganna í öðru eignarhaldsfélagi, Chesterfield, sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank fyrir 130 milljónir evra en bréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir kaupin.Lá fyrir frá upphafi að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum Rúmum þremur vikum síðar fengu þessi sömu eignarhaldsfélög svo ný lán, í þetta sinn hjá Kaupþingi á Íslandi, svo þau gætu greitt upp lánin frá Kaupþingi Lúxemborg. Félögin voru í eigu nokkurra vildarviðskiptavina bankans, þeirra á meðal voru Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kaupþings, Skúli Þorvaldsson, Kevin Stanford og Karen Millen. Að sögn Magnúsar lá það fyrir frá byrjun að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum svo Chesterfield gæti keypt skuldabréfið af Deutsche. Þær upplýsingar hafi hann fengið hjá Hreiðari Má. Það hafi hins vegar ekki verið búið að samþykkja lán til félaganna hjá Kaupþingi þegar ganga átti frá kaupunum frá skuldabréfinu og því lánaði Kaupþing Lúxemborg tímabundið.„Kaupþingsdíll“ sem var „áhættulaus fyrir alla“ Magnús kallaði viðskiptin „Kaupþingsdíl“ þar sem hagsmunir bankans hafi verið miklir. Félögin hafi skuldað bankanum peninga og með skuldabréfaviðskiptunum hafi skapast hagnaðarvon en hagnaðurinn átti að renna til Kaupþings, að sögn Magnúsar. Þar með myndi bankinn fá skuldir greiddar sem annars hefðu tapast. Saksóknari vill meina að það hafi verið með engu tryggt að hagnaðurinn færi í raun og veru til bankans heldur hefðu félögin þrjú sem áttu Chesterfield getað hirt gróðann. Saksóknari spurði Magnús hvort að viðskiptin hefðu ekki einmitt verið áhættulaus fyrir félögin. „Ég leit svo á að þetta væru áhættulaus viðskipti fyrir alla,“ svaraði Magnús. Saksóknari spurði þá hvort þetta hefðu verið draumaviðskipti sem enginn myndi tapa á heldur allir græða. Svaraði Magnús því játandi. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008. Lánin voru notuð sem eiginfjárframlög félaganna í öðru eignarhaldsfélagi, Chesterfield, sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank fyrir 130 milljónir evra en bréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir kaupin.Lá fyrir frá upphafi að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum Rúmum þremur vikum síðar fengu þessi sömu eignarhaldsfélög svo ný lán, í þetta sinn hjá Kaupþingi á Íslandi, svo þau gætu greitt upp lánin frá Kaupþingi Lúxemborg. Félögin voru í eigu nokkurra vildarviðskiptavina bankans, þeirra á meðal voru Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kaupþings, Skúli Þorvaldsson, Kevin Stanford og Karen Millen. Að sögn Magnúsar lá það fyrir frá byrjun að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum svo Chesterfield gæti keypt skuldabréfið af Deutsche. Þær upplýsingar hafi hann fengið hjá Hreiðari Má. Það hafi hins vegar ekki verið búið að samþykkja lán til félaganna hjá Kaupþingi þegar ganga átti frá kaupunum frá skuldabréfinu og því lánaði Kaupþing Lúxemborg tímabundið.„Kaupþingsdíll“ sem var „áhættulaus fyrir alla“ Magnús kallaði viðskiptin „Kaupþingsdíl“ þar sem hagsmunir bankans hafi verið miklir. Félögin hafi skuldað bankanum peninga og með skuldabréfaviðskiptunum hafi skapast hagnaðarvon en hagnaðurinn átti að renna til Kaupþings, að sögn Magnúsar. Þar með myndi bankinn fá skuldir greiddar sem annars hefðu tapast. Saksóknari vill meina að það hafi verið með engu tryggt að hagnaðurinn færi í raun og veru til bankans heldur hefðu félögin þrjú sem áttu Chesterfield getað hirt gróðann. Saksóknari spurði Magnús hvort að viðskiptin hefðu ekki einmitt verið áhættulaus fyrir félögin. „Ég leit svo á að þetta væru áhættulaus viðskipti fyrir alla,“ svaraði Magnús. Saksóknari spurði þá hvort þetta hefðu verið draumaviðskipti sem enginn myndi tapa á heldur allir græða. Svaraði Magnús því játandi.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira