„Draumaviðskipti“ þar sem allir myndu græða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 13:07 Magnús Guðmundsson í dómsal og verjendurnir Gestur Jónsson og Kristín Edwald. vísir/stefán Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008. Lánin voru notuð sem eiginfjárframlög félaganna í öðru eignarhaldsfélagi, Chesterfield, sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank fyrir 130 milljónir evra en bréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir kaupin.Lá fyrir frá upphafi að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum Rúmum þremur vikum síðar fengu þessi sömu eignarhaldsfélög svo ný lán, í þetta sinn hjá Kaupþingi á Íslandi, svo þau gætu greitt upp lánin frá Kaupþingi Lúxemborg. Félögin voru í eigu nokkurra vildarviðskiptavina bankans, þeirra á meðal voru Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kaupþings, Skúli Þorvaldsson, Kevin Stanford og Karen Millen. Að sögn Magnúsar lá það fyrir frá byrjun að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum svo Chesterfield gæti keypt skuldabréfið af Deutsche. Þær upplýsingar hafi hann fengið hjá Hreiðari Má. Það hafi hins vegar ekki verið búið að samþykkja lán til félaganna hjá Kaupþingi þegar ganga átti frá kaupunum frá skuldabréfinu og því lánaði Kaupþing Lúxemborg tímabundið.„Kaupþingsdíll“ sem var „áhættulaus fyrir alla“ Magnús kallaði viðskiptin „Kaupþingsdíl“ þar sem hagsmunir bankans hafi verið miklir. Félögin hafi skuldað bankanum peninga og með skuldabréfaviðskiptunum hafi skapast hagnaðarvon en hagnaðurinn átti að renna til Kaupþings, að sögn Magnúsar. Þar með myndi bankinn fá skuldir greiddar sem annars hefðu tapast. Saksóknari vill meina að það hafi verið með engu tryggt að hagnaðurinn færi í raun og veru til bankans heldur hefðu félögin þrjú sem áttu Chesterfield getað hirt gróðann. Saksóknari spurði Magnús hvort að viðskiptin hefðu ekki einmitt verið áhættulaus fyrir félögin. „Ég leit svo á að þetta væru áhættulaus viðskipti fyrir alla,“ svaraði Magnús. Saksóknari spurði þá hvort þetta hefðu verið draumaviðskipti sem enginn myndi tapa á heldur allir græða. Svaraði Magnús því játandi. Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008. Lánin voru notuð sem eiginfjárframlög félaganna í öðru eignarhaldsfélagi, Chesterfield, sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank fyrir 130 milljónir evra en bréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir kaupin.Lá fyrir frá upphafi að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum Rúmum þremur vikum síðar fengu þessi sömu eignarhaldsfélög svo ný lán, í þetta sinn hjá Kaupþingi á Íslandi, svo þau gætu greitt upp lánin frá Kaupþingi Lúxemborg. Félögin voru í eigu nokkurra vildarviðskiptavina bankans, þeirra á meðal voru Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kaupþings, Skúli Þorvaldsson, Kevin Stanford og Karen Millen. Að sögn Magnúsar lá það fyrir frá byrjun að Kaupþing á Íslandi myndi lána félögunum svo Chesterfield gæti keypt skuldabréfið af Deutsche. Þær upplýsingar hafi hann fengið hjá Hreiðari Má. Það hafi hins vegar ekki verið búið að samþykkja lán til félaganna hjá Kaupþingi þegar ganga átti frá kaupunum frá skuldabréfinu og því lánaði Kaupþing Lúxemborg tímabundið.„Kaupþingsdíll“ sem var „áhættulaus fyrir alla“ Magnús kallaði viðskiptin „Kaupþingsdíl“ þar sem hagsmunir bankans hafi verið miklir. Félögin hafi skuldað bankanum peninga og með skuldabréfaviðskiptunum hafi skapast hagnaðarvon en hagnaðurinn átti að renna til Kaupþings, að sögn Magnúsar. Þar með myndi bankinn fá skuldir greiddar sem annars hefðu tapast. Saksóknari vill meina að það hafi verið með engu tryggt að hagnaðurinn færi í raun og veru til bankans heldur hefðu félögin þrjú sem áttu Chesterfield getað hirt gróðann. Saksóknari spurði Magnús hvort að viðskiptin hefðu ekki einmitt verið áhættulaus fyrir félögin. „Ég leit svo á að þetta væru áhættulaus viðskipti fyrir alla,“ svaraði Magnús. Saksóknari spurði þá hvort þetta hefðu verið draumaviðskipti sem enginn myndi tapa á heldur allir græða. Svaraði Magnús því játandi.
Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira