Ríkisútvarpið og fjöregg þjóðarinnar Örnólfur Árnason skrifar 9. desember 2015 07:00 Ríkisútvarpið á nú mjög í vök að verjast. Alþingismenn núverandi stjórnarflokka virðast á báðum áttum hvort þeir eigi að leyfa því að lifa áfram enda þótt skoðanakannanir sýni að það er eindreginn vilji meirihluta landsmanna að við eigum okkar þjóðarútvarp. Það var ekki yfirlýst stefna þessara flokka fyrir kosningar 2013 að skera niður starfsemi Ríkisútvarpsins hvað þá að ganga af því dauðu. Háværum einstaklingum og öflum sem ekki eiga einu sinni að heita forystusveit þessara flokka virðist hins vegar gefið einkennilega mikið vald þegar vélað er um framtíð þessarar stofnunar sem hlýtur að teljast einn af helst máttarstólpum íslenskrar menningar. Hvernig stendur á því að slagurinn um framtíð Ríkisútvarpsins er allt í einu orðinn eitthvert reiptog vinstri og hægri flokkanna? Ég hef þekkt alla útvarpsstjórana nema einn og enginn þeirra hefur verið „vinstri maður“ enda hafa þeir flestir, ef ekki allir, verið skipaðir af menntamálaráðherrum Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks. Það er að ýmsu leyti skiljanlegt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur skyldi grípa til örþrifaráða til að reyna að koma böndum á rekstur Ríkisútvarpsins eins og hann var orðinn eftir áralanga stjórn flokksbræðra hennar. En eins og hún viðurkenndi eiginlega í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sl. sunnudag reyndist ohf-væðingin árið 2007 ekki farsæl lausn. Allra síst sú ráðstöfun að skilja lífeyrisskuldbindingar starfsmannanna eftir hjá stofnuninni. En eftir mikið basl hafa stjórnendur Ríkisútvarpsins nú rétt reksturinn við. Þeir hafa sagt upp fjölda starfsfólks, hugsanlega einhverjum sem hægt var að vera án en því miður líka ýmsum sem hræðileg eftirsjá er að. Sparnaðaraðgerðirnar hafa að sjálfsögðu líka komið niður á dagskrá Útvarpsins og gert hana einhæfari og endurtekningasamari eins og hlustendur finna fyrir, og þeir sem vilja stofnunina feiga notfæra sér þá afturför til að benda á að lítil eftirsjá yrði að stofnuninni. Hins vegar hefur nú loks tekist með þessum sára niðurskurði, sölu á eignum og leigu á hluta húsnæðisins í Efstaleiti að koma rekstrinum á sléttan sjó. Nýtt uppgjör var birt í Kauphöll í október sl. sem sýnir hallalaust ár 2014-2015. Það er hið fyrsta á starfsferli nýs útvarpsstjóra, Magnúsar Geirs Þórðarsonar, sem segist treysta sér til að reka stofnunina hallalaust áfram næsta ár að því tilskildu að Alþingi lækki útvarpsgjaldið ekki frekar.Gildismati hefur hrakað Mér sýnist raunar þegar ég hugleiði þessi mál að mesta hættan fyrir Ríkisútvarpið og ýmsa aðra hornsteina íslensks þjóðfélags, sem foreldrar okkar, afar og ömmur, byggðu upp af dugnaði og stórhug, stafi af því hversu mjög gildismati og menningarstigi íslenskra alþingismanna hefur hrakað. Ég á ekki bara við akademískan bakgrunn, þótt sá samanburður sé sannarlega sláandi, heldur ekki síður hugsjónir og almennt lífsviðhorf. Hér áður fyrr sátu menn á þingi sem fundu til djúprar ábyrgðar gagnvart þjóð sinni og gátu náð saman um ákveðin grundvallaratriði þótt þeir hnakkrifust um annað. Þeir hefðu staðið sem klettur um Ríkisútvarpið, jafnt „hægri“ sem „vinstri“ menn. Það hefði verið óhugsandi, held ég, á þeim tíma þegar forvígismenn stjórnmálaflokkanna voru úr hópi helstu menntafrömuða þjóðarinnar og einlægustu unnenda íslenskrar menningar, að ekki ríkti skilningur á mikilvægi Ríkisútvarpsins. Mig langar að nefna nokkra stjórnmálamenn sem ég þekkti nægilega vel til að vita að þeir hefðu haft gerólíka afstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu en það fólk sem nú situr á Alþingi fyrir flokka þeirra, Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn: Prófessorarnir Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Ólafur Björnsson, Þórir Kr. Þórðarson, Gunnar G. Schram, Ólafur Jóhannesson og Haraldur Ólafsson. Eða menntamálaráðherrarnir Vilhjálmur Hjálmarsson og Ingvar Gíslason. Ég hef oft verið ósammála ýmsum þessara manna um pólitísk málefni en ég bar virðingu fyrir hverjum einasta þeirra og hefði treyst þeim til að halda á fjöreggjum íslensku þjóðarinnar, af trúmennsku. Gætið að ykkur, ágætu alþingismenn, því Ríkisútvarpið er eitt af þeim fjöreggjum íslensku þjóðarinnar sem ykkur var trúað fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið á nú mjög í vök að verjast. Alþingismenn núverandi stjórnarflokka virðast á báðum áttum hvort þeir eigi að leyfa því að lifa áfram enda þótt skoðanakannanir sýni að það er eindreginn vilji meirihluta landsmanna að við eigum okkar þjóðarútvarp. Það var ekki yfirlýst stefna þessara flokka fyrir kosningar 2013 að skera niður starfsemi Ríkisútvarpsins hvað þá að ganga af því dauðu. Háværum einstaklingum og öflum sem ekki eiga einu sinni að heita forystusveit þessara flokka virðist hins vegar gefið einkennilega mikið vald þegar vélað er um framtíð þessarar stofnunar sem hlýtur að teljast einn af helst máttarstólpum íslenskrar menningar. Hvernig stendur á því að slagurinn um framtíð Ríkisútvarpsins er allt í einu orðinn eitthvert reiptog vinstri og hægri flokkanna? Ég hef þekkt alla útvarpsstjórana nema einn og enginn þeirra hefur verið „vinstri maður“ enda hafa þeir flestir, ef ekki allir, verið skipaðir af menntamálaráðherrum Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks. Það er að ýmsu leyti skiljanlegt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur skyldi grípa til örþrifaráða til að reyna að koma böndum á rekstur Ríkisútvarpsins eins og hann var orðinn eftir áralanga stjórn flokksbræðra hennar. En eins og hún viðurkenndi eiginlega í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sl. sunnudag reyndist ohf-væðingin árið 2007 ekki farsæl lausn. Allra síst sú ráðstöfun að skilja lífeyrisskuldbindingar starfsmannanna eftir hjá stofnuninni. En eftir mikið basl hafa stjórnendur Ríkisútvarpsins nú rétt reksturinn við. Þeir hafa sagt upp fjölda starfsfólks, hugsanlega einhverjum sem hægt var að vera án en því miður líka ýmsum sem hræðileg eftirsjá er að. Sparnaðaraðgerðirnar hafa að sjálfsögðu líka komið niður á dagskrá Útvarpsins og gert hana einhæfari og endurtekningasamari eins og hlustendur finna fyrir, og þeir sem vilja stofnunina feiga notfæra sér þá afturför til að benda á að lítil eftirsjá yrði að stofnuninni. Hins vegar hefur nú loks tekist með þessum sára niðurskurði, sölu á eignum og leigu á hluta húsnæðisins í Efstaleiti að koma rekstrinum á sléttan sjó. Nýtt uppgjör var birt í Kauphöll í október sl. sem sýnir hallalaust ár 2014-2015. Það er hið fyrsta á starfsferli nýs útvarpsstjóra, Magnúsar Geirs Þórðarsonar, sem segist treysta sér til að reka stofnunina hallalaust áfram næsta ár að því tilskildu að Alþingi lækki útvarpsgjaldið ekki frekar.Gildismati hefur hrakað Mér sýnist raunar þegar ég hugleiði þessi mál að mesta hættan fyrir Ríkisútvarpið og ýmsa aðra hornsteina íslensks þjóðfélags, sem foreldrar okkar, afar og ömmur, byggðu upp af dugnaði og stórhug, stafi af því hversu mjög gildismati og menningarstigi íslenskra alþingismanna hefur hrakað. Ég á ekki bara við akademískan bakgrunn, þótt sá samanburður sé sannarlega sláandi, heldur ekki síður hugsjónir og almennt lífsviðhorf. Hér áður fyrr sátu menn á þingi sem fundu til djúprar ábyrgðar gagnvart þjóð sinni og gátu náð saman um ákveðin grundvallaratriði þótt þeir hnakkrifust um annað. Þeir hefðu staðið sem klettur um Ríkisútvarpið, jafnt „hægri“ sem „vinstri“ menn. Það hefði verið óhugsandi, held ég, á þeim tíma þegar forvígismenn stjórnmálaflokkanna voru úr hópi helstu menntafrömuða þjóðarinnar og einlægustu unnenda íslenskrar menningar, að ekki ríkti skilningur á mikilvægi Ríkisútvarpsins. Mig langar að nefna nokkra stjórnmálamenn sem ég þekkti nægilega vel til að vita að þeir hefðu haft gerólíka afstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu en það fólk sem nú situr á Alþingi fyrir flokka þeirra, Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn: Prófessorarnir Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Ólafur Björnsson, Þórir Kr. Þórðarson, Gunnar G. Schram, Ólafur Jóhannesson og Haraldur Ólafsson. Eða menntamálaráðherrarnir Vilhjálmur Hjálmarsson og Ingvar Gíslason. Ég hef oft verið ósammála ýmsum þessara manna um pólitísk málefni en ég bar virðingu fyrir hverjum einasta þeirra og hefði treyst þeim til að halda á fjöreggjum íslensku þjóðarinnar, af trúmennsku. Gætið að ykkur, ágætu alþingismenn, því Ríkisútvarpið er eitt af þeim fjöreggjum íslensku þjóðarinnar sem ykkur var trúað fyrir.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun