Losun í París, lokun í Genf Ögmundur Jónasson skrifar 9. desember 2015 07:00 Á sama tíma og fulltrúar heimsbyggðarinnar ræða hvernig hamla megi gegn losun gróðurhúsalofttegunda, koma fulltrúar TiSA-ríkjanna saman í Genf til að ræða hið gagnstæða; hvernig koma megi í veg fyrir að félagsleg sjónarmið standi í vegi fyrir markaðsvæðingu þess sem á TiSA-máli kallast „Environmental services“ eða umhverfistengd þjónustuviðskipti.Klippt á lýðræðislegar rætur TiSA er skammstöfun fyrir Trade in Services Agreement. Þessar fríverslunarviðræður spruttu upp úr GATS – General Agreement of Trade in Services – viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um þjónustuviðskipti og hófust þær formlega árið 2013 eftir að hlé hafði verið gert á GATS-viðræðunum vegna vaxandi andstöðu almennings og fátækustu ríkja heims. GATS og TiSA eru af sama toga og ganga út á lýðræðisvana markaðsvæðingu. Annars vegar er hún óafturkræf. Ekki er hægt fyrir nýjar ríkisstjórnir að vinda ofan af skuldbindingum um markaðsvæðingu, sem forverarnir gáfu, nema eiga málssókn á hættu. Í annan stað byggja þessar málsóknir á gerðardómsréttarfari, það þýðir að ágreiningsmálum er ekki skotið til dómstóla í viðkomandi ríkjum heldur til gerðardóma með aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta þýðir að klippt er á dómsvald sem á sér lýðræðislegar rætur.Aðild Íslands að siðleysinu Þessar TiSA-samningaviðræður eru siðlausar af tveimur ástæðum fyrir utan það sem hér var nefnt. Annars vegar eru TiSA-viðræðurnar tilraun ríkari hluta heimsins til að komast að samkomulagi sem síðan verði þröngvað upp á hinn snauðari hluta. Þetta takmark hefur ekki verið farið í grafgötur með. Í skýrslu utanríkisráðherra Íslands í mars 2014 segir að vonast sé til að aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar „gerist aðilar að TiSA-samningnum þegar viðræðum er lokið“! Hér er vísað til allra 123 ríkjanna sem stóðu að GATS-viðræðunum. Hins vegar eru TiSA-viðræðurnar ósiðlegar vegna leyndarinnar. Í TiSA-viðræðunum er meiningin að komast að samkomulagi undir leyndarhjúp um mál sem varða samfélagið allt.Leikbrúður fjármagnsins Fréttir af TiSA-viðræðunum nú eigum við enn og aftur Wikileaks að þakka. Í síðustu viku kom Wikileaks fréttum af leynimakkinu í Genf á framfæri. Athyglisvert er að lekinn hefur vakið miklu meiri athygli í þriðja heiminum en í okkar heimshluta þótt rökrétt væri að öll heimsbyggðin risi upp þegar alþjóðafjármagnið gerir lýðræðislega fulltrúa okkar að leikbrúðum sínum. Samningsríkin í TiSA-viðræðunum eru ýmist talin 50 eða 23 eftir því hvort Evrópusambandsríkin eru talin öll sér eða litið á þau sem eina heild en þannig koma þau að þessum viðræðum. Ísland er þarna með á báti, sem áður segir, og var í fréttum í síðustu viku vísað í Noreg og Ísland sem tillöguríki um tiltekna þætti í þessum viðræðum án þess að nokkur opin umræða hafi farið fram um það hér á landi!Varnaðarorð alþjóðasamtaka launafólks Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services International, PSI, hafa fylgst með þessum viðræðum eins og þau hafa getað og sagði Rosa Pavanelli, framkvæmdastjóri PSI, eftir að upplýsingarnar komu fram í síðustu viku, að með ólíkindum væri að heimurinn þurfi að reiða sig á Wikileaks um aðgang að upplýsingum um hvað ríkisstjórnir okkar eru að semja um á bak við tjöldin fyrir okkar hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ögmundur Jónasson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og fulltrúar heimsbyggðarinnar ræða hvernig hamla megi gegn losun gróðurhúsalofttegunda, koma fulltrúar TiSA-ríkjanna saman í Genf til að ræða hið gagnstæða; hvernig koma megi í veg fyrir að félagsleg sjónarmið standi í vegi fyrir markaðsvæðingu þess sem á TiSA-máli kallast „Environmental services“ eða umhverfistengd þjónustuviðskipti.Klippt á lýðræðislegar rætur TiSA er skammstöfun fyrir Trade in Services Agreement. Þessar fríverslunarviðræður spruttu upp úr GATS – General Agreement of Trade in Services – viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um þjónustuviðskipti og hófust þær formlega árið 2013 eftir að hlé hafði verið gert á GATS-viðræðunum vegna vaxandi andstöðu almennings og fátækustu ríkja heims. GATS og TiSA eru af sama toga og ganga út á lýðræðisvana markaðsvæðingu. Annars vegar er hún óafturkræf. Ekki er hægt fyrir nýjar ríkisstjórnir að vinda ofan af skuldbindingum um markaðsvæðingu, sem forverarnir gáfu, nema eiga málssókn á hættu. Í annan stað byggja þessar málsóknir á gerðardómsréttarfari, það þýðir að ágreiningsmálum er ekki skotið til dómstóla í viðkomandi ríkjum heldur til gerðardóma með aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta þýðir að klippt er á dómsvald sem á sér lýðræðislegar rætur.Aðild Íslands að siðleysinu Þessar TiSA-samningaviðræður eru siðlausar af tveimur ástæðum fyrir utan það sem hér var nefnt. Annars vegar eru TiSA-viðræðurnar tilraun ríkari hluta heimsins til að komast að samkomulagi sem síðan verði þröngvað upp á hinn snauðari hluta. Þetta takmark hefur ekki verið farið í grafgötur með. Í skýrslu utanríkisráðherra Íslands í mars 2014 segir að vonast sé til að aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar „gerist aðilar að TiSA-samningnum þegar viðræðum er lokið“! Hér er vísað til allra 123 ríkjanna sem stóðu að GATS-viðræðunum. Hins vegar eru TiSA-viðræðurnar ósiðlegar vegna leyndarinnar. Í TiSA-viðræðunum er meiningin að komast að samkomulagi undir leyndarhjúp um mál sem varða samfélagið allt.Leikbrúður fjármagnsins Fréttir af TiSA-viðræðunum nú eigum við enn og aftur Wikileaks að þakka. Í síðustu viku kom Wikileaks fréttum af leynimakkinu í Genf á framfæri. Athyglisvert er að lekinn hefur vakið miklu meiri athygli í þriðja heiminum en í okkar heimshluta þótt rökrétt væri að öll heimsbyggðin risi upp þegar alþjóðafjármagnið gerir lýðræðislega fulltrúa okkar að leikbrúðum sínum. Samningsríkin í TiSA-viðræðunum eru ýmist talin 50 eða 23 eftir því hvort Evrópusambandsríkin eru talin öll sér eða litið á þau sem eina heild en þannig koma þau að þessum viðræðum. Ísland er þarna með á báti, sem áður segir, og var í fréttum í síðustu viku vísað í Noreg og Ísland sem tillöguríki um tiltekna þætti í þessum viðræðum án þess að nokkur opin umræða hafi farið fram um það hér á landi!Varnaðarorð alþjóðasamtaka launafólks Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services International, PSI, hafa fylgst með þessum viðræðum eins og þau hafa getað og sagði Rosa Pavanelli, framkvæmdastjóri PSI, eftir að upplýsingarnar komu fram í síðustu viku, að með ólíkindum væri að heimurinn þurfi að reiða sig á Wikileaks um aðgang að upplýsingum um hvað ríkisstjórnir okkar eru að semja um á bak við tjöldin fyrir okkar hönd.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar