Kirkja og skóli í sögu og samtíð Þórhallur Heimisson skrifar 9. desember 2015 07:00 Eins og gjarnan á aðventu fer nú fram mikil umræða um samskipti kirkju og skóla. Sitt sýnist hverjum, en oft virðast menn ekki gera sér grein fyrir hversu sterk tengsl skóla, kirkju og fræðslu eru í sögulegu samhengi hér á landi. Er vert að rifja það upp í tilefni þessarar umræðu. Öld kristninnar gekk í garð á Íslandi þúsund árum eftir hin fyrstu jól í Betlehem sem börnin syngja um í sunnudagaskólunum á aðventunni. Þá urðu þessi miklu tímamót hér hjá okkur, þegar forfeður okkar tóku kristna trú. Reyndar var það ekki svo að hér hafi búið heiðin þjóð fyrir kristnitökuna. Nei, þvert á móti, stór hluti landnámsmanna var frá upphafi kristinnar trúar, bæði írskir forfeður okkar og skandinavískir menn sem höfðu tekið trú frá ferðum sínum.Menningarleg bylting Kristnin var ekki eingöngu átrúnaður. Hún var líka menningarleg bylting. Eftir að landsmenn allir tóku kristni, lærðu þeir að lesa og skrifa og breyttust í bókaþjóð, eins og við urðum og erum og viljum halda áfram að vera enn í dag. Kristnitakan olli þannig straumhvörfum í sögu Íslendinga – rétt eins og í sögu allra þeirra þjóða sem kristinn átrúnaður hefur snortið. Með kristninni fylgdu bækur og skólar og tengsl við menntastofnanir um alla Evrópu. Þannig voru fyrstu skólar landsins á vegum kirkjunnar. Ísleifur Gissurarson, biskup í Skálholti 1056 til 1080, stofnsetti latínuskóla á biskupssetrinu eins og tíðkaðist við dómkirkjur víða í Evrópu á þessum tíma. Þegar Hólar í Hjaltadal urðu biskupssetur árið 1106 komst einnig á skólahald þar. Hólar voru um aldir aðal menntasetur Norðlendinga. Um leið héldu Íslendingar til náms erlendis við háskóla um alla Evrópu og tengdust þannig evrópskum straumum og menningu. Í lok miðalda störfuðu hér á landi níu klaustur, sjö munkaklaustur og tvö nunnuklaustur. Þar var og unnið líknarstarf, þar dvaldi gjarnan aldrað fólk og þangað leitaði fátækt farandfólk. En um leið voru klaustrin miðstöðvar bóklegrar menntar. Þeim getum við þakkað flest það sem við höfum talið dýrmætast í íslenskri bókmennta- og menningararfleifð.Mótuðu bernskuspor barnaskóla Kirkjan hafði þannig forystu um fræðslu fram eftir öldum. Með lúterskum sið óx áherslan á almennan lestur. Með þýðingu Biblíunnar á íslenska tungu bjargaði kirkjan íslenskunni. Og þegar barnaskólar ruddu sér til rúms, þá voru það prestar sem höfðu forystu um stofnun þeirra. Sem dæmi má nefna einn elsta skóla landsins, barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, en þar hófst kennsla árið 1852 fyrir forgöngu séra Páls Ingimundarsonar. Annað dæmi um frumkvöðlastarf presta er barnaskólinn í Garði er var stofnaður 1872 – en stofnandi hans var séra Sigurður Brynjólfsson Sívertsen. Árið 1877 var Flensborgarskólinn í Hafnarfirði stofnaður, upphaflega sem barnaskóli. Það var séra Þórarinn Böðvarsson, prófastur í Görðum á Álftanesi, sem stofnaði skólann til minningar um son sinn, Böðvar. Kennaraskólinn var síðan stofnaður 1907. Fyrsti rektor hans var séra Magnús Helgason, en hann var rektor til 1929. Þannig mótuðu prestar bernskuspor barnaskóla hér á landi og ruddu leiðina fyrir menntun almennings. Og þannig er skólastarfið sprottið úr jarðvegi kirkjunnar hér á landi og þeirrar menningarbyltingar sem varð á Þingvöllum við Öxará árið 1000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og gjarnan á aðventu fer nú fram mikil umræða um samskipti kirkju og skóla. Sitt sýnist hverjum, en oft virðast menn ekki gera sér grein fyrir hversu sterk tengsl skóla, kirkju og fræðslu eru í sögulegu samhengi hér á landi. Er vert að rifja það upp í tilefni þessarar umræðu. Öld kristninnar gekk í garð á Íslandi þúsund árum eftir hin fyrstu jól í Betlehem sem börnin syngja um í sunnudagaskólunum á aðventunni. Þá urðu þessi miklu tímamót hér hjá okkur, þegar forfeður okkar tóku kristna trú. Reyndar var það ekki svo að hér hafi búið heiðin þjóð fyrir kristnitökuna. Nei, þvert á móti, stór hluti landnámsmanna var frá upphafi kristinnar trúar, bæði írskir forfeður okkar og skandinavískir menn sem höfðu tekið trú frá ferðum sínum.Menningarleg bylting Kristnin var ekki eingöngu átrúnaður. Hún var líka menningarleg bylting. Eftir að landsmenn allir tóku kristni, lærðu þeir að lesa og skrifa og breyttust í bókaþjóð, eins og við urðum og erum og viljum halda áfram að vera enn í dag. Kristnitakan olli þannig straumhvörfum í sögu Íslendinga – rétt eins og í sögu allra þeirra þjóða sem kristinn átrúnaður hefur snortið. Með kristninni fylgdu bækur og skólar og tengsl við menntastofnanir um alla Evrópu. Þannig voru fyrstu skólar landsins á vegum kirkjunnar. Ísleifur Gissurarson, biskup í Skálholti 1056 til 1080, stofnsetti latínuskóla á biskupssetrinu eins og tíðkaðist við dómkirkjur víða í Evrópu á þessum tíma. Þegar Hólar í Hjaltadal urðu biskupssetur árið 1106 komst einnig á skólahald þar. Hólar voru um aldir aðal menntasetur Norðlendinga. Um leið héldu Íslendingar til náms erlendis við háskóla um alla Evrópu og tengdust þannig evrópskum straumum og menningu. Í lok miðalda störfuðu hér á landi níu klaustur, sjö munkaklaustur og tvö nunnuklaustur. Þar var og unnið líknarstarf, þar dvaldi gjarnan aldrað fólk og þangað leitaði fátækt farandfólk. En um leið voru klaustrin miðstöðvar bóklegrar menntar. Þeim getum við þakkað flest það sem við höfum talið dýrmætast í íslenskri bókmennta- og menningararfleifð.Mótuðu bernskuspor barnaskóla Kirkjan hafði þannig forystu um fræðslu fram eftir öldum. Með lúterskum sið óx áherslan á almennan lestur. Með þýðingu Biblíunnar á íslenska tungu bjargaði kirkjan íslenskunni. Og þegar barnaskólar ruddu sér til rúms, þá voru það prestar sem höfðu forystu um stofnun þeirra. Sem dæmi má nefna einn elsta skóla landsins, barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, en þar hófst kennsla árið 1852 fyrir forgöngu séra Páls Ingimundarsonar. Annað dæmi um frumkvöðlastarf presta er barnaskólinn í Garði er var stofnaður 1872 – en stofnandi hans var séra Sigurður Brynjólfsson Sívertsen. Árið 1877 var Flensborgarskólinn í Hafnarfirði stofnaður, upphaflega sem barnaskóli. Það var séra Þórarinn Böðvarsson, prófastur í Görðum á Álftanesi, sem stofnaði skólann til minningar um son sinn, Böðvar. Kennaraskólinn var síðan stofnaður 1907. Fyrsti rektor hans var séra Magnús Helgason, en hann var rektor til 1929. Þannig mótuðu prestar bernskuspor barnaskóla hér á landi og ruddu leiðina fyrir menntun almennings. Og þannig er skólastarfið sprottið úr jarðvegi kirkjunnar hér á landi og þeirrar menningarbyltingar sem varð á Þingvöllum við Öxará árið 1000.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun