Mikil óvissa ríkir um framtíðina hjá Yahoo Sæunn Gísladóttir skrifar 9. desember 2015 09:00 Marissa Mayer gæti fengið allt að 14,2 milljarða króna út úr starfslokasamningi ef henni er sagt upp hjá Yahoo. Fréttablaðið/Getty Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins. Reuters greindi frá því nýverið að fjarskiptafyrirtækið Verizon Communications sé að íhuga það að kaupa grunnrekstur Yahoo, þar á meðal tölvupósthlutann, frétta- og íþróttasíður, ásamt auglýsingatækni fyrirtækisins. Stjórnin hefur þó enn ekki tilkynnt um neina ákvörðun um sölu og er framtíð fyrirtækisins því enn óljós. Yahoo hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin árin. Melissa Mayer, ung framakona og fyrrverandi starfsmaður Google, var ráðin forstjóri árið 2012 í von um að henni myndi takast aðkoma starfseminni á réttan kjöl. Þær vonir hafa hins vegar ekki gengið eftir. Gengi hlutabréfa í Yahoo hafa lækkað um 31 prósent það sem af er ári. Stjórn og helstu hluthafar Yahoo komu saman í síðustu viku til að ræða framtíð fyrirtækisins og funduðu í þrjá daga. Meðal þess sem var rætt á fundinum var sala á grunnrekstri fyrirtækisins, þar á meðal Tumblr, sem hefur átt í rekstrarerfiðleikum. Talið er að verðmæti grunnrekstursins nemi 4,6 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 600 milljörðum íslenskra króna. Meðal áhugasamra kaupenda eru fjarskiptafyrirtækið Verizon, sem keypti AOL síðasta sumar. Ef salan gengur eftir er óvíst hvort Mayer verði áfram við stýrið. En ef henni verður sagt upp störfum vegna sölu fyrirtækisins mun hún fá allt að 110 milljónir dollara, jafnvirði 14,2 milljarða íslenskra króna í starfslokasamningi. Hún á rétt á að minnsta kosti 25,8 milljónum dollara samkvæmt starfslokasamningi ef hún er rekin af stjórninni áður en sala fer fram. Yahoo var netrisi á tíunda áratugnum og einn helsti samkeppnisaðili Google. Fyrirtækinu var farið að ganga illa þegar Mayer tók við, bæði vegna taps á auglýsingamarkaði í samkeppninni við Google og minni áhuga á fréttasíðum Yahoo þegar fréttaveitur á Facebook fóru að verða helsta fréttasíða notenda. Sérfræðingar óttast nú að ekki verði aftur snúið í verri afkomu fyrirtækisins. Spáð er því að hagnaður ársins muni vera helmingur hagnaðarins árið 2012, þegar Mayer tók við. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins. Reuters greindi frá því nýverið að fjarskiptafyrirtækið Verizon Communications sé að íhuga það að kaupa grunnrekstur Yahoo, þar á meðal tölvupósthlutann, frétta- og íþróttasíður, ásamt auglýsingatækni fyrirtækisins. Stjórnin hefur þó enn ekki tilkynnt um neina ákvörðun um sölu og er framtíð fyrirtækisins því enn óljós. Yahoo hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin árin. Melissa Mayer, ung framakona og fyrrverandi starfsmaður Google, var ráðin forstjóri árið 2012 í von um að henni myndi takast aðkoma starfseminni á réttan kjöl. Þær vonir hafa hins vegar ekki gengið eftir. Gengi hlutabréfa í Yahoo hafa lækkað um 31 prósent það sem af er ári. Stjórn og helstu hluthafar Yahoo komu saman í síðustu viku til að ræða framtíð fyrirtækisins og funduðu í þrjá daga. Meðal þess sem var rætt á fundinum var sala á grunnrekstri fyrirtækisins, þar á meðal Tumblr, sem hefur átt í rekstrarerfiðleikum. Talið er að verðmæti grunnrekstursins nemi 4,6 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 600 milljörðum íslenskra króna. Meðal áhugasamra kaupenda eru fjarskiptafyrirtækið Verizon, sem keypti AOL síðasta sumar. Ef salan gengur eftir er óvíst hvort Mayer verði áfram við stýrið. En ef henni verður sagt upp störfum vegna sölu fyrirtækisins mun hún fá allt að 110 milljónir dollara, jafnvirði 14,2 milljarða íslenskra króna í starfslokasamningi. Hún á rétt á að minnsta kosti 25,8 milljónum dollara samkvæmt starfslokasamningi ef hún er rekin af stjórninni áður en sala fer fram. Yahoo var netrisi á tíunda áratugnum og einn helsti samkeppnisaðili Google. Fyrirtækinu var farið að ganga illa þegar Mayer tók við, bæði vegna taps á auglýsingamarkaði í samkeppninni við Google og minni áhuga á fréttasíðum Yahoo þegar fréttaveitur á Facebook fóru að verða helsta fréttasíða notenda. Sérfræðingar óttast nú að ekki verði aftur snúið í verri afkomu fyrirtækisins. Spáð er því að hagnaður ársins muni vera helmingur hagnaðarins árið 2012, þegar Mayer tók við.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira