Mikil óvissa ríkir um framtíðina hjá Yahoo Sæunn Gísladóttir skrifar 9. desember 2015 09:00 Marissa Mayer gæti fengið allt að 14,2 milljarða króna út úr starfslokasamningi ef henni er sagt upp hjá Yahoo. Fréttablaðið/Getty Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins. Reuters greindi frá því nýverið að fjarskiptafyrirtækið Verizon Communications sé að íhuga það að kaupa grunnrekstur Yahoo, þar á meðal tölvupósthlutann, frétta- og íþróttasíður, ásamt auglýsingatækni fyrirtækisins. Stjórnin hefur þó enn ekki tilkynnt um neina ákvörðun um sölu og er framtíð fyrirtækisins því enn óljós. Yahoo hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin árin. Melissa Mayer, ung framakona og fyrrverandi starfsmaður Google, var ráðin forstjóri árið 2012 í von um að henni myndi takast aðkoma starfseminni á réttan kjöl. Þær vonir hafa hins vegar ekki gengið eftir. Gengi hlutabréfa í Yahoo hafa lækkað um 31 prósent það sem af er ári. Stjórn og helstu hluthafar Yahoo komu saman í síðustu viku til að ræða framtíð fyrirtækisins og funduðu í þrjá daga. Meðal þess sem var rætt á fundinum var sala á grunnrekstri fyrirtækisins, þar á meðal Tumblr, sem hefur átt í rekstrarerfiðleikum. Talið er að verðmæti grunnrekstursins nemi 4,6 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 600 milljörðum íslenskra króna. Meðal áhugasamra kaupenda eru fjarskiptafyrirtækið Verizon, sem keypti AOL síðasta sumar. Ef salan gengur eftir er óvíst hvort Mayer verði áfram við stýrið. En ef henni verður sagt upp störfum vegna sölu fyrirtækisins mun hún fá allt að 110 milljónir dollara, jafnvirði 14,2 milljarða íslenskra króna í starfslokasamningi. Hún á rétt á að minnsta kosti 25,8 milljónum dollara samkvæmt starfslokasamningi ef hún er rekin af stjórninni áður en sala fer fram. Yahoo var netrisi á tíunda áratugnum og einn helsti samkeppnisaðili Google. Fyrirtækinu var farið að ganga illa þegar Mayer tók við, bæði vegna taps á auglýsingamarkaði í samkeppninni við Google og minni áhuga á fréttasíðum Yahoo þegar fréttaveitur á Facebook fóru að verða helsta fréttasíða notenda. Sérfræðingar óttast nú að ekki verði aftur snúið í verri afkomu fyrirtækisins. Spáð er því að hagnaður ársins muni vera helmingur hagnaðarins árið 2012, þegar Mayer tók við. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins. Reuters greindi frá því nýverið að fjarskiptafyrirtækið Verizon Communications sé að íhuga það að kaupa grunnrekstur Yahoo, þar á meðal tölvupósthlutann, frétta- og íþróttasíður, ásamt auglýsingatækni fyrirtækisins. Stjórnin hefur þó enn ekki tilkynnt um neina ákvörðun um sölu og er framtíð fyrirtækisins því enn óljós. Yahoo hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin árin. Melissa Mayer, ung framakona og fyrrverandi starfsmaður Google, var ráðin forstjóri árið 2012 í von um að henni myndi takast aðkoma starfseminni á réttan kjöl. Þær vonir hafa hins vegar ekki gengið eftir. Gengi hlutabréfa í Yahoo hafa lækkað um 31 prósent það sem af er ári. Stjórn og helstu hluthafar Yahoo komu saman í síðustu viku til að ræða framtíð fyrirtækisins og funduðu í þrjá daga. Meðal þess sem var rætt á fundinum var sala á grunnrekstri fyrirtækisins, þar á meðal Tumblr, sem hefur átt í rekstrarerfiðleikum. Talið er að verðmæti grunnrekstursins nemi 4,6 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 600 milljörðum íslenskra króna. Meðal áhugasamra kaupenda eru fjarskiptafyrirtækið Verizon, sem keypti AOL síðasta sumar. Ef salan gengur eftir er óvíst hvort Mayer verði áfram við stýrið. En ef henni verður sagt upp störfum vegna sölu fyrirtækisins mun hún fá allt að 110 milljónir dollara, jafnvirði 14,2 milljarða íslenskra króna í starfslokasamningi. Hún á rétt á að minnsta kosti 25,8 milljónum dollara samkvæmt starfslokasamningi ef hún er rekin af stjórninni áður en sala fer fram. Yahoo var netrisi á tíunda áratugnum og einn helsti samkeppnisaðili Google. Fyrirtækinu var farið að ganga illa þegar Mayer tók við, bæði vegna taps á auglýsingamarkaði í samkeppninni við Google og minni áhuga á fréttasíðum Yahoo þegar fréttaveitur á Facebook fóru að verða helsta fréttasíða notenda. Sérfræðingar óttast nú að ekki verði aftur snúið í verri afkomu fyrirtækisins. Spáð er því að hagnaður ársins muni vera helmingur hagnaðarins árið 2012, þegar Mayer tók við.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira