Mikil óvissa ríkir um framtíðina hjá Yahoo Sæunn Gísladóttir skrifar 9. desember 2015 09:00 Marissa Mayer gæti fengið allt að 14,2 milljarða króna út úr starfslokasamningi ef henni er sagt upp hjá Yahoo. Fréttablaðið/Getty Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins. Reuters greindi frá því nýverið að fjarskiptafyrirtækið Verizon Communications sé að íhuga það að kaupa grunnrekstur Yahoo, þar á meðal tölvupósthlutann, frétta- og íþróttasíður, ásamt auglýsingatækni fyrirtækisins. Stjórnin hefur þó enn ekki tilkynnt um neina ákvörðun um sölu og er framtíð fyrirtækisins því enn óljós. Yahoo hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin árin. Melissa Mayer, ung framakona og fyrrverandi starfsmaður Google, var ráðin forstjóri árið 2012 í von um að henni myndi takast aðkoma starfseminni á réttan kjöl. Þær vonir hafa hins vegar ekki gengið eftir. Gengi hlutabréfa í Yahoo hafa lækkað um 31 prósent það sem af er ári. Stjórn og helstu hluthafar Yahoo komu saman í síðustu viku til að ræða framtíð fyrirtækisins og funduðu í þrjá daga. Meðal þess sem var rætt á fundinum var sala á grunnrekstri fyrirtækisins, þar á meðal Tumblr, sem hefur átt í rekstrarerfiðleikum. Talið er að verðmæti grunnrekstursins nemi 4,6 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 600 milljörðum íslenskra króna. Meðal áhugasamra kaupenda eru fjarskiptafyrirtækið Verizon, sem keypti AOL síðasta sumar. Ef salan gengur eftir er óvíst hvort Mayer verði áfram við stýrið. En ef henni verður sagt upp störfum vegna sölu fyrirtækisins mun hún fá allt að 110 milljónir dollara, jafnvirði 14,2 milljarða íslenskra króna í starfslokasamningi. Hún á rétt á að minnsta kosti 25,8 milljónum dollara samkvæmt starfslokasamningi ef hún er rekin af stjórninni áður en sala fer fram. Yahoo var netrisi á tíunda áratugnum og einn helsti samkeppnisaðili Google. Fyrirtækinu var farið að ganga illa þegar Mayer tók við, bæði vegna taps á auglýsingamarkaði í samkeppninni við Google og minni áhuga á fréttasíðum Yahoo þegar fréttaveitur á Facebook fóru að verða helsta fréttasíða notenda. Sérfræðingar óttast nú að ekki verði aftur snúið í verri afkomu fyrirtækisins. Spáð er því að hagnaður ársins muni vera helmingur hagnaðarins árið 2012, þegar Mayer tók við. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins. Reuters greindi frá því nýverið að fjarskiptafyrirtækið Verizon Communications sé að íhuga það að kaupa grunnrekstur Yahoo, þar á meðal tölvupósthlutann, frétta- og íþróttasíður, ásamt auglýsingatækni fyrirtækisins. Stjórnin hefur þó enn ekki tilkynnt um neina ákvörðun um sölu og er framtíð fyrirtækisins því enn óljós. Yahoo hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin árin. Melissa Mayer, ung framakona og fyrrverandi starfsmaður Google, var ráðin forstjóri árið 2012 í von um að henni myndi takast aðkoma starfseminni á réttan kjöl. Þær vonir hafa hins vegar ekki gengið eftir. Gengi hlutabréfa í Yahoo hafa lækkað um 31 prósent það sem af er ári. Stjórn og helstu hluthafar Yahoo komu saman í síðustu viku til að ræða framtíð fyrirtækisins og funduðu í þrjá daga. Meðal þess sem var rætt á fundinum var sala á grunnrekstri fyrirtækisins, þar á meðal Tumblr, sem hefur átt í rekstrarerfiðleikum. Talið er að verðmæti grunnrekstursins nemi 4,6 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 600 milljörðum íslenskra króna. Meðal áhugasamra kaupenda eru fjarskiptafyrirtækið Verizon, sem keypti AOL síðasta sumar. Ef salan gengur eftir er óvíst hvort Mayer verði áfram við stýrið. En ef henni verður sagt upp störfum vegna sölu fyrirtækisins mun hún fá allt að 110 milljónir dollara, jafnvirði 14,2 milljarða íslenskra króna í starfslokasamningi. Hún á rétt á að minnsta kosti 25,8 milljónum dollara samkvæmt starfslokasamningi ef hún er rekin af stjórninni áður en sala fer fram. Yahoo var netrisi á tíunda áratugnum og einn helsti samkeppnisaðili Google. Fyrirtækinu var farið að ganga illa þegar Mayer tók við, bæði vegna taps á auglýsingamarkaði í samkeppninni við Google og minni áhuga á fréttasíðum Yahoo þegar fréttaveitur á Facebook fóru að verða helsta fréttasíða notenda. Sérfræðingar óttast nú að ekki verði aftur snúið í verri afkomu fyrirtækisins. Spáð er því að hagnaður ársins muni vera helmingur hagnaðarins árið 2012, þegar Mayer tók við.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira