Segist ekki hafa vitað af 250 milljónum evra sem félögin hans fengu að láni hjá Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 14:34 Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008, segist ekki hafa vitað að Kaupþing lánaði eignarhaldsfélagi hans Harlow 130 milljónir evra í september 2008. Vísir/Vilhelm Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008, segist ekki hafa vitað að Kaupþing lánaði eignarhaldsfélagi hans Harlow 130 milljónir evra í september 2008. Þetta kom fram í aðalmeðferð í CLB-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meirihluti lánsins var notaður til að greiða upp lán Harlow við Kaupþing Lúxemborg. Það lán hafði verið notað sem eiginfjárframlag Harlow í eignarhaldfélagið Partridge sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank. Þá vissi Ólafur heldur ekki að Partridge fékk 125 milljóna evra lán frá Kaupþingi til að mæta veðköllum frá Deutsche vegna skuldabréfakaupanna. Gaf skýrslu í gegnum síma frá Kvíabryggju Skuldabréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir viðskiptin og vill saksóknari meina að viðskiptin hafi verið gerð með það að markmiði að lækka skuldatryggngarálag. Ólafur, sem gaf skýrslu í dag í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju þar sem hann afplánar dóm vegna Al Thani-málsins, sagði fyrir dómi að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, hefði kynnt umrædd viðskipti upphaflega fyrir sér. Saksóknari sagði þá að Hreiðar hefði sagt fyrir dómi að Ólafur hefði átt frumkvæði að viðskiptunum. Ólafur svaraði því til að hann kannaðist ekki við það en nefndi að Hjörleifur Jakobsson hefði rætt við Hreiðar en ekki fyrir tilstilli hans. Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú er Arion banki.Vísir/GVA Áhættulítil viðskipti fyrir Ólaf Ólafur sagðist hafa veitt stjórn Harlow umboð til að taka 130 milljóna evra lán hjá ótilgreindri fjármálastofnun og svo 125 milljóna evra lán hjá Deutsche Bank. Hann vissi svo ekki af því þegar félagið fékk lánið frá Kaupþingi og þá gat Ólafur ekki svarað því hvers vegna bankinn var að svara veðkalli sem var beint að félagi í hans eigu.Saksóknari spurði Ólaf hvers vegna hann hefði gengið til þessara viðskipta og svaraði hann því til að þau hefðu falið í sér litla áhættu fyrir hann. Aðspurður hvort eitthvað hefði legið fyrir um hvað yrði af hagnaði viðskiptanna, ef hann yrði einhver, sagði Ólafur að rætt hefði verið um að hagnaðurinn færi í styrkja eigin fé hjá fyrirtækjum sem áttu í lánsviðskiptum við Kaupþing.„Er ég ekki búinn að svara þessu?“Undir lok skýrslutökunnar spurði saksóknari hvort það væri rétt skilið hjá honum að Ólafur hafi ekki vitað að á tæpum mánuði hafi skuldbindingar hans við Kaupþing aukist um 250 milljónir.„Er ég ekki búinn að svara þessu?” sagði Ólafur þá. „Það var sem sagt þannig?“ spurði saksóknari en fékk ekkert svar frá Ólafi. Í málinu eru þeir Hreiðar Már og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga upp á samtals 510 milljónir evra. Þá er Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Tengdar fréttir Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008, segist ekki hafa vitað að Kaupþing lánaði eignarhaldsfélagi hans Harlow 130 milljónir evra í september 2008. Þetta kom fram í aðalmeðferð í CLB-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meirihluti lánsins var notaður til að greiða upp lán Harlow við Kaupþing Lúxemborg. Það lán hafði verið notað sem eiginfjárframlag Harlow í eignarhaldfélagið Partridge sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank. Þá vissi Ólafur heldur ekki að Partridge fékk 125 milljóna evra lán frá Kaupþingi til að mæta veðköllum frá Deutsche vegna skuldabréfakaupanna. Gaf skýrslu í gegnum síma frá Kvíabryggju Skuldabréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir viðskiptin og vill saksóknari meina að viðskiptin hafi verið gerð með það að markmiði að lækka skuldatryggngarálag. Ólafur, sem gaf skýrslu í dag í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju þar sem hann afplánar dóm vegna Al Thani-málsins, sagði fyrir dómi að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, hefði kynnt umrædd viðskipti upphaflega fyrir sér. Saksóknari sagði þá að Hreiðar hefði sagt fyrir dómi að Ólafur hefði átt frumkvæði að viðskiptunum. Ólafur svaraði því til að hann kannaðist ekki við það en nefndi að Hjörleifur Jakobsson hefði rætt við Hreiðar en ekki fyrir tilstilli hans. Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú er Arion banki.Vísir/GVA Áhættulítil viðskipti fyrir Ólaf Ólafur sagðist hafa veitt stjórn Harlow umboð til að taka 130 milljóna evra lán hjá ótilgreindri fjármálastofnun og svo 125 milljóna evra lán hjá Deutsche Bank. Hann vissi svo ekki af því þegar félagið fékk lánið frá Kaupþingi og þá gat Ólafur ekki svarað því hvers vegna bankinn var að svara veðkalli sem var beint að félagi í hans eigu.Saksóknari spurði Ólaf hvers vegna hann hefði gengið til þessara viðskipta og svaraði hann því til að þau hefðu falið í sér litla áhættu fyrir hann. Aðspurður hvort eitthvað hefði legið fyrir um hvað yrði af hagnaði viðskiptanna, ef hann yrði einhver, sagði Ólafur að rætt hefði verið um að hagnaðurinn færi í styrkja eigin fé hjá fyrirtækjum sem áttu í lánsviðskiptum við Kaupþing.„Er ég ekki búinn að svara þessu?“Undir lok skýrslutökunnar spurði saksóknari hvort það væri rétt skilið hjá honum að Ólafur hafi ekki vitað að á tæpum mánuði hafi skuldbindingar hans við Kaupþing aukist um 250 milljónir.„Er ég ekki búinn að svara þessu?” sagði Ólafur þá. „Það var sem sagt þannig?“ spurði saksóknari en fékk ekkert svar frá Ólafi. Í málinu eru þeir Hreiðar Már og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga upp á samtals 510 milljónir evra. Þá er Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar.
Tengdar fréttir Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53
Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20