Svartur á líka leik Árni Páll Árnason skrifar 30. nóvember 2015 08:00 Að sjálfsögðu bregður fólki við þegar það heyrir að lögreglan fái aukinn aðgang að vopnum. Á Íslandi höfum við getað sagt stolt frá því að almennir lögreglumenn séu ekki vopnaðir því þess hefur ekki reynst þörf. Líklega snýr undrun fólks yfir fréttum síðustu viku ekki síst að því hversu óljósar upplýsingar er að fá um eðli og forsendur breytinga á vopnabúnaði lögreglunnar. Ef verið er að fjölga geymslustöðum vopna og vopnbúa lögreglubíla almennt hefði maður talið eðlilegt að slíkar breytingar hefðu fyrst verið kynntar á Alþingi og á meðal almennings, rökstuddar og útskýrðar. Lögreglumenn vilja að sjálfsögðu gera það sem þarf til að vernda borgarana og ef til vill eru þessar breytingar rökréttar í því samhengi. Um það vitum við hins vegar ekkert því ákvarðanir og forsendur þeirra hafa ekki verið kynntar og umfang breytinganna er ekki enn fullljóst. Lögregluyfirvöldum ber skylda til að bera það undir borgarana og fulltrúa þeirra hvort þeir kjósi meiri vernd af þessu tagi og gefa þeim tækifæri til að vega og meta mögulegan ávinning eða tap af slíku. Vopnabúnaður lögreglu og aðgangur almennra lögreglumanna að vopnum er einn þáttur í því að tryggja öryggi borgaranna og öryggi lögreglumanna. Hins vegar er engin fylgni milli vopnaburðar lögreglu í öðrum löndum og lágrar glæpatíðni, nema síður sé. Hvert er mat lögreglunnar og sérfræðinga á áhættu sem fylgir þessari breytingu? Því það er ekki bara hvítur sem spilar, heldur á svartur líka alltaf leik. Hvert getur verið andsvar glæpamanna við auknum vopnabúnaði? Sú ákvörðun að gera vopn aðgengilegri fyrir almenna lögreglumenn er stórpólitískt mál og á heima á Alþingi Íslendinga og ég hef óskað eftir sérstakri umræðu við innanríkisráðherra um málið þar. Það þarf að upplýsa um hvers eðlis breytingarnar séu og á hvaða grunni ákvarðanir um þær hafa verið teknar. Leynimakk og misvísandi svör um svo viðkvæmt mál eru löggæsluyfirvöldum ekki samboðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Að sjálfsögðu bregður fólki við þegar það heyrir að lögreglan fái aukinn aðgang að vopnum. Á Íslandi höfum við getað sagt stolt frá því að almennir lögreglumenn séu ekki vopnaðir því þess hefur ekki reynst þörf. Líklega snýr undrun fólks yfir fréttum síðustu viku ekki síst að því hversu óljósar upplýsingar er að fá um eðli og forsendur breytinga á vopnabúnaði lögreglunnar. Ef verið er að fjölga geymslustöðum vopna og vopnbúa lögreglubíla almennt hefði maður talið eðlilegt að slíkar breytingar hefðu fyrst verið kynntar á Alþingi og á meðal almennings, rökstuddar og útskýrðar. Lögreglumenn vilja að sjálfsögðu gera það sem þarf til að vernda borgarana og ef til vill eru þessar breytingar rökréttar í því samhengi. Um það vitum við hins vegar ekkert því ákvarðanir og forsendur þeirra hafa ekki verið kynntar og umfang breytinganna er ekki enn fullljóst. Lögregluyfirvöldum ber skylda til að bera það undir borgarana og fulltrúa þeirra hvort þeir kjósi meiri vernd af þessu tagi og gefa þeim tækifæri til að vega og meta mögulegan ávinning eða tap af slíku. Vopnabúnaður lögreglu og aðgangur almennra lögreglumanna að vopnum er einn þáttur í því að tryggja öryggi borgaranna og öryggi lögreglumanna. Hins vegar er engin fylgni milli vopnaburðar lögreglu í öðrum löndum og lágrar glæpatíðni, nema síður sé. Hvert er mat lögreglunnar og sérfræðinga á áhættu sem fylgir þessari breytingu? Því það er ekki bara hvítur sem spilar, heldur á svartur líka alltaf leik. Hvert getur verið andsvar glæpamanna við auknum vopnabúnaði? Sú ákvörðun að gera vopn aðgengilegri fyrir almenna lögreglumenn er stórpólitískt mál og á heima á Alþingi Íslendinga og ég hef óskað eftir sérstakri umræðu við innanríkisráðherra um málið þar. Það þarf að upplýsa um hvers eðlis breytingarnar séu og á hvaða grunni ákvarðanir um þær hafa verið teknar. Leynimakk og misvísandi svör um svo viðkvæmt mál eru löggæsluyfirvöldum ekki samboðin.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar