Svartur á líka leik Árni Páll Árnason skrifar 30. nóvember 2015 08:00 Að sjálfsögðu bregður fólki við þegar það heyrir að lögreglan fái aukinn aðgang að vopnum. Á Íslandi höfum við getað sagt stolt frá því að almennir lögreglumenn séu ekki vopnaðir því þess hefur ekki reynst þörf. Líklega snýr undrun fólks yfir fréttum síðustu viku ekki síst að því hversu óljósar upplýsingar er að fá um eðli og forsendur breytinga á vopnabúnaði lögreglunnar. Ef verið er að fjölga geymslustöðum vopna og vopnbúa lögreglubíla almennt hefði maður talið eðlilegt að slíkar breytingar hefðu fyrst verið kynntar á Alþingi og á meðal almennings, rökstuddar og útskýrðar. Lögreglumenn vilja að sjálfsögðu gera það sem þarf til að vernda borgarana og ef til vill eru þessar breytingar rökréttar í því samhengi. Um það vitum við hins vegar ekkert því ákvarðanir og forsendur þeirra hafa ekki verið kynntar og umfang breytinganna er ekki enn fullljóst. Lögregluyfirvöldum ber skylda til að bera það undir borgarana og fulltrúa þeirra hvort þeir kjósi meiri vernd af þessu tagi og gefa þeim tækifæri til að vega og meta mögulegan ávinning eða tap af slíku. Vopnabúnaður lögreglu og aðgangur almennra lögreglumanna að vopnum er einn þáttur í því að tryggja öryggi borgaranna og öryggi lögreglumanna. Hins vegar er engin fylgni milli vopnaburðar lögreglu í öðrum löndum og lágrar glæpatíðni, nema síður sé. Hvert er mat lögreglunnar og sérfræðinga á áhættu sem fylgir þessari breytingu? Því það er ekki bara hvítur sem spilar, heldur á svartur líka alltaf leik. Hvert getur verið andsvar glæpamanna við auknum vopnabúnaði? Sú ákvörðun að gera vopn aðgengilegri fyrir almenna lögreglumenn er stórpólitískt mál og á heima á Alþingi Íslendinga og ég hef óskað eftir sérstakri umræðu við innanríkisráðherra um málið þar. Það þarf að upplýsa um hvers eðlis breytingarnar séu og á hvaða grunni ákvarðanir um þær hafa verið teknar. Leynimakk og misvísandi svör um svo viðkvæmt mál eru löggæsluyfirvöldum ekki samboðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Að sjálfsögðu bregður fólki við þegar það heyrir að lögreglan fái aukinn aðgang að vopnum. Á Íslandi höfum við getað sagt stolt frá því að almennir lögreglumenn séu ekki vopnaðir því þess hefur ekki reynst þörf. Líklega snýr undrun fólks yfir fréttum síðustu viku ekki síst að því hversu óljósar upplýsingar er að fá um eðli og forsendur breytinga á vopnabúnaði lögreglunnar. Ef verið er að fjölga geymslustöðum vopna og vopnbúa lögreglubíla almennt hefði maður talið eðlilegt að slíkar breytingar hefðu fyrst verið kynntar á Alþingi og á meðal almennings, rökstuddar og útskýrðar. Lögreglumenn vilja að sjálfsögðu gera það sem þarf til að vernda borgarana og ef til vill eru þessar breytingar rökréttar í því samhengi. Um það vitum við hins vegar ekkert því ákvarðanir og forsendur þeirra hafa ekki verið kynntar og umfang breytinganna er ekki enn fullljóst. Lögregluyfirvöldum ber skylda til að bera það undir borgarana og fulltrúa þeirra hvort þeir kjósi meiri vernd af þessu tagi og gefa þeim tækifæri til að vega og meta mögulegan ávinning eða tap af slíku. Vopnabúnaður lögreglu og aðgangur almennra lögreglumanna að vopnum er einn þáttur í því að tryggja öryggi borgaranna og öryggi lögreglumanna. Hins vegar er engin fylgni milli vopnaburðar lögreglu í öðrum löndum og lágrar glæpatíðni, nema síður sé. Hvert er mat lögreglunnar og sérfræðinga á áhættu sem fylgir þessari breytingu? Því það er ekki bara hvítur sem spilar, heldur á svartur líka alltaf leik. Hvert getur verið andsvar glæpamanna við auknum vopnabúnaði? Sú ákvörðun að gera vopn aðgengilegri fyrir almenna lögreglumenn er stórpólitískt mál og á heima á Alþingi Íslendinga og ég hef óskað eftir sérstakri umræðu við innanríkisráðherra um málið þar. Það þarf að upplýsa um hvers eðlis breytingarnar séu og á hvaða grunni ákvarðanir um þær hafa verið teknar. Leynimakk og misvísandi svör um svo viðkvæmt mál eru löggæsluyfirvöldum ekki samboðin.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar