Bjart er yfir betri Landspítala á betri stað Guðjón Sigurbjartsson og Örn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Samtök um Betri spítala á betri stað (BS) lögðu í júní 2015 fram fjárhagslegan samanburð, yfirfarinn af KPMG, sem sýnir að það er um 100 milljörðum króna hagkvæmara að reisa nýjan spítala á besta mögulega stað en að byggja við og endurgera gamla spítalann á Hringbraut. Þetta eru góðar fréttir fyrir landsmenn því nýr spítali á besta stað verður augljóslega mun betri spítali bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn til langrar framtíðar. Viðhorfskönnun sem MMR gerði í ágúst síðastliðnum sýndi að einungis 38% landsmanna eru ánægð með að Landspítalinn rísi við Hringbraut. Samkvæmt nýjum óformlegum könnunum meðal lækna og sjúkraflutningamanna vilja um 85% að nýr spítali rísi á öðrum stað en Hringbraut. Úrelt lög kveða á um að byggja skuli nýja Landspítalann við þann gamla á Hringbraut. Þau voru sett við aðrar aðstæður. Efnahagshrunið hafði fyrirgert getu ríkissjóðs til að fjármagna það verkefni og fjöldi heilbrigðisstarfsmanna fór utan til vinnu vegna launakjara og vinnuaðstöðu. Byggingaráformin voru því tónuð niður og þess freistað að laga þau að möguleikum ríkissjóðs. Ekki hefur ríkt einhugur um þau áform enda gallarnir við áformin augljósir. Ný og bjartari framtíðarsýn blasir nú við. Fjárhagur ríkissjóðs er að taka stakkaskiptum og straumur ferðamanna ber með sér tekjur en kallar einnig á fjölgun gistirýma og veitingastaða, ekki síst í miðbæ Reykjavíkur. Nú er svo komið að spítalinn er í vegi fyrir æskilegri skipulagsþróun borgarinnar og skapar mikið álag á samgöngukerfið. Nú er líka ljóst að bæði er hagkvæmt og gott að spítalinn rísi á nýjum stað utan miðbæjarins nær þungamiðju byggðarinnar. Bent hefur verið á nokkra staði austar á höfuðborgarsvæðinu sem henta vel og bjóða upp á kyrrð og náttúrufegurð sem hjálpar til við bata sjúklinga. Ráðgjafafyrirtækið KPMG gerði í sumar, að ósk NLSH ohf., úttekt á útreikningum Betri spítala og skilaði skýrslu sem túlkuð hefur verið þannig að hagkvæmast sé að byggja spítalann við Hringbraut. KPMG setur skýra fyrirvara og bendir á að forsendur skýrslunnar séu byggðar á óstaðfestum upplýsingum frá NLSH ohf. sem hefur þá afstöðu að byggja skuli við Hringbraut. Enda er ljóst að niðurstöður skýrslunnar eru á skjön við raunveruleikann og ómarktækar. Þar á ofan hefur skýrsla KPMG verið rangtúlkuð. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér skýrslu KPMG og athugasemdir BS við hana geta skoðað þessa slóð: https://betrispitali.is/upplysingar/skyrsla-kpmg/.Borgar sig upp sjálfur Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst skilaði í október síðastliðnum skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins og kallast „Landspítali, nýbyggingar og ólík rekstrarform“. Í skýrslunni eru meðal annars staðsetningarmál Landspítalans tekin fyrir. Þar er í meginatriðum tekið undir sjónarmið Betri spítala. Hagkvæmni þess að byggja nýjan spítala á besta stað er slík að hún réttlætir lántöku fyrir byggingarkostnaðinum til 40 ára með 3% vöxtum, en það gerir spítalabygging við Hringbraut ekki. Því má segja að nýr spítali á besta stað borgi sig upp sjálfur miðað við að byggja við gamla spítalann á Hringbraut. Hagurinn af því að byggja nýjan spítala á betri stað er til langs tíma litið að minnsta kosti 100 milljarðar króna. Notendum spítalans mun stórfjölga næstu áratugi og verðmæti þess að hafa spítala í fremstu röð í heiminum sem mun geta stækkað eftir þörfum næstu áratugi verður vart metið til fjár. Það mun einnig taka styttri tíma að byggja nýjan spítala á opnu aðgengilegu svæði en að bútasauma við Hringbraut þar sem meðal annars þarf að sprengja fyrir kjöllurum og tengigöngum inn á milli gömlu húsanna. Með hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi þarf Alþingi að endurskoða lög um byggingu nýs Landspítala og að láta fara fram nýtt, opið og faglegt staðarval fyrir nýja Landspítalann.www.betrispitali.ishttps://www.facebook.com/betrilandspitaliabetristadvísir/gva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samtök um Betri spítala á betri stað (BS) lögðu í júní 2015 fram fjárhagslegan samanburð, yfirfarinn af KPMG, sem sýnir að það er um 100 milljörðum króna hagkvæmara að reisa nýjan spítala á besta mögulega stað en að byggja við og endurgera gamla spítalann á Hringbraut. Þetta eru góðar fréttir fyrir landsmenn því nýr spítali á besta stað verður augljóslega mun betri spítali bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn til langrar framtíðar. Viðhorfskönnun sem MMR gerði í ágúst síðastliðnum sýndi að einungis 38% landsmanna eru ánægð með að Landspítalinn rísi við Hringbraut. Samkvæmt nýjum óformlegum könnunum meðal lækna og sjúkraflutningamanna vilja um 85% að nýr spítali rísi á öðrum stað en Hringbraut. Úrelt lög kveða á um að byggja skuli nýja Landspítalann við þann gamla á Hringbraut. Þau voru sett við aðrar aðstæður. Efnahagshrunið hafði fyrirgert getu ríkissjóðs til að fjármagna það verkefni og fjöldi heilbrigðisstarfsmanna fór utan til vinnu vegna launakjara og vinnuaðstöðu. Byggingaráformin voru því tónuð niður og þess freistað að laga þau að möguleikum ríkissjóðs. Ekki hefur ríkt einhugur um þau áform enda gallarnir við áformin augljósir. Ný og bjartari framtíðarsýn blasir nú við. Fjárhagur ríkissjóðs er að taka stakkaskiptum og straumur ferðamanna ber með sér tekjur en kallar einnig á fjölgun gistirýma og veitingastaða, ekki síst í miðbæ Reykjavíkur. Nú er svo komið að spítalinn er í vegi fyrir æskilegri skipulagsþróun borgarinnar og skapar mikið álag á samgöngukerfið. Nú er líka ljóst að bæði er hagkvæmt og gott að spítalinn rísi á nýjum stað utan miðbæjarins nær þungamiðju byggðarinnar. Bent hefur verið á nokkra staði austar á höfuðborgarsvæðinu sem henta vel og bjóða upp á kyrrð og náttúrufegurð sem hjálpar til við bata sjúklinga. Ráðgjafafyrirtækið KPMG gerði í sumar, að ósk NLSH ohf., úttekt á útreikningum Betri spítala og skilaði skýrslu sem túlkuð hefur verið þannig að hagkvæmast sé að byggja spítalann við Hringbraut. KPMG setur skýra fyrirvara og bendir á að forsendur skýrslunnar séu byggðar á óstaðfestum upplýsingum frá NLSH ohf. sem hefur þá afstöðu að byggja skuli við Hringbraut. Enda er ljóst að niðurstöður skýrslunnar eru á skjön við raunveruleikann og ómarktækar. Þar á ofan hefur skýrsla KPMG verið rangtúlkuð. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér skýrslu KPMG og athugasemdir BS við hana geta skoðað þessa slóð: https://betrispitali.is/upplysingar/skyrsla-kpmg/.Borgar sig upp sjálfur Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst skilaði í október síðastliðnum skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins og kallast „Landspítali, nýbyggingar og ólík rekstrarform“. Í skýrslunni eru meðal annars staðsetningarmál Landspítalans tekin fyrir. Þar er í meginatriðum tekið undir sjónarmið Betri spítala. Hagkvæmni þess að byggja nýjan spítala á besta stað er slík að hún réttlætir lántöku fyrir byggingarkostnaðinum til 40 ára með 3% vöxtum, en það gerir spítalabygging við Hringbraut ekki. Því má segja að nýr spítali á besta stað borgi sig upp sjálfur miðað við að byggja við gamla spítalann á Hringbraut. Hagurinn af því að byggja nýjan spítala á betri stað er til langs tíma litið að minnsta kosti 100 milljarðar króna. Notendum spítalans mun stórfjölga næstu áratugi og verðmæti þess að hafa spítala í fremstu röð í heiminum sem mun geta stækkað eftir þörfum næstu áratugi verður vart metið til fjár. Það mun einnig taka styttri tíma að byggja nýjan spítala á opnu aðgengilegu svæði en að bútasauma við Hringbraut þar sem meðal annars þarf að sprengja fyrir kjöllurum og tengigöngum inn á milli gömlu húsanna. Með hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi þarf Alþingi að endurskoða lög um byggingu nýs Landspítala og að láta fara fram nýtt, opið og faglegt staðarval fyrir nýja Landspítalann.www.betrispitali.ishttps://www.facebook.com/betrilandspitaliabetristadvísir/gva
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun