Frá sjóræningjaumhverfi til viðskipta Guðrún Björk Bjarnadóttir skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Nokkur stærstu rétthafasamtök landsins sem eru fulltrúar tónhöfunda, flytjenda, hljómplötuframleiðenda, kvikmyndagerðarmanna og myndrétthafa, gerðu nýverið samkomulag við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um túlkun dómstóls í máli sem þau varðaði og sneri að lokun tveggja vefsvæða sem hafa það að yfirlýstu markmiði að deila á ólögmætan hátt höfundarréttarvörðu efni. Samkomulag þetta varð uppspretta umræðna og var m.a. gagnrýnt af þingmanni Pírata sem sagði að með þessu ætti sér stað ritskoðun, þarna „sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandi“ og að umræddar síður væru leitarsíður svipaðar og Google og Yahoo og „af hverju ekki að fara bara alla leið og loka öllum leitarsíðum“. Umrædd ummæli eru úr viðtali við þingmanninn sem birtist á Vísi þann 16. september sl. Er því til að svara að umrætt samkomulag felur ekki í sér ritskoðun af hálfu rétthafasamtaka eða fjarskiptafyrirtækja, það lýtur einfaldlega að aðgengi að þeim vefsvæðum sem dómstóll hefur nú þegar dæmt ólögleg, burtséð frá því undir hvaða léni þau eru vistuð. Í raun felur samkomulagið ekki annað í sér en að mæla fyrir um tiltekna framkvæmd á úrskurði dómstóls um staðfestingu lögbanns. Þá er vandséð hver líkindin eru með leitarvélunum Google og Yahoo annars vegar og vefsvæðunum deildu.net og Pirate Bay hins vegar, sem bersýnilega eru sett upp í því markmiði að deila höfundarréttarvörðu efni í óþökk rétthafa.Fordæmi dómstóla Réttarreglur íslensks réttar byggjast á réttarheimildum og eru réttarheimildir fleiri en sett lög Alþingis. Ein mikilvægasta réttarheimildin í íslenskum rétti eru fordæmi dómstóla. Í stuttu máli þýðir það að leggja beri fordæmi til grundvallar úrlausn í sambærilegu yngra máli, nema dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að sú meðferð réttarheimilda sem réð fyrri niðurstöðinni hafi verið röng. Ekki á því að þurfa að fara með sambærileg mál til úrlausnar dómstóla í hvert sinn, heldur hafa fordæmi dómstóla lagagildi gagnvart úrlausn þeirra og ber að fylgja þeim. Í ljósi þessarar réttarreglu er það skoðun undirritaðrar að hérlendum fjarskiptafyrirtækjum beri að fylgja því fordæmi sem nú liggur fyrir og hægt sé að loka vefsvæðum sem eru sambærileg þeim vefsvæðum sem dómur hefur þegar gengið um. Verður það að teljast mjög sérstakt ef fjarskiptafyrirtækin munu ekki hlíta þessu fordæmi. Það að þurfa að fara í nýtt lögbannsmál með tilheyrandi kostnaði í hvert skipti sem ný deilisíða skýtur upp kollinum á að vera óþarfi. Á þessu sviði eiga að gilda sömu leikreglur og almennt gilda í þjóðfélaginu og þá komum við eiginlega að kjarna málsins. Af einhverjum ástæðum er sú rödd hávær að í netheimum eigi allt að vera leyfilegt og þar sem ekki sé hægt að koma að fullu í veg fyrir brot á netinu, eigi að hætta að reyna slíkt. Þessi í stað er kallað eftir nýjum viðskiptamódelum. Rétthafasamtök þau sem staðið hafa að þessum aðgerðum gera sér fulla grein fyrir því að seint verður hægt að koma í veg fyrir brot á höfundarrétti á netinu ekki frekar en seint verður hægt að koma í veg fyrir alla glæpi í þjóðfélaginu. Við höfum séð markverðan árangur af aðgerðunum bæði svart á hvítu í tölum um umferð á þessar ólöglegu síður svo og óbeint því við teljum okkur vita að öll umræða og fræðsla um þessi mál sé af hinu góða og hafi fyrirbyggjandi áhrif. Netið er ein mikilvægasta leið fyrirtækja til markaðssetningar og á netinu eiga sér stað mikil viðskipti. Skiptir það öll fyrirtæki máli að höfundarréttur þeirra á því efni sem þeir setja inn á heimasíður sínar sé virtur. Það að hægt sé að stela efninu með tæknilegum ráðstöfunum, getur aldrei verið afsökun fyrir því að það sé gert án afleiðinga. Ákall um ný viðskiptamódel átti klárlega rétt á sér fyrir nokkrum árum síðan, en virkar hjákátlega í dag, þegar framboð af bæði tónlist og myndefni sem hægt er að sækja á löglegan hátt, er gífurlega mikið hérlendis sem erlendis. Allar helstu sjónvarpsstöðvar landsins gera nú notendum kleift að sækja dagskrárefni á þeim tíma og stað sem hver og einn kýs, hvort heldur sem það er í gegnum sjónvarpið eða í gegnum tölvur og snjallsíma. Hefur notkun á slíkri þjónustu aukist mjög mikið, eða um tæp 300% frá árinu 2011, þegar þjónustan var fyrst tekin upp. Lista yfir löglegar leiðir til að nálgast afþreyingarefni á Íslandi er að finna á netsíðunni www.tonlistogmyndir.is Hvort þessi viðskiptamódel séu hins vegar að skila nægilegum og sanngjörnum tekjum til höfunda og annarra sem hafa búið til þau verk sem þar er dreift er annað mál. Aðalmálið er þó að þarna eru komnir samstarfsaðilar sem telja eðlilegt að greiða fyrir notkun verka á netinu og hægt er að vinna með til framtíðar í þá átt að skapa eðlilegt viðskiptaumhverfi fyrir rétthafa. Það er allt önnur og betri staða en var hér fyrir nokkrum árum síðan þegar umhverfið einkenndist af sjóræningjastarfsemi á netinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkur stærstu rétthafasamtök landsins sem eru fulltrúar tónhöfunda, flytjenda, hljómplötuframleiðenda, kvikmyndagerðarmanna og myndrétthafa, gerðu nýverið samkomulag við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um túlkun dómstóls í máli sem þau varðaði og sneri að lokun tveggja vefsvæða sem hafa það að yfirlýstu markmiði að deila á ólögmætan hátt höfundarréttarvörðu efni. Samkomulag þetta varð uppspretta umræðna og var m.a. gagnrýnt af þingmanni Pírata sem sagði að með þessu ætti sér stað ritskoðun, þarna „sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandi“ og að umræddar síður væru leitarsíður svipaðar og Google og Yahoo og „af hverju ekki að fara bara alla leið og loka öllum leitarsíðum“. Umrædd ummæli eru úr viðtali við þingmanninn sem birtist á Vísi þann 16. september sl. Er því til að svara að umrætt samkomulag felur ekki í sér ritskoðun af hálfu rétthafasamtaka eða fjarskiptafyrirtækja, það lýtur einfaldlega að aðgengi að þeim vefsvæðum sem dómstóll hefur nú þegar dæmt ólögleg, burtséð frá því undir hvaða léni þau eru vistuð. Í raun felur samkomulagið ekki annað í sér en að mæla fyrir um tiltekna framkvæmd á úrskurði dómstóls um staðfestingu lögbanns. Þá er vandséð hver líkindin eru með leitarvélunum Google og Yahoo annars vegar og vefsvæðunum deildu.net og Pirate Bay hins vegar, sem bersýnilega eru sett upp í því markmiði að deila höfundarréttarvörðu efni í óþökk rétthafa.Fordæmi dómstóla Réttarreglur íslensks réttar byggjast á réttarheimildum og eru réttarheimildir fleiri en sett lög Alþingis. Ein mikilvægasta réttarheimildin í íslenskum rétti eru fordæmi dómstóla. Í stuttu máli þýðir það að leggja beri fordæmi til grundvallar úrlausn í sambærilegu yngra máli, nema dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að sú meðferð réttarheimilda sem réð fyrri niðurstöðinni hafi verið röng. Ekki á því að þurfa að fara með sambærileg mál til úrlausnar dómstóla í hvert sinn, heldur hafa fordæmi dómstóla lagagildi gagnvart úrlausn þeirra og ber að fylgja þeim. Í ljósi þessarar réttarreglu er það skoðun undirritaðrar að hérlendum fjarskiptafyrirtækjum beri að fylgja því fordæmi sem nú liggur fyrir og hægt sé að loka vefsvæðum sem eru sambærileg þeim vefsvæðum sem dómur hefur þegar gengið um. Verður það að teljast mjög sérstakt ef fjarskiptafyrirtækin munu ekki hlíta þessu fordæmi. Það að þurfa að fara í nýtt lögbannsmál með tilheyrandi kostnaði í hvert skipti sem ný deilisíða skýtur upp kollinum á að vera óþarfi. Á þessu sviði eiga að gilda sömu leikreglur og almennt gilda í þjóðfélaginu og þá komum við eiginlega að kjarna málsins. Af einhverjum ástæðum er sú rödd hávær að í netheimum eigi allt að vera leyfilegt og þar sem ekki sé hægt að koma að fullu í veg fyrir brot á netinu, eigi að hætta að reyna slíkt. Þessi í stað er kallað eftir nýjum viðskiptamódelum. Rétthafasamtök þau sem staðið hafa að þessum aðgerðum gera sér fulla grein fyrir því að seint verður hægt að koma í veg fyrir brot á höfundarrétti á netinu ekki frekar en seint verður hægt að koma í veg fyrir alla glæpi í þjóðfélaginu. Við höfum séð markverðan árangur af aðgerðunum bæði svart á hvítu í tölum um umferð á þessar ólöglegu síður svo og óbeint því við teljum okkur vita að öll umræða og fræðsla um þessi mál sé af hinu góða og hafi fyrirbyggjandi áhrif. Netið er ein mikilvægasta leið fyrirtækja til markaðssetningar og á netinu eiga sér stað mikil viðskipti. Skiptir það öll fyrirtæki máli að höfundarréttur þeirra á því efni sem þeir setja inn á heimasíður sínar sé virtur. Það að hægt sé að stela efninu með tæknilegum ráðstöfunum, getur aldrei verið afsökun fyrir því að það sé gert án afleiðinga. Ákall um ný viðskiptamódel átti klárlega rétt á sér fyrir nokkrum árum síðan, en virkar hjákátlega í dag, þegar framboð af bæði tónlist og myndefni sem hægt er að sækja á löglegan hátt, er gífurlega mikið hérlendis sem erlendis. Allar helstu sjónvarpsstöðvar landsins gera nú notendum kleift að sækja dagskrárefni á þeim tíma og stað sem hver og einn kýs, hvort heldur sem það er í gegnum sjónvarpið eða í gegnum tölvur og snjallsíma. Hefur notkun á slíkri þjónustu aukist mjög mikið, eða um tæp 300% frá árinu 2011, þegar þjónustan var fyrst tekin upp. Lista yfir löglegar leiðir til að nálgast afþreyingarefni á Íslandi er að finna á netsíðunni www.tonlistogmyndir.is Hvort þessi viðskiptamódel séu hins vegar að skila nægilegum og sanngjörnum tekjum til höfunda og annarra sem hafa búið til þau verk sem þar er dreift er annað mál. Aðalmálið er þó að þarna eru komnir samstarfsaðilar sem telja eðlilegt að greiða fyrir notkun verka á netinu og hægt er að vinna með til framtíðar í þá átt að skapa eðlilegt viðskiptaumhverfi fyrir rétthafa. Það er allt önnur og betri staða en var hér fyrir nokkrum árum síðan þegar umhverfið einkenndist af sjóræningjastarfsemi á netinu.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun