Smánarblettur Magnús Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2015 07:00 Blessunarlega þekkja margir Íslendingar þau miklu lífsgæði sem felast í því að alast upp í nábýli við eldri kynslóðir. Eiga vísan gæskufullan faðm ömmu og afa, læra af þeim um lífið og liðna tíð og deila með þeim sorgum og gleði frá unga aldri og oft langt inn á fullorðinsárin. Eitt það mikilvægasta sem þetta kennir þeim sem njóta er að bera virðingu fyrir fólki óháð aldri. Og hver sá sem ber yfir virðingu fyrir eldra fólki hlýtur að sjá að öll eigum við rétt á að lifa með reisn og við sómasamleg kjör. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, var í viðtali hér á síðum blaðsins síðastliðinn föstudag og greindi frá fjárhagsstöðu, efnum og aðstæðum fjölmargra eldri borgara á Íslandi. Þórunn bendir á að fjöldi eldri borgara býr við algjörlega óviðunandi kjör og að almannatrygginga- og lífeyrissjóðskerfinu er stillt þannig upp að fólk fái ekki nema 200 þúsund á einstakling í sambúð og 225 þúsund fyrir einhleypa. Með þessa upphæð er ætlast til að fólk greiði fyrir húsnæði og allt sem því fylgir, fæði og klæði, læknis- og lyfjakostnað og almennar samgöngur svo brýnustu nauðsynjar séu tilgreindar. Þá standa eftir afmælis- og jólagjafir, að halda hátíð eða einfaldlega að eiga þess kost að gleðja aðra. Það sér hver heilvita manneskja sem lifir í íslensku samfélagi í dag að þetta dæmi gengur ekki upp. Efnahagslegar aðstæður fjölmargra eldri borgara eru einfaldlega til háborinnar skammar fyrir ráðamenn þjóðarinnar og samfélagið í heild. Og þessi smánarblettur er ekkert nýtt eða sjálfsprottið fyrirbæri, eins og myglusveppur sem hefur náð sér á strik í rakri kjallaraholu, heldur þvert á móti afleiðing forgangsröðunar og meðvitaðra ákvarðana. Síðasta ríkisstjórn lét það vera með sínum fyrstu verkum að skerða kjör lífeyrisþega, sem voru nú ekki upp á marga fiska fyrir í svokölluðu góðæri, til þess að bjarga þjóðinni frá þroti eftir að bankarnir hrundu. Eldri borgarar og öryrkjar voru sendir heim með reikninginn úr partíinu sem þeim var aldrei boðið til. Ekki stóð svo á loforðunum um bót og betrun hjá ríkisstjórninni sem tók við, sem boðar nú hlálega prósentuhækkun sem mun í raun engu breyta um aðstæður þessa fólks. Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnir fyrr og nú skulda eldri borgurum í landinu bæði afsökunarbeiðni og leiðréttingu. Og hafi þetta ágæta fólk einhvern tímann notið þess að fá tilsögn um lífið frá ömmu og afa eða öðru eldra fólki, beri fyrir því virðingu og til þess hlýhug, þá verður þess vart lengi að bíða að hver einasti ný-launaleiðrétti ráðamaður láti raunverulega til sín taka í þessum efnum. Svona ef ömmur þeirra og afar hafa kennt þeim að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Blessunarlega þekkja margir Íslendingar þau miklu lífsgæði sem felast í því að alast upp í nábýli við eldri kynslóðir. Eiga vísan gæskufullan faðm ömmu og afa, læra af þeim um lífið og liðna tíð og deila með þeim sorgum og gleði frá unga aldri og oft langt inn á fullorðinsárin. Eitt það mikilvægasta sem þetta kennir þeim sem njóta er að bera virðingu fyrir fólki óháð aldri. Og hver sá sem ber yfir virðingu fyrir eldra fólki hlýtur að sjá að öll eigum við rétt á að lifa með reisn og við sómasamleg kjör. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, var í viðtali hér á síðum blaðsins síðastliðinn föstudag og greindi frá fjárhagsstöðu, efnum og aðstæðum fjölmargra eldri borgara á Íslandi. Þórunn bendir á að fjöldi eldri borgara býr við algjörlega óviðunandi kjör og að almannatrygginga- og lífeyrissjóðskerfinu er stillt þannig upp að fólk fái ekki nema 200 þúsund á einstakling í sambúð og 225 þúsund fyrir einhleypa. Með þessa upphæð er ætlast til að fólk greiði fyrir húsnæði og allt sem því fylgir, fæði og klæði, læknis- og lyfjakostnað og almennar samgöngur svo brýnustu nauðsynjar séu tilgreindar. Þá standa eftir afmælis- og jólagjafir, að halda hátíð eða einfaldlega að eiga þess kost að gleðja aðra. Það sér hver heilvita manneskja sem lifir í íslensku samfélagi í dag að þetta dæmi gengur ekki upp. Efnahagslegar aðstæður fjölmargra eldri borgara eru einfaldlega til háborinnar skammar fyrir ráðamenn þjóðarinnar og samfélagið í heild. Og þessi smánarblettur er ekkert nýtt eða sjálfsprottið fyrirbæri, eins og myglusveppur sem hefur náð sér á strik í rakri kjallaraholu, heldur þvert á móti afleiðing forgangsröðunar og meðvitaðra ákvarðana. Síðasta ríkisstjórn lét það vera með sínum fyrstu verkum að skerða kjör lífeyrisþega, sem voru nú ekki upp á marga fiska fyrir í svokölluðu góðæri, til þess að bjarga þjóðinni frá þroti eftir að bankarnir hrundu. Eldri borgarar og öryrkjar voru sendir heim með reikninginn úr partíinu sem þeim var aldrei boðið til. Ekki stóð svo á loforðunum um bót og betrun hjá ríkisstjórninni sem tók við, sem boðar nú hlálega prósentuhækkun sem mun í raun engu breyta um aðstæður þessa fólks. Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnir fyrr og nú skulda eldri borgurum í landinu bæði afsökunarbeiðni og leiðréttingu. Og hafi þetta ágæta fólk einhvern tímann notið þess að fá tilsögn um lífið frá ömmu og afa eða öðru eldra fólki, beri fyrir því virðingu og til þess hlýhug, þá verður þess vart lengi að bíða að hver einasti ný-launaleiðrétti ráðamaður láti raunverulega til sín taka í þessum efnum. Svona ef ömmur þeirra og afar hafa kennt þeim að skammast sín.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun