Viðskipti erlent

Adele að slá sölumet

Sæunn Gísladóttir skrifar
Adele í áströlsku útgáfunni af 60 mínútum að flytja When We Were Young.
Adele í áströlsku útgáfunni af 60 mínútum að flytja When We Were Young. Vísir/60MintuesAustralia
Talið er að ný plata Adele, 25, sem gefin var út á föstudag muni slá sölumet. Talið er að platan muni seljast í að minnsta kosti 2,5 milljónum eintaka í fyrstu söluvikunni. Það er mesta sala á einni viku síðan SoundScan fór að mæla sölu árið 1991.

Adele kom fram í Saturday Night Live og hjá BBC um helgina, sem talið er að hafi ýtt undir söluna. 

Platan hefur nú þegar selst í 900 þúsund eintökum á iTunes, samkvæmt tölum frá Billboard. BuzzAngle áætlar að platan hafi nú þegar selst í 1,9 milljón eintaka. Adele er ekki á Spotify.

Talsmaður Target, sem selur geisladiska af plötunni, segir að platan hafi slegið sölumet í búðinni.

Enginn geisladiskur hefur selst eins vel síðan að 'N Sync seldi 2,4 milljón eintaka af No Strings Attached árið 2000, en þá nam geisladiska sala fimmfalt því sem hún nemur núna. 

Síðasta plata Adele, 21, seldist í 30 milljónum eintaka fyrir nærri því fimm árum síðan.


Tengdar fréttir

Hin eina sanna Adele

Í dag kom nýjasta plata söngkonunnar Adele, 25 út og er óhætt að segja að hennar hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Hlustaðu á David Attenborough taka Hello með Adele

Nýtt lag með Adele kom út á dögunum og sló það öll met. Lagið hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 210 milljónir manna horft á myndbandið við lagið á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×