Hraðvirkustu almenningssamgöngurnar Jón Karl Ólafsson skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Það er hverju landi nauðsynlegt að búa yfir góðu og öruggu samgöngukerfi sem tengir landshlutana saman. Það er sérstaklega mikilvægt í harðbýlu landi eins og Íslandi, þar sem fjarlægðir geta oft verið miklar. Það hvernig samgöngunum er háttað er pólitísk ákvörðun, hvort fólk ferðist um á eigin vegum eða hvort stjórnvöld komi að uppbyggingu og rekstri kerfis almenningssamgangna. Engum blöðum er um það að fletta að flug er hraðvirkasta og skilvirkasta almenningssamgangnakerfið. Sé það vilji ráðamanna, og þjóðarinnar, að halda uppi góðum almenningssamgöngum um landið er því einboðið að byggja innanlandsflugið upp. Þar kemur Isavia að málum sem rekstraraðili flugvalla. Isavia hefur markvisst unnið að því undanfarin ár að markaðssetja Ísland sem áfangastað í alþjóðlegum flugleiðum. Það hefur skilað sér í mikilli aukningu umferðar um Keflavíkurflugvöll, en það eflir einnig innanlandsflugvellina. Sú ánægjulega staða er nú komin upp að um tvo þeirra, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll, verður alþjóðleg umferð flugvéla á næsta ári. Einnig hefur ríkisstjórnin sett á laggirnar sérstakan sjóð sem hefur það markmið að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll. Isavia fagnar því og hlakkar til að vinna með heimamönnum að því að efla millilandaflug um þessa tvo flugvelli. Vinna þarf að markaðsmálum, bæði heima en ekki síst erlendis, svo þetta verði lífvænlegir millilandaflugvellir á næstu árum. Með markvissu starfi og samvinnu ferðaþjónustunnar gætu flugvellirnir tveir sinnt margfalt fleiri farþegum á hverju ári. Í þessari vinnu má ekki gleyma mikilvægi flugsamgangna innanlands því þær eru grundvöllur fyrir því að flugvellirnir geti vaxið áfram. Hagsmunir Isavia, sem rekstraraðila flugvalla, fara saman við hagsmuni ferðaþjónustunnar. Við þurfum að vinna saman að því að byggja upp góða aðstöðu, svo hægt sé að fjölga farþegum, bæði í innanlandsflugi og alþjóðaflugi. Bæði Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöllur geta tekið við miklum fjölda farþega á ári óbreyttir. Efling innanlandsflugvalla og innanlandsflugsins almennt er því öllum í hag. Sé það vilji okkar að flug verði áfram hluti af almenningssamgöngukerfi landsins þurfum við að taka höndum saman og byggja upp til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er hverju landi nauðsynlegt að búa yfir góðu og öruggu samgöngukerfi sem tengir landshlutana saman. Það er sérstaklega mikilvægt í harðbýlu landi eins og Íslandi, þar sem fjarlægðir geta oft verið miklar. Það hvernig samgöngunum er háttað er pólitísk ákvörðun, hvort fólk ferðist um á eigin vegum eða hvort stjórnvöld komi að uppbyggingu og rekstri kerfis almenningssamgangna. Engum blöðum er um það að fletta að flug er hraðvirkasta og skilvirkasta almenningssamgangnakerfið. Sé það vilji ráðamanna, og þjóðarinnar, að halda uppi góðum almenningssamgöngum um landið er því einboðið að byggja innanlandsflugið upp. Þar kemur Isavia að málum sem rekstraraðili flugvalla. Isavia hefur markvisst unnið að því undanfarin ár að markaðssetja Ísland sem áfangastað í alþjóðlegum flugleiðum. Það hefur skilað sér í mikilli aukningu umferðar um Keflavíkurflugvöll, en það eflir einnig innanlandsflugvellina. Sú ánægjulega staða er nú komin upp að um tvo þeirra, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll, verður alþjóðleg umferð flugvéla á næsta ári. Einnig hefur ríkisstjórnin sett á laggirnar sérstakan sjóð sem hefur það markmið að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll. Isavia fagnar því og hlakkar til að vinna með heimamönnum að því að efla millilandaflug um þessa tvo flugvelli. Vinna þarf að markaðsmálum, bæði heima en ekki síst erlendis, svo þetta verði lífvænlegir millilandaflugvellir á næstu árum. Með markvissu starfi og samvinnu ferðaþjónustunnar gætu flugvellirnir tveir sinnt margfalt fleiri farþegum á hverju ári. Í þessari vinnu má ekki gleyma mikilvægi flugsamgangna innanlands því þær eru grundvöllur fyrir því að flugvellirnir geti vaxið áfram. Hagsmunir Isavia, sem rekstraraðila flugvalla, fara saman við hagsmuni ferðaþjónustunnar. Við þurfum að vinna saman að því að byggja upp góða aðstöðu, svo hægt sé að fjölga farþegum, bæði í innanlandsflugi og alþjóðaflugi. Bæði Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöllur geta tekið við miklum fjölda farþega á ári óbreyttir. Efling innanlandsflugvalla og innanlandsflugsins almennt er því öllum í hag. Sé það vilji okkar að flug verði áfram hluti af almenningssamgöngukerfi landsins þurfum við að taka höndum saman og byggja upp til framtíðar.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun