Körfubolti

Gunnhildur og Sandra gerðu betur en flestar hafa gert í fyrsta EM-leik sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir.
Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir. Mynd/KKÍ/Gunnar Freyr

Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir spiluðu vel í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EM 2017 en þær voru báðar að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni.

Það hafa ekki margar íslenskar landsliðskonur hafa gert betur í frumraun sinni í Evrópukeppni en þær Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir. KKÍ tók þetta saman á síðu sinni.

Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum úti í Ungverjalandi en hún skoraði 12 stig í leiknum, sex stig í hvorum hálfleik. Hún komst í hóp með þeim sem hafa skorað flest stig í frumraun sinni í Evrópukeppni.

Það eru í raun bara tveir leikmenn sem hafa skorað meira en Gunnhildur í sínum fyrsta leik í Evrópukeppni.Það er þær Helena Sverrisdóttir og Birna Valgarðsdóttir. Birna er einnig sú eina sem hefur skorað fleiri þrista en Gunnhildur í frumraun sinni í Evrópukeppni.

Helena Sverrisdóttir skoraði 25 stig í fyrsta EM-leiknum sínum sem var á móti Hollandi í Rotterdam 9. september 2006 en Birna Valgarðsdóttir skoraði 16 stig í þessum sama leik sem var fyrsti Evrópuleikur íslenska kvennalandsliðsins.

Birna skoraði þrjár þriggja stiga körfur í þessum fyrsta leik sínum en Gunnhildur skoraði tvo þrista á móti Ungverjum á laugardaginn. Tvær aðrar hafa skorað tvær þriggja stiga körfur í fyrsta EM-leiknum en það eru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Svava Ósk Stefánsdóttir.

Sandra Lind Þrastardóttir lék einnig sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í Miskolc og tók í honum níu fráköst þar af sex þeirra í sókn. Tveir leikmenn hafa náð að taka fleiri fráköst í sínum fyrsta EM-leik en það eru þær Signý Hermannsdóttir (13) og Helena Sverrisdóttir (10).

Flest stig í sínum fyrsta EM-leik:
Helena Sverrisdóttir (Holland, 2006) 25 stig
Birna Valgarðsdóttir (Holland, 2006) 16 stig
Gunnhildur Gunnarsdóttir (Ungverjaland, 2015) 12 stig
Signý Hermannsdóttir (Holland, 2006) 8 stig
Kristrún Sigurjónsdóttir (Holland, 2006) 8 stig
Svava Ósk Stefánsdóttir (Holland, 2007) 6 stig
María Ben Erlingsdóttir (Holland, 2006) 2 stig
Hildur Sigurðardóttir (Holland, 2006) 2 stig
Guðrún Ósk Ámundadóttir (Slóvenía, 2008) 2 stig
Sandra Lind Þrastardóttir (Ungverjaland, 2015) 1 stig

Flest fráköst í sínum fyrsta EM-leik:
Signý Hermannsdóttir (Holland, 2006) 13 fráköst
Helena Sverrisdóttir (Holland, 2006) 10 fráköst
Sandra Lind Þrastardóttir (Ungverjaland, 2015) 9 fráköst
Kristrún Sigurjónsdóttir (Holland, 2006) 5 fráköst
Pálína Gunnlaugsdóttir (Holland, 2006) 5 fráköst
Gunnhildur Gunnarsdóttir (Ungverjaland, 2015) 4 fráköst
María Ben Erlingsdóttir Holland 2006 4 fráköst
Unnur Tara Jónsdóttir(Holland, 2007) 4 fráköst


Tengdar fréttir

Helenu vantar bara eitt stig í viðbót

Ísland spilar í kvöld sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2017 og nánast öruggt er að Helena Sverrisdóttir muni þá skora sitt þúsundasta landsliðsstig. Það er við hæfi að hún geri það á sínum gamla heimavelli í Ungverjalandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.