Körfubolti

Gunnhildur og Sandra gerðu betur en flestar hafa gert í fyrsta EM-leik sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir.
Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir. Mynd/KKÍ/Gunnar Freyr

Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir spiluðu vel í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EM 2017 en þær voru báðar að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni.

Það hafa ekki margar íslenskar landsliðskonur hafa gert betur í frumraun sinni í Evrópukeppni en þær Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir. KKÍ tók þetta saman á síðu sinni.

Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum úti í Ungverjalandi en hún skoraði 12 stig í leiknum, sex stig í hvorum hálfleik. Hún komst í hóp með þeim sem hafa skorað flest stig í frumraun sinni í Evrópukeppni.

Það eru í raun bara tveir leikmenn sem hafa skorað meira en Gunnhildur í sínum fyrsta leik í Evrópukeppni.Það er þær Helena Sverrisdóttir og Birna Valgarðsdóttir. Birna er einnig sú eina sem hefur skorað fleiri þrista en Gunnhildur í frumraun sinni í Evrópukeppni.

Helena Sverrisdóttir skoraði 25 stig í fyrsta EM-leiknum sínum sem var á móti Hollandi í Rotterdam 9. september 2006 en Birna Valgarðsdóttir skoraði 16 stig í þessum sama leik sem var fyrsti Evrópuleikur íslenska kvennalandsliðsins.

Birna skoraði þrjár þriggja stiga körfur í þessum fyrsta leik sínum en Gunnhildur skoraði tvo þrista á móti Ungverjum á laugardaginn. Tvær aðrar hafa skorað tvær þriggja stiga körfur í fyrsta EM-leiknum en það eru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Svava Ósk Stefánsdóttir.

Sandra Lind Þrastardóttir lék einnig sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í Miskolc og tók í honum níu fráköst þar af sex þeirra í sókn. Tveir leikmenn hafa náð að taka fleiri fráköst í sínum fyrsta EM-leik en það eru þær Signý Hermannsdóttir (13) og Helena Sverrisdóttir (10).

Flest stig í sínum fyrsta EM-leik:

Helena Sverrisdóttir (Holland, 2006) 25 stig

Birna Valgarðsdóttir (Holland, 2006) 16 stig

Gunnhildur Gunnarsdóttir (Ungverjaland, 2015) 12 stig

Signý Hermannsdóttir (Holland, 2006) 8 stig

Kristrún Sigurjónsdóttir (Holland, 2006) 8 stig

Svava Ósk Stefánsdóttir (Holland, 2007) 6 stig

María Ben Erlingsdóttir (Holland, 2006) 2 stig

Hildur Sigurðardóttir (Holland, 2006) 2 stig

Guðrún Ósk Ámundadóttir (Slóvenía, 2008) 2 stig

Sandra Lind Þrastardóttir (Ungverjaland, 2015) 1 stig

Flest fráköst í sínum fyrsta EM-leik:

Signý Hermannsdóttir (Holland, 2006) 13 fráköst

Helena Sverrisdóttir (Holland, 2006) 10 fráköst

Sandra Lind Þrastardóttir (Ungverjaland, 2015) 9 fráköst

Kristrún Sigurjónsdóttir (Holland, 2006) 5 fráköst

Pálína Gunnlaugsdóttir (Holland, 2006) 5 fráköst

Gunnhildur Gunnarsdóttir (Ungverjaland, 2015) 4 fráköst

María Ben Erlingsdóttir Holland 2006 4 fráköst

Unnur Tara Jónsdóttir(Holland, 2007) 4 fráköst


Tengdar fréttir

Helenu vantar bara eitt stig í viðbót

Ísland spilar í kvöld sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2017 og nánast öruggt er að Helena Sverrisdóttir muni þá skora sitt þúsundasta landsliðsstig. Það er við hæfi að hún geri það á sínum gamla heimavelli í Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×