Spieth: Fimm risamót í golfinu á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2015 14:30 Jordan Spieth. Vísir/Getty Árið 2016 verður mjög stórt ár í golfinu því auk risamótanna fjögurra verða önnur stórmót, Ryder-bikarinn um mánaðarmótin september-október og svo golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í ágúst. Jordan Spieth, efsti maður heimslistans, bíður spenntur eftir komandi golfári og hann lítur á það að það verði í raun keppt á fimm risamótum á næsta ári. Ástæðan er að nú verður keppt í golfi á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn í meira en heila öld. Jordan Spieth verður að öllum líkindum einn af fjórum bandarískum kylfingum sem fá að keppa á leikunum svo framarlega að hann meiðist ekki eða hrapi niður heimslistann. „Bara það að keppa á sjálfum Ólympíuleikunum, labba inn á setningarhátíðinni, gista í Ólympíuþorpinu og hitta allt þetta frábæra íþróttafólk allstaðar af úr heiminum. Vonandi er það eitthvað sem ég fær að upplifa í ágúst," sagði Jordan Spieth á blaðamannafundi fyrir golfmót í Sydney. „Að ná að vinna gull á Ólympíuleikum er í mínum huga jafn merkilegt og að vinna risamót. Ég hef verið spurður um það hvort ég vildi frekar grænan jakka eða gullmedalíu en það er ekki sanngjörn spurning," sagði Jordan Spieth. Jordan Spieth átti frábært ár í ár en hann vann bæði Masters-mótið og opna bandaríska meistaramótið og varð síðan í öðru sæti PGA-meistaramótinu og í fjórða sæti á opna breska meistaramótinu. „Ég held að við kylfingar munum hugsa til leikanna eins og þeir séu fimmta risamótið. Við munum undirbúa okkur vel og með það markmið að vinna gullið," sagði Spieth. Sumir atvinnukylfinganna hafa gert lítið úr keppninni á Ólympíuleikunum en Spieth er einn af þeim sem dreymir um fyrsta Ólympíugull kylfings í meira en hundrað ár. Jordan Spieth.Vísir/Getty Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Árið 2016 verður mjög stórt ár í golfinu því auk risamótanna fjögurra verða önnur stórmót, Ryder-bikarinn um mánaðarmótin september-október og svo golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í ágúst. Jordan Spieth, efsti maður heimslistans, bíður spenntur eftir komandi golfári og hann lítur á það að það verði í raun keppt á fimm risamótum á næsta ári. Ástæðan er að nú verður keppt í golfi á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn í meira en heila öld. Jordan Spieth verður að öllum líkindum einn af fjórum bandarískum kylfingum sem fá að keppa á leikunum svo framarlega að hann meiðist ekki eða hrapi niður heimslistann. „Bara það að keppa á sjálfum Ólympíuleikunum, labba inn á setningarhátíðinni, gista í Ólympíuþorpinu og hitta allt þetta frábæra íþróttafólk allstaðar af úr heiminum. Vonandi er það eitthvað sem ég fær að upplifa í ágúst," sagði Jordan Spieth á blaðamannafundi fyrir golfmót í Sydney. „Að ná að vinna gull á Ólympíuleikum er í mínum huga jafn merkilegt og að vinna risamót. Ég hef verið spurður um það hvort ég vildi frekar grænan jakka eða gullmedalíu en það er ekki sanngjörn spurning," sagði Jordan Spieth. Jordan Spieth átti frábært ár í ár en hann vann bæði Masters-mótið og opna bandaríska meistaramótið og varð síðan í öðru sæti PGA-meistaramótinu og í fjórða sæti á opna breska meistaramótinu. „Ég held að við kylfingar munum hugsa til leikanna eins og þeir séu fimmta risamótið. Við munum undirbúa okkur vel og með það markmið að vinna gullið," sagði Spieth. Sumir atvinnukylfinganna hafa gert lítið úr keppninni á Ólympíuleikunum en Spieth er einn af þeim sem dreymir um fyrsta Ólympíugull kylfings í meira en hundrað ár. Jordan Spieth.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira