Sorrý Villi Hanna Eiríksdóttir skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Nýlega lét Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögfræðingur þau orð falla í sjónvarpsþætti að umræðan um kynferðisbrotamál væri, á köflum, alltof mikil hér á landi. Er slæmt að tala um Jyoti Singh sem var hópnauðgað, barin og misþyrmt af fimm karlmönnum í strætó í desember 2012 á Indlandi af því að hún vogaði sér að fara í bíó að kvöldi til ásamt vini sínum? Morðingjum hennar fannst hún eiga það skilið að vera misþyrmt og drepin fyrir það eitt að vera úti um kvöld í fylgd karlmanns. Megum við ekki tala um hina kanadísku Rehtaeh Parson sem framdi sjálfsmorð aðeins 17 ára gömul eftir að skólafélagi hennar birti myndband af henni á netinu sem sýndi þegar henni var hópnauðgað af skólafélögum sínum? Á Íslandi er líklegra að stúlka í 10. bekk hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni heldur en að hún reyki og samkvæmt nýlegum rannsóknum hafa í kringum 24-28 þúsund íslenskar konur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Aðeins var sakfellt í 12 prósent tilkynntra kynferðisbrotamála frá árunum 2008-2009. Þá erum við ekki að tala um þau óteljandi brot sem aldrei eru tilkynnt til lögreglu. Er hugsanlega óþarfi að vekja athygli á ofbeldismálum þar sem við búum í því landi þar sem ríkir mesta kynjajafnréttið í öllum heiminum sjöunda árið í röð samkvæmt World Economic Forum? Öll ríki heimsins glíma við sama vandamálið. Morðið á Jyoti Singh var kornið sem fyllti mælinn á Indlandi. Í kjölfarið krafðist almenningur nauðsynlegra umbóta á löggjöf og aukinnar umræðu. Hið sama hefur átt sér stað hér á landi. Aukið upplýsingaflæði og byltingar á samfélagsmiðlum hafa þar spilað stórt hlutverk. Þar hefur opnast ný gátt fyrir mikilvægar raddir sem áður fengu ekki hljómgrunn. Með því að afhjúpa ofbeldið áttum við okkur frekar á umfangi þess sem gerir okkur kleift að bregðast rétt við. Það er á ábyrgð okkar allra að búa til samfélag þar sem konur þurfa ekki að bera harm sinn í hljóði og geta óhræddar tilkynnt ofbeldi til lögreglunnar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er ofbeldi gegn konum og stúlkum skilgreint sem mannréttindabrot. Mannréttindabrot af þeim toga eru svo útbreitt vandamál að oft er talað um heimsfaraldur. Ofbeldið á sér stað í öllum heimshlutum; inni á heimilum, á almannasvæðum sem og í stríði og á átakasvæðum. Ofbeldi gegn konum og stúlkum viðheldur sögulegu ójafnrétti kynjanna og hefur víðtæk áhrif á samfélög í heilsufarslegu-, efnahagslegu- og félagslegu tilliti. Samt sem áður er þetta sá málaflokkur sem fær litla athygli og fjármagn af skornum skammti. Ofbeldi gegn konum og stúlkum er ekki óumflýjanlegt ástand. Hins vegar þarf pólitískan vilja, fjárveitingu og ekki síst fræðslu sem stuðlar, þegar öllu er á botninn hvolft, að hugarfarsbreytingu. Okkar helsta verkefni í þessari baráttu er að knýja fram hugarfarsbreytingu og skapa þar með samfélög þar sem þöggun er ekki í boði. Opinská umræða um ofbeldi er sterkasta vopnið í þessari mikilvægu mannréttindabaráttu. Sorrý Villi.Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega lét Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögfræðingur þau orð falla í sjónvarpsþætti að umræðan um kynferðisbrotamál væri, á köflum, alltof mikil hér á landi. Er slæmt að tala um Jyoti Singh sem var hópnauðgað, barin og misþyrmt af fimm karlmönnum í strætó í desember 2012 á Indlandi af því að hún vogaði sér að fara í bíó að kvöldi til ásamt vini sínum? Morðingjum hennar fannst hún eiga það skilið að vera misþyrmt og drepin fyrir það eitt að vera úti um kvöld í fylgd karlmanns. Megum við ekki tala um hina kanadísku Rehtaeh Parson sem framdi sjálfsmorð aðeins 17 ára gömul eftir að skólafélagi hennar birti myndband af henni á netinu sem sýndi þegar henni var hópnauðgað af skólafélögum sínum? Á Íslandi er líklegra að stúlka í 10. bekk hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni heldur en að hún reyki og samkvæmt nýlegum rannsóknum hafa í kringum 24-28 þúsund íslenskar konur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Aðeins var sakfellt í 12 prósent tilkynntra kynferðisbrotamála frá árunum 2008-2009. Þá erum við ekki að tala um þau óteljandi brot sem aldrei eru tilkynnt til lögreglu. Er hugsanlega óþarfi að vekja athygli á ofbeldismálum þar sem við búum í því landi þar sem ríkir mesta kynjajafnréttið í öllum heiminum sjöunda árið í röð samkvæmt World Economic Forum? Öll ríki heimsins glíma við sama vandamálið. Morðið á Jyoti Singh var kornið sem fyllti mælinn á Indlandi. Í kjölfarið krafðist almenningur nauðsynlegra umbóta á löggjöf og aukinnar umræðu. Hið sama hefur átt sér stað hér á landi. Aukið upplýsingaflæði og byltingar á samfélagsmiðlum hafa þar spilað stórt hlutverk. Þar hefur opnast ný gátt fyrir mikilvægar raddir sem áður fengu ekki hljómgrunn. Með því að afhjúpa ofbeldið áttum við okkur frekar á umfangi þess sem gerir okkur kleift að bregðast rétt við. Það er á ábyrgð okkar allra að búa til samfélag þar sem konur þurfa ekki að bera harm sinn í hljóði og geta óhræddar tilkynnt ofbeldi til lögreglunnar. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er ofbeldi gegn konum og stúlkum skilgreint sem mannréttindabrot. Mannréttindabrot af þeim toga eru svo útbreitt vandamál að oft er talað um heimsfaraldur. Ofbeldið á sér stað í öllum heimshlutum; inni á heimilum, á almannasvæðum sem og í stríði og á átakasvæðum. Ofbeldi gegn konum og stúlkum viðheldur sögulegu ójafnrétti kynjanna og hefur víðtæk áhrif á samfélög í heilsufarslegu-, efnahagslegu- og félagslegu tilliti. Samt sem áður er þetta sá málaflokkur sem fær litla athygli og fjármagn af skornum skammti. Ofbeldi gegn konum og stúlkum er ekki óumflýjanlegt ástand. Hins vegar þarf pólitískan vilja, fjárveitingu og ekki síst fræðslu sem stuðlar, þegar öllu er á botninn hvolft, að hugarfarsbreytingu. Okkar helsta verkefni í þessari baráttu er að knýja fram hugarfarsbreytingu og skapa þar með samfélög þar sem þöggun er ekki í boði. Opinská umræða um ofbeldi er sterkasta vopnið í þessari mikilvægu mannréttindabaráttu. Sorrý Villi.Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun