Stýrir 450 manna fyrirtæki á daginn og ríður út á kvöldin sæunn gísladóttir skrifar 25. nóvember 2015 08:00 Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár. vísir/gva „Nýja starfið leggst svakalega vel í mig, það er mikið af skemmtilegu fólki að vinna þarna og mörg tækifæri að takast á við,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir sem á dögunum var ráðin forstjóri ÍSAM. Um 450 manns starfa hjá samstæðunni sem er ein af elstu heildsölum landsins. Bergþóra tók við starfinu í síðustu viku af Agli Ágústssyni. „Ég er búin að vera að eyða þessum fyrstu dögum í að sjá sem flesta af starfsfólkinu og líst gríðarlega vel á,“ segir Bergþóra. Bergþóra er menntaður dýralæknir en hún hefur einnig stundað nám í markaðsfræðum við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og í rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stjórnunarstörfum í rúm tuttugu ár. Bergþóra gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Fastusi ehf., dótturfélagi ÍSAM, frá árinu 2012. Fyrir þann tíma starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Líflandi og Kornaxi. „Ég vann aðeins sem dýralæknir fyrir mörgum árum og hef líka unnið við tengd störf, við gæðaeftirlit og svoleiðis í gamla daga. Svo tóku örlögin í taumana og stefndu mér í þessa átt. Þetta er eins og gengur á Íslandi, tækifærin koma og þá einhvern veginn beinist maður í eina átt frekar en aðra. Ég beindist strax inn á stjórnunarbraut og áttaði mig á því að þar ætti ég heima og hef leitast við að efla mig þar,“ segir Bergþóra. Bergþóra er gift Auðuni Hermannssyni mjólkurverkfræðingi en hann starfar sem framleiðslu- og tæknistjóri hjá Mjólkursamsölunni. Þau eiga tvær dætur. Utan vinnu ríður Bergþóra út en hún á hesta. Hún telur nauðsynlegt að fara út í náttúruna til að endurhlaða batteríin. „Ég er hestakona og beini kröftunum þangað þegar ég er ekki að vinna. Ég reyni að komast á bak þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við erum í hestunum, hjónin, og börnin okkar eftir því sem hefur hentað þeim,“ segir Bergþóra. Hún stundar einnig líkamsrækt og nýtur þess að vera með fjölskyldu og vinum. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
„Nýja starfið leggst svakalega vel í mig, það er mikið af skemmtilegu fólki að vinna þarna og mörg tækifæri að takast á við,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir sem á dögunum var ráðin forstjóri ÍSAM. Um 450 manns starfa hjá samstæðunni sem er ein af elstu heildsölum landsins. Bergþóra tók við starfinu í síðustu viku af Agli Ágústssyni. „Ég er búin að vera að eyða þessum fyrstu dögum í að sjá sem flesta af starfsfólkinu og líst gríðarlega vel á,“ segir Bergþóra. Bergþóra er menntaður dýralæknir en hún hefur einnig stundað nám í markaðsfræðum við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og í rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stjórnunarstörfum í rúm tuttugu ár. Bergþóra gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Fastusi ehf., dótturfélagi ÍSAM, frá árinu 2012. Fyrir þann tíma starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Líflandi og Kornaxi. „Ég vann aðeins sem dýralæknir fyrir mörgum árum og hef líka unnið við tengd störf, við gæðaeftirlit og svoleiðis í gamla daga. Svo tóku örlögin í taumana og stefndu mér í þessa átt. Þetta er eins og gengur á Íslandi, tækifærin koma og þá einhvern veginn beinist maður í eina átt frekar en aðra. Ég beindist strax inn á stjórnunarbraut og áttaði mig á því að þar ætti ég heima og hef leitast við að efla mig þar,“ segir Bergþóra. Bergþóra er gift Auðuni Hermannssyni mjólkurverkfræðingi en hann starfar sem framleiðslu- og tæknistjóri hjá Mjólkursamsölunni. Þau eiga tvær dætur. Utan vinnu ríður Bergþóra út en hún á hesta. Hún telur nauðsynlegt að fara út í náttúruna til að endurhlaða batteríin. „Ég er hestakona og beini kröftunum þangað þegar ég er ekki að vinna. Ég reyni að komast á bak þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við erum í hestunum, hjónin, og börnin okkar eftir því sem hefur hentað þeim,“ segir Bergþóra. Hún stundar einnig líkamsrækt og nýtur þess að vera með fjölskyldu og vinum.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira