Stýrir 450 manna fyrirtæki á daginn og ríður út á kvöldin sæunn gísladóttir skrifar 25. nóvember 2015 08:00 Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár. vísir/gva „Nýja starfið leggst svakalega vel í mig, það er mikið af skemmtilegu fólki að vinna þarna og mörg tækifæri að takast á við,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir sem á dögunum var ráðin forstjóri ÍSAM. Um 450 manns starfa hjá samstæðunni sem er ein af elstu heildsölum landsins. Bergþóra tók við starfinu í síðustu viku af Agli Ágústssyni. „Ég er búin að vera að eyða þessum fyrstu dögum í að sjá sem flesta af starfsfólkinu og líst gríðarlega vel á,“ segir Bergþóra. Bergþóra er menntaður dýralæknir en hún hefur einnig stundað nám í markaðsfræðum við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og í rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stjórnunarstörfum í rúm tuttugu ár. Bergþóra gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Fastusi ehf., dótturfélagi ÍSAM, frá árinu 2012. Fyrir þann tíma starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Líflandi og Kornaxi. „Ég vann aðeins sem dýralæknir fyrir mörgum árum og hef líka unnið við tengd störf, við gæðaeftirlit og svoleiðis í gamla daga. Svo tóku örlögin í taumana og stefndu mér í þessa átt. Þetta er eins og gengur á Íslandi, tækifærin koma og þá einhvern veginn beinist maður í eina átt frekar en aðra. Ég beindist strax inn á stjórnunarbraut og áttaði mig á því að þar ætti ég heima og hef leitast við að efla mig þar,“ segir Bergþóra. Bergþóra er gift Auðuni Hermannssyni mjólkurverkfræðingi en hann starfar sem framleiðslu- og tæknistjóri hjá Mjólkursamsölunni. Þau eiga tvær dætur. Utan vinnu ríður Bergþóra út en hún á hesta. Hún telur nauðsynlegt að fara út í náttúruna til að endurhlaða batteríin. „Ég er hestakona og beini kröftunum þangað þegar ég er ekki að vinna. Ég reyni að komast á bak þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við erum í hestunum, hjónin, og börnin okkar eftir því sem hefur hentað þeim,“ segir Bergþóra. Hún stundar einnig líkamsrækt og nýtur þess að vera með fjölskyldu og vinum. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
„Nýja starfið leggst svakalega vel í mig, það er mikið af skemmtilegu fólki að vinna þarna og mörg tækifæri að takast á við,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir sem á dögunum var ráðin forstjóri ÍSAM. Um 450 manns starfa hjá samstæðunni sem er ein af elstu heildsölum landsins. Bergþóra tók við starfinu í síðustu viku af Agli Ágústssyni. „Ég er búin að vera að eyða þessum fyrstu dögum í að sjá sem flesta af starfsfólkinu og líst gríðarlega vel á,“ segir Bergþóra. Bergþóra er menntaður dýralæknir en hún hefur einnig stundað nám í markaðsfræðum við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og í rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stjórnunarstörfum í rúm tuttugu ár. Bergþóra gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Fastusi ehf., dótturfélagi ÍSAM, frá árinu 2012. Fyrir þann tíma starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Líflandi og Kornaxi. „Ég vann aðeins sem dýralæknir fyrir mörgum árum og hef líka unnið við tengd störf, við gæðaeftirlit og svoleiðis í gamla daga. Svo tóku örlögin í taumana og stefndu mér í þessa átt. Þetta er eins og gengur á Íslandi, tækifærin koma og þá einhvern veginn beinist maður í eina átt frekar en aðra. Ég beindist strax inn á stjórnunarbraut og áttaði mig á því að þar ætti ég heima og hef leitast við að efla mig þar,“ segir Bergþóra. Bergþóra er gift Auðuni Hermannssyni mjólkurverkfræðingi en hann starfar sem framleiðslu- og tæknistjóri hjá Mjólkursamsölunni. Þau eiga tvær dætur. Utan vinnu ríður Bergþóra út en hún á hesta. Hún telur nauðsynlegt að fara út í náttúruna til að endurhlaða batteríin. „Ég er hestakona og beini kröftunum þangað þegar ég er ekki að vinna. Ég reyni að komast á bak þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við erum í hestunum, hjónin, og börnin okkar eftir því sem hefur hentað þeim,“ segir Bergþóra. Hún stundar einnig líkamsrækt og nýtur þess að vera með fjölskyldu og vinum.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent