Stýrir 450 manna fyrirtæki á daginn og ríður út á kvöldin sæunn gísladóttir skrifar 25. nóvember 2015 08:00 Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár. vísir/gva „Nýja starfið leggst svakalega vel í mig, það er mikið af skemmtilegu fólki að vinna þarna og mörg tækifæri að takast á við,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir sem á dögunum var ráðin forstjóri ÍSAM. Um 450 manns starfa hjá samstæðunni sem er ein af elstu heildsölum landsins. Bergþóra tók við starfinu í síðustu viku af Agli Ágústssyni. „Ég er búin að vera að eyða þessum fyrstu dögum í að sjá sem flesta af starfsfólkinu og líst gríðarlega vel á,“ segir Bergþóra. Bergþóra er menntaður dýralæknir en hún hefur einnig stundað nám í markaðsfræðum við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og í rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stjórnunarstörfum í rúm tuttugu ár. Bergþóra gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Fastusi ehf., dótturfélagi ÍSAM, frá árinu 2012. Fyrir þann tíma starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Líflandi og Kornaxi. „Ég vann aðeins sem dýralæknir fyrir mörgum árum og hef líka unnið við tengd störf, við gæðaeftirlit og svoleiðis í gamla daga. Svo tóku örlögin í taumana og stefndu mér í þessa átt. Þetta er eins og gengur á Íslandi, tækifærin koma og þá einhvern veginn beinist maður í eina átt frekar en aðra. Ég beindist strax inn á stjórnunarbraut og áttaði mig á því að þar ætti ég heima og hef leitast við að efla mig þar,“ segir Bergþóra. Bergþóra er gift Auðuni Hermannssyni mjólkurverkfræðingi en hann starfar sem framleiðslu- og tæknistjóri hjá Mjólkursamsölunni. Þau eiga tvær dætur. Utan vinnu ríður Bergþóra út en hún á hesta. Hún telur nauðsynlegt að fara út í náttúruna til að endurhlaða batteríin. „Ég er hestakona og beini kröftunum þangað þegar ég er ekki að vinna. Ég reyni að komast á bak þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við erum í hestunum, hjónin, og börnin okkar eftir því sem hefur hentað þeim,“ segir Bergþóra. Hún stundar einnig líkamsrækt og nýtur þess að vera með fjölskyldu og vinum. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
„Nýja starfið leggst svakalega vel í mig, það er mikið af skemmtilegu fólki að vinna þarna og mörg tækifæri að takast á við,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir sem á dögunum var ráðin forstjóri ÍSAM. Um 450 manns starfa hjá samstæðunni sem er ein af elstu heildsölum landsins. Bergþóra tók við starfinu í síðustu viku af Agli Ágústssyni. „Ég er búin að vera að eyða þessum fyrstu dögum í að sjá sem flesta af starfsfólkinu og líst gríðarlega vel á,“ segir Bergþóra. Bergþóra er menntaður dýralæknir en hún hefur einnig stundað nám í markaðsfræðum við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og í rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stjórnunarstörfum í rúm tuttugu ár. Bergþóra gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Fastusi ehf., dótturfélagi ÍSAM, frá árinu 2012. Fyrir þann tíma starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Líflandi og Kornaxi. „Ég vann aðeins sem dýralæknir fyrir mörgum árum og hef líka unnið við tengd störf, við gæðaeftirlit og svoleiðis í gamla daga. Svo tóku örlögin í taumana og stefndu mér í þessa átt. Þetta er eins og gengur á Íslandi, tækifærin koma og þá einhvern veginn beinist maður í eina átt frekar en aðra. Ég beindist strax inn á stjórnunarbraut og áttaði mig á því að þar ætti ég heima og hef leitast við að efla mig þar,“ segir Bergþóra. Bergþóra er gift Auðuni Hermannssyni mjólkurverkfræðingi en hann starfar sem framleiðslu- og tæknistjóri hjá Mjólkursamsölunni. Þau eiga tvær dætur. Utan vinnu ríður Bergþóra út en hún á hesta. Hún telur nauðsynlegt að fara út í náttúruna til að endurhlaða batteríin. „Ég er hestakona og beini kröftunum þangað þegar ég er ekki að vinna. Ég reyni að komast á bak þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við erum í hestunum, hjónin, og börnin okkar eftir því sem hefur hentað þeim,“ segir Bergþóra. Hún stundar einnig líkamsrækt og nýtur þess að vera með fjölskyldu og vinum.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira