Sóknaráætlun í loftslagsmálum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. nóvember 2015 21:30 Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. Sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum var kynnt í dag. Um er að ræða sextán verkefni sem miða að því að draga úr losun og efla getu stjórnvalda til að takast á við skuldbindingar. Umhverfisráðherra segir þetta fyrsta skrefið í að takast á við ógn loftslagsbreytinga. Áætlunin er til þriggja ára en hún tekur meðal annars til orkuskipta í samgöngum á næstu árum. Sú aðgerðaráætlun verður lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar á vorþingi. Markmiðið er að árið tvö þúsund og tuttugu verði hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum orðið tíu prósent. Þá mun ríkisvaldið styrkja átak til að byggja upp innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Aukið fjármagn rennur til skógræktar og landgræðslu og framkvæmdir auknar á næsta ári sem munu skila aukinni bindingu kolefnis. Þá verður verkefni um endurheimt votlendis sett á fót og stefnt verður á kolefnisjöfnuð í ríkisrekstri. Landbúnaður og skipafloti Íslands eru miklar uppsprettur losunar en í áætluninni er gert ráð fyrir gerð vegvísa um minnkun losunar í báðum geirum. Þátttaka Íslands í Norðurskautsráðinu verður efld og eins starf landsins í loftslagsvænni þróunaraðstoð. Ísland mun leggja fram eina milljón Bandaríkjadala í Græna loftslagssjóðinn en hann verður notaður í loftslagstengd verkefni. Framlag Íslands er 0.0001% af heildarfjármagni sjóðsins, sem er hundrað milljarðar dala. Þá verður unnin vísindaskýrsla um afleiðingar loftslagsbreytingar á Íslandi og verkefni um hvernig megi aðlagast loftslagsbreytingum verður sett á fót. Slík skýrsla var síðast unnin árið 2008. Landsframlag Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París boðar fjörutíu prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Ekki liggur fyrir hvernig þessar aðgerðir munu hjálpa Íslandi að ná markmiðum sínum en á vef umhverfisráðuneytisins segir að þær eigi að skila minni losun þó engin tala sé nefnd í þeim efnum. Erfitt sé að meta árangur sumra verkefna: „Önnur verkefni eru þess eðlis að erfitt er að meta árangur þeirra tölulega hvað varðar minnkun nettólosunar á Íslandi. Enn erfiðara er að meta árangur alþjóðlegra verkefna sem Ísland mun taka þátt í, þótt mögulega skili t.d. verkefni á sviði jarðhita erlendis meiru en nokkurt annað framtak Íslands í loftslagsmálum.“ „En við segjum, svona erum við að gera þetta á Íslandi og svo lærir maður líka af öðrum og það getur vel að hún [áætlunin] taki einhverjum breytingum og það er ýmislegt sem við þurfum að móta betur á næsta ári,“ Segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Þetta er fyrsta skrefið.“ Umhverfisráðherra segir samdrátt í losun ekki þýða skert lífsgæði, heldur þvert á móti. Sóknarfærin séu mörg. „Ef ég á að vera galvösk þá er umræðan stundum þannig að það væri best að eins og amma gerði. En ég held að við viljum það ekki. Við höfum mörg tækifæri,“ segir Sigrún. „Vissulega er það þannig að ákveðin ógn lætur okkur bregðast til varnar og það er það sem við þurfum núna. En við ætlum ekki endilega að minnka lífsgæðin.“ Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum var kynnt í dag. Um er að ræða sextán verkefni sem miða að því að draga úr losun og efla getu stjórnvalda til að takast á við skuldbindingar. Umhverfisráðherra segir þetta fyrsta skrefið í að takast á við ógn loftslagsbreytinga. Áætlunin er til þriggja ára en hún tekur meðal annars til orkuskipta í samgöngum á næstu árum. Sú aðgerðaráætlun verður lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar á vorþingi. Markmiðið er að árið tvö þúsund og tuttugu verði hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum orðið tíu prósent. Þá mun ríkisvaldið styrkja átak til að byggja upp innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Aukið fjármagn rennur til skógræktar og landgræðslu og framkvæmdir auknar á næsta ári sem munu skila aukinni bindingu kolefnis. Þá verður verkefni um endurheimt votlendis sett á fót og stefnt verður á kolefnisjöfnuð í ríkisrekstri. Landbúnaður og skipafloti Íslands eru miklar uppsprettur losunar en í áætluninni er gert ráð fyrir gerð vegvísa um minnkun losunar í báðum geirum. Þátttaka Íslands í Norðurskautsráðinu verður efld og eins starf landsins í loftslagsvænni þróunaraðstoð. Ísland mun leggja fram eina milljón Bandaríkjadala í Græna loftslagssjóðinn en hann verður notaður í loftslagstengd verkefni. Framlag Íslands er 0.0001% af heildarfjármagni sjóðsins, sem er hundrað milljarðar dala. Þá verður unnin vísindaskýrsla um afleiðingar loftslagsbreytingar á Íslandi og verkefni um hvernig megi aðlagast loftslagsbreytingum verður sett á fót. Slík skýrsla var síðast unnin árið 2008. Landsframlag Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París boðar fjörutíu prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Ekki liggur fyrir hvernig þessar aðgerðir munu hjálpa Íslandi að ná markmiðum sínum en á vef umhverfisráðuneytisins segir að þær eigi að skila minni losun þó engin tala sé nefnd í þeim efnum. Erfitt sé að meta árangur sumra verkefna: „Önnur verkefni eru þess eðlis að erfitt er að meta árangur þeirra tölulega hvað varðar minnkun nettólosunar á Íslandi. Enn erfiðara er að meta árangur alþjóðlegra verkefna sem Ísland mun taka þátt í, þótt mögulega skili t.d. verkefni á sviði jarðhita erlendis meiru en nokkurt annað framtak Íslands í loftslagsmálum.“ „En við segjum, svona erum við að gera þetta á Íslandi og svo lærir maður líka af öðrum og það getur vel að hún [áætlunin] taki einhverjum breytingum og það er ýmislegt sem við þurfum að móta betur á næsta ári,“ Segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Þetta er fyrsta skrefið.“ Umhverfisráðherra segir samdrátt í losun ekki þýða skert lífsgæði, heldur þvert á móti. Sóknarfærin séu mörg. „Ef ég á að vera galvösk þá er umræðan stundum þannig að það væri best að eins og amma gerði. En ég held að við viljum það ekki. Við höfum mörg tækifæri,“ segir Sigrún. „Vissulega er það þannig að ákveðin ógn lætur okkur bregðast til varnar og það er það sem við þurfum núna. En við ætlum ekki endilega að minnka lífsgæðin.“
Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira