Hvað ber að varast? Sara Dögg skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Hvað ber að varast þegar sett eru samræmd viðmið um frammistöðu barna í námi? Umræðan hingað til hefur mér fundist einkennast af hræðslu og ótta við yfirtöku skimana og samræmdar viðmiðanir um árangur. Væntanlega þá á kostnað þess skapandi og fjölbreytta skólastarfs sem við höfum mikla trú á að sé verðugt umhverfi fyrir börn að nema, þroskast í og ekki síst til þess að efla sjálfsmynd og sjálfstæði, kraft og þor til gagnlegra verka þegar út í samfélagið er komið.Kennarar eru fagfólk Ég trúi því og treysti að ef fagleg sýn hvers einstaks kennara er beitt og markviss þá trufla samræmd viðmið um frammistöðu ekki – heldur miklu frekar létta undir með kennurum og þeirri vinnu sem námsmatsvinna er. Vissulega er mikilvægt að þau viðmið sem fyrir liggja séu réttmæt og mælingar þjóni þeim tilgangi að gera betur í dag en í gær.Endurgjöf og námsmat Allt er gott í hófi og varast ber öfgar í báðar áttir. Ég átta mig ekki á því hvers vegna kennarastéttin ætti að hræðast markvissa endurgjöf á starfshætti sína og þátttöku í innra mati sem að einhverju leyti byggir á viðmiðum hvort heldur sem er samræmdum eða innanhússviðmiðum. Reynsla mín hefur einmitt sýnt að kennarar kalla eftir fjölbreyttri endurgjöf á störf sín til þess að geta metið styrkleika sína gagnvart viðfangsefninu hverju sinni. Ekki má misskilja mig þannig að frammistaða kennara sé hlutur sem hægt er með einni niðurstöðu eða afmarkaðri mælingu að nota til að dæma viðkomandi úr leik eða setja á háan stall. Við vitum öll að vinnuumhverfi kennara er flókið og margt sem hefur áhrif á einhverja eina niðurstöðu. En frammistöðumat kennara hverju sinni og endurgjöf er hvetjandi og styrkir kennara í stöðu sinni. Slíkt mat er ferli í sjálfu sér en ekki ein lokaniðurstaða. Ekkert frekar en leiðsagnarmatið sem Aðalnámsskrá kveður á um að skólar innleiði sem námsmatsleið fyrir börn. Þannig er markmiðið ávallt að gera betur í dag en í gær. Því finnst mér mikill óþarfi að hugsa viðmið og skimanir sem svo ógnvænlegt eða flókið fyrirbæri að það muni taka allt frumkvæði frá kennurum. Kennarastéttin kann sitt fag og í því felst að hafa sterka skoðun og einbeittan vilja til faglegra verka í starfi. Viðmið að handan eiga ekki að mínu mati að skerða þá vitund kennarans.Hugsun út fyrir rammann skiptir máli Ég hef mögulega óvenjulega reynslu af skólastarfi þar sem á degi hverjum var verið að fara ótroðnar slóðir um margt og með stöðugan fókus á að gera betur í dag en í gær með gæði fagstarfs í fyrirrúmi þar sem metnaður var mikill fyrir því að mæta nýjungum í nýrri Aðalnámsskrá og um leið að fanga þá stefnu sem skólinn stóð fyrir. Allt kostar þetta vinnu. Slík vinna gerir þá kröfu að farið sé út fyrir rammann í allri hugsun og ný tækifæri nýtt til að nálgast börn og menntun þeirra með ólíkum leiðum en ávallt þannig að líðan, geta og þroski barnsins sé í fyrsta sæti. Allt þetta er mikill vandi og eflaust skapast hræðslan um samræmd viðmið einmitt um það að við það gefist kraftmiklir kennarar upp á því að setja metnað sinn í skapandi kennsluhætti ef einhverjar tölur á blaði verða það sem skiptir öllu máli. En þar held ég að fólki skjátlist. Kennarar hafa alla burði til þess að halda áfram að vinna metnaðarfullt starf, þar sem sköpun og frumleiki er í fyrirrúmi – slík nálgun ýtir undir betri námsárangur. Því ef barni líður vel og er búið þannig öryggi í skólanum sínum að það leggur sig fram og tekst á við veikleika sína með styrkleikum sínum þá er engu að kvíða. Áfram veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Hvað ber að varast þegar sett eru samræmd viðmið um frammistöðu barna í námi? Umræðan hingað til hefur mér fundist einkennast af hræðslu og ótta við yfirtöku skimana og samræmdar viðmiðanir um árangur. Væntanlega þá á kostnað þess skapandi og fjölbreytta skólastarfs sem við höfum mikla trú á að sé verðugt umhverfi fyrir börn að nema, þroskast í og ekki síst til þess að efla sjálfsmynd og sjálfstæði, kraft og þor til gagnlegra verka þegar út í samfélagið er komið.Kennarar eru fagfólk Ég trúi því og treysti að ef fagleg sýn hvers einstaks kennara er beitt og markviss þá trufla samræmd viðmið um frammistöðu ekki – heldur miklu frekar létta undir með kennurum og þeirri vinnu sem námsmatsvinna er. Vissulega er mikilvægt að þau viðmið sem fyrir liggja séu réttmæt og mælingar þjóni þeim tilgangi að gera betur í dag en í gær.Endurgjöf og námsmat Allt er gott í hófi og varast ber öfgar í báðar áttir. Ég átta mig ekki á því hvers vegna kennarastéttin ætti að hræðast markvissa endurgjöf á starfshætti sína og þátttöku í innra mati sem að einhverju leyti byggir á viðmiðum hvort heldur sem er samræmdum eða innanhússviðmiðum. Reynsla mín hefur einmitt sýnt að kennarar kalla eftir fjölbreyttri endurgjöf á störf sín til þess að geta metið styrkleika sína gagnvart viðfangsefninu hverju sinni. Ekki má misskilja mig þannig að frammistaða kennara sé hlutur sem hægt er með einni niðurstöðu eða afmarkaðri mælingu að nota til að dæma viðkomandi úr leik eða setja á háan stall. Við vitum öll að vinnuumhverfi kennara er flókið og margt sem hefur áhrif á einhverja eina niðurstöðu. En frammistöðumat kennara hverju sinni og endurgjöf er hvetjandi og styrkir kennara í stöðu sinni. Slíkt mat er ferli í sjálfu sér en ekki ein lokaniðurstaða. Ekkert frekar en leiðsagnarmatið sem Aðalnámsskrá kveður á um að skólar innleiði sem námsmatsleið fyrir börn. Þannig er markmiðið ávallt að gera betur í dag en í gær. Því finnst mér mikill óþarfi að hugsa viðmið og skimanir sem svo ógnvænlegt eða flókið fyrirbæri að það muni taka allt frumkvæði frá kennurum. Kennarastéttin kann sitt fag og í því felst að hafa sterka skoðun og einbeittan vilja til faglegra verka í starfi. Viðmið að handan eiga ekki að mínu mati að skerða þá vitund kennarans.Hugsun út fyrir rammann skiptir máli Ég hef mögulega óvenjulega reynslu af skólastarfi þar sem á degi hverjum var verið að fara ótroðnar slóðir um margt og með stöðugan fókus á að gera betur í dag en í gær með gæði fagstarfs í fyrirrúmi þar sem metnaður var mikill fyrir því að mæta nýjungum í nýrri Aðalnámsskrá og um leið að fanga þá stefnu sem skólinn stóð fyrir. Allt kostar þetta vinnu. Slík vinna gerir þá kröfu að farið sé út fyrir rammann í allri hugsun og ný tækifæri nýtt til að nálgast börn og menntun þeirra með ólíkum leiðum en ávallt þannig að líðan, geta og þroski barnsins sé í fyrsta sæti. Allt þetta er mikill vandi og eflaust skapast hræðslan um samræmd viðmið einmitt um það að við það gefist kraftmiklir kennarar upp á því að setja metnað sinn í skapandi kennsluhætti ef einhverjar tölur á blaði verða það sem skiptir öllu máli. En þar held ég að fólki skjátlist. Kennarar hafa alla burði til þess að halda áfram að vinna metnaðarfullt starf, þar sem sköpun og frumleiki er í fyrirrúmi – slík nálgun ýtir undir betri námsárangur. Því ef barni líður vel og er búið þannig öryggi í skólanum sínum að það leggur sig fram og tekst á við veikleika sína með styrkleikum sínum þá er engu að kvíða. Áfram veginn.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun