Konur eru 30% starfsmanna Sæunn Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Hagnaður sjávarútvegsfélaga á árinu 2014 nam um 43 milljörðum króna og dróst saman um 22 prósent milli ára. Vísir/Stefán Hagnaður sjávarútvegsfélaga á árinu 2014 dróst saman milli ára. Arðgreiðslur vegna ársins 2013 hækkuðu hins vegar um 14 prósent milli ára. Framleiðni hefur aukist töluvert í sjávarútveginum. Hvert starf í greininni skilaði rúmlega tvisvar sinnum meiri verðmætum árið 2013 en árið 1997. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka, Íslenski sjávarútvegurinn, sem gefin var út í gær. Hagnaður sjávarútvegsfélaga á árinu 2014 nam um 43 milljörðum króna og dróst saman um 22 prósent milli ára. Samdrátturinn skýrist að mestu leyti vegna lækkunar á fjármagnsliðum, sem nam um 9,9 milljörðum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 31 milljarði króna á árinu 2014, en sala eigna og annarra óreglulegra liða námu um 12 milljörðum króna. Fram kemur í skýrslunni að afkoma sjávarútvegsfélaga hefur verið stöðugri frá árinu 2010 en árin þar á undan. Arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfélaga hækkuðu um fjórtán prósent milli ára og námu 13,5 milljörðum króna. Arðgreiðslur sem hlutfall af EBITDA jukust einnig um þrjú prósentustig. Greining Íslandsbanka spáir sjö prósenta raunaukningu í útflutningi sjávarafurða árið 2015 og 3,1 prósents árið 2016, og 2,1 prósents aukningu á árinu 2017. Ástæða þessa er meðal annars veruleg aukning aflaheimilda í þorski, vöxtur í útflutningi sjávarfangs á næsta ári og ágæt loðnuvertíð fyrr á þessu ári. Reiknað er einnig með að verð sjávarafurða hækki um ríflega þrjú prósent til ársins 2017. Að teknu tilliti til þess mun verðmæti útfluttra sjávarafurða verða um 40 milljörðum króna meiri á árinu 2017 en á árinu 2014. Á árinu 2014 störfuðu 9.100 manns með beinum hætti við sjávarútveg. Fjöldi starfa í sjávarútvegi nam um 5,1 prósenti af heildarfjölda starfa í hagkerfinu á árinu en beint framlag hennar til landsframleiðslu var talsvert hærra eða 8,4 prósent. Framleiðni í sjávarútvegi hefur aukist mikið undanfarin ár. Í skýrslunni kemur fram að á árinu 2013 skilaði hvert starf rúmlega tvisvar sinnum meiri verðmætum en á árinu 1997 mælt á föstu verði. Framleiðsluvirði á hvert starf jókst um tæp 60 prósent milli áranna 2005 og 2008. Framleiðni hefur aukist með meiri sjálfvirkni sem fylgir tækniframþróun við veiðar og vinnslu sjávarafurða. Aukin hagkvæmni í rekstri sjávarútvegsfélaga ásamt verðmætasköpun sem hlotist hefur með fullnýtingu fiskaflans hefur einnig stuðlað að aukinni framleiðni. Ljóst er að áhrif viðskiptabanns Rússlands og lokun Nígeríumarkaðar verði umtalsverð. Árið 2014 var mest verðmæti sjávarafurða flutt til Bretlands. Næst á eftir Bretlandi kemur Rússland, og í sjötta sæti var svo Nígería. Heildarútflutningsverðmæti til Nígeríu og Rússlands nam 39 milljörðum króna á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins spáir því að útflutningsverðmæti gæti lækkað um 17-23 milljarða vegna þessara þvingana. Greiningaraðilar eru þó ekki á einu máli um áhrif þessara breytinga. Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
Hagnaður sjávarútvegsfélaga á árinu 2014 dróst saman milli ára. Arðgreiðslur vegna ársins 2013 hækkuðu hins vegar um 14 prósent milli ára. Framleiðni hefur aukist töluvert í sjávarútveginum. Hvert starf í greininni skilaði rúmlega tvisvar sinnum meiri verðmætum árið 2013 en árið 1997. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka, Íslenski sjávarútvegurinn, sem gefin var út í gær. Hagnaður sjávarútvegsfélaga á árinu 2014 nam um 43 milljörðum króna og dróst saman um 22 prósent milli ára. Samdrátturinn skýrist að mestu leyti vegna lækkunar á fjármagnsliðum, sem nam um 9,9 milljörðum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 31 milljarði króna á árinu 2014, en sala eigna og annarra óreglulegra liða námu um 12 milljörðum króna. Fram kemur í skýrslunni að afkoma sjávarútvegsfélaga hefur verið stöðugri frá árinu 2010 en árin þar á undan. Arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfélaga hækkuðu um fjórtán prósent milli ára og námu 13,5 milljörðum króna. Arðgreiðslur sem hlutfall af EBITDA jukust einnig um þrjú prósentustig. Greining Íslandsbanka spáir sjö prósenta raunaukningu í útflutningi sjávarafurða árið 2015 og 3,1 prósents árið 2016, og 2,1 prósents aukningu á árinu 2017. Ástæða þessa er meðal annars veruleg aukning aflaheimilda í þorski, vöxtur í útflutningi sjávarfangs á næsta ári og ágæt loðnuvertíð fyrr á þessu ári. Reiknað er einnig með að verð sjávarafurða hækki um ríflega þrjú prósent til ársins 2017. Að teknu tilliti til þess mun verðmæti útfluttra sjávarafurða verða um 40 milljörðum króna meiri á árinu 2017 en á árinu 2014. Á árinu 2014 störfuðu 9.100 manns með beinum hætti við sjávarútveg. Fjöldi starfa í sjávarútvegi nam um 5,1 prósenti af heildarfjölda starfa í hagkerfinu á árinu en beint framlag hennar til landsframleiðslu var talsvert hærra eða 8,4 prósent. Framleiðni í sjávarútvegi hefur aukist mikið undanfarin ár. Í skýrslunni kemur fram að á árinu 2013 skilaði hvert starf rúmlega tvisvar sinnum meiri verðmætum en á árinu 1997 mælt á föstu verði. Framleiðsluvirði á hvert starf jókst um tæp 60 prósent milli áranna 2005 og 2008. Framleiðni hefur aukist með meiri sjálfvirkni sem fylgir tækniframþróun við veiðar og vinnslu sjávarafurða. Aukin hagkvæmni í rekstri sjávarútvegsfélaga ásamt verðmætasköpun sem hlotist hefur með fullnýtingu fiskaflans hefur einnig stuðlað að aukinni framleiðni. Ljóst er að áhrif viðskiptabanns Rússlands og lokun Nígeríumarkaðar verði umtalsverð. Árið 2014 var mest verðmæti sjávarafurða flutt til Bretlands. Næst á eftir Bretlandi kemur Rússland, og í sjötta sæti var svo Nígería. Heildarútflutningsverðmæti til Nígeríu og Rússlands nam 39 milljörðum króna á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins spáir því að útflutningsverðmæti gæti lækkað um 17-23 milljarða vegna þessara þvingana. Greiningaraðilar eru þó ekki á einu máli um áhrif þessara breytinga.
Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira