Hrollvekjandi tímaflakk Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 14:15 Drauga-Dísa Gunnar Theodór Eggertsson Útgefandi: Vaka-Helgafell Prentun: Oddi 285 blaðsíður Kápumynd: Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Gunnar Theodór Eggertsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Steindýrin árið 2008 og fylgdi henni eftir með Steinskrípunum. Nú hefur hann sent frá sér vandaða og vel spunna hrollvekju sem ber titilinn Drauga-Dísa. Sagan segir frá Dísu sem í upphafi bókar glímir við einelti í skólanum. Hún reynir að leiða það hjá sér en þegar hún hefur fengið gjörsamlega nóg ákveður hún að leita hefnda, en sú atrenna reynist draga dilk á eftir sér og allt fer úr böndunum. Í gegnum furðulegt tré á sumarbústaðalandi fjölskyldu Dísu er nefnilega hægt að komast yfir í aðra tímavídd. Sögufléttan er listilega gerð og gríðarlega spennandi. Þjálfaðir lesendur koma auga á vísbendingar sem stundum virðast augljósar en svo tekst höfundi að flétta söguþræðina saman á máta sem erfitt er að sjá fyrir, og jafnvel þótt lesandinn geti séð einstaka atriði fyrir er lestrarupplifunin svo fullnægjandi að það kemur alls ekki að sök. Um miðbik bókarinnar er eins og sagan sé búin, en þá tekst höfundi að snúa öllu á hvolf og koma aftan að lesandanum – og seinni hlutinn skákar þeim fyrri jafnvel í spennu svo vart er hægt að leggja bókina frá sér. Kynntar eru til sögunnar ýmiss konar óvættir sem tilheyra þjóðsagnaarfi Íslendinga. Höfundur lýsir þeim svo vel að nánast er eins og þær standi lifandi frammi fyrir lesandanum og sendi hroll niður bak hans. Bókin er virkilega vel skrifuð og hún er sannarlega bæði draugaleg og raunveruleg svo hún mun eflaust vekja óhug hjá mörgum lesendum. Aðeins er fjallað um það í sögunni hvers vegna trú á skrímsli, drauga og óvættir lagðist af hér á landi og fólk hætti að vera hrætt við þessar verur. Hugsanlega má segja að þessi bók sé tilraun til að snúa þeirri þróun við. Höfundur veltir upp áhugaverðum heimspeki- og eðlisfræðilegum pælingum um eðli og tilvist tímans. Fólk óttast hið óskiljanlega. Samspil tíma og rúms hlýtur að flokkast undir það sem við skiljum ekki til fulls og er þess vegna vel valið til hrollvekju. Það sem er nefnilega hrollvekjandi við Drauga-Dísu er tilhugsunin um að þrátt fyrir fjarstæðukennd og framandi umfjöllunarefni gæti hún hæglega gerst?… eða hvað?Niðurstaða: Frumleg, grípandi og spennandi hrollvekja sem dvelur með lesandanum lengi eftir að lestri lýkur. Flétta og framvinda til fyrirmyndar. Menning Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Matarboðin sem fólk man eftir Lífið samstarf Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Signature opnar nýjan sýningarsal á rótgrónum stað Lífið samstarf Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Drauga-Dísa Gunnar Theodór Eggertsson Útgefandi: Vaka-Helgafell Prentun: Oddi 285 blaðsíður Kápumynd: Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Gunnar Theodór Eggertsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Steindýrin árið 2008 og fylgdi henni eftir með Steinskrípunum. Nú hefur hann sent frá sér vandaða og vel spunna hrollvekju sem ber titilinn Drauga-Dísa. Sagan segir frá Dísu sem í upphafi bókar glímir við einelti í skólanum. Hún reynir að leiða það hjá sér en þegar hún hefur fengið gjörsamlega nóg ákveður hún að leita hefnda, en sú atrenna reynist draga dilk á eftir sér og allt fer úr böndunum. Í gegnum furðulegt tré á sumarbústaðalandi fjölskyldu Dísu er nefnilega hægt að komast yfir í aðra tímavídd. Sögufléttan er listilega gerð og gríðarlega spennandi. Þjálfaðir lesendur koma auga á vísbendingar sem stundum virðast augljósar en svo tekst höfundi að flétta söguþræðina saman á máta sem erfitt er að sjá fyrir, og jafnvel þótt lesandinn geti séð einstaka atriði fyrir er lestrarupplifunin svo fullnægjandi að það kemur alls ekki að sök. Um miðbik bókarinnar er eins og sagan sé búin, en þá tekst höfundi að snúa öllu á hvolf og koma aftan að lesandanum – og seinni hlutinn skákar þeim fyrri jafnvel í spennu svo vart er hægt að leggja bókina frá sér. Kynntar eru til sögunnar ýmiss konar óvættir sem tilheyra þjóðsagnaarfi Íslendinga. Höfundur lýsir þeim svo vel að nánast er eins og þær standi lifandi frammi fyrir lesandanum og sendi hroll niður bak hans. Bókin er virkilega vel skrifuð og hún er sannarlega bæði draugaleg og raunveruleg svo hún mun eflaust vekja óhug hjá mörgum lesendum. Aðeins er fjallað um það í sögunni hvers vegna trú á skrímsli, drauga og óvættir lagðist af hér á landi og fólk hætti að vera hrætt við þessar verur. Hugsanlega má segja að þessi bók sé tilraun til að snúa þeirri þróun við. Höfundur veltir upp áhugaverðum heimspeki- og eðlisfræðilegum pælingum um eðli og tilvist tímans. Fólk óttast hið óskiljanlega. Samspil tíma og rúms hlýtur að flokkast undir það sem við skiljum ekki til fulls og er þess vegna vel valið til hrollvekju. Það sem er nefnilega hrollvekjandi við Drauga-Dísu er tilhugsunin um að þrátt fyrir fjarstæðukennd og framandi umfjöllunarefni gæti hún hæglega gerst?… eða hvað?Niðurstaða: Frumleg, grípandi og spennandi hrollvekja sem dvelur með lesandanum lengi eftir að lestri lýkur. Flétta og framvinda til fyrirmyndar.
Menning Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Matarboðin sem fólk man eftir Lífið samstarf Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Signature opnar nýjan sýningarsal á rótgrónum stað Lífið samstarf Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira