Skoðun

Samskipti ríkis og kirkju - II

Þórir Stephensen skrifar
Í fyrstu grein minni um þetta efni reyndi ég að útskýra hvernig sambandi ríkis og kirkju er háttað hér á landi. En lítum nú á fjármálin eins og þeim er upp stillt fyrir árið 2015:

Fjárlagaliðurinn Biskup Íslands nær yfir laun starfsmanna þjóðkirkjunnar í heild og annað, sem jarðasamkomulagið kveður á um: Alls kr. 1.507,6 milljónir.

Sóknargjöld (félagsgjöld innheimt af meðlimum þjóðkirkjunnar) kr. 1.910,7

og þeim fylgjandi Jöfnunarsjóður sókna kr. 353,5.

Samtals kr. 2.264,2.

Kirkjugarðar, kostnaður sem er óháður þjóðkirkjunni, enda fyrir landsmenn alla, hverrar trúar sem þeir eru kr. 997,6.

Tveir lögbundnir sjóðir, eldri en jarðasamkomulagið:

Kirkjumálasjóður kr. 273,2.

Kristnisjóður kr. 72,0 .

Stofnframlag til fjögurra höfuðkirkna landsins, sem ekki er hægt að reka með sóknargjöldum kr. 21,0.

Samtals kr. 366,2.

Það, sem ríkissjóður leggur þjóðkirkjunni til árið 2015 umfram jarðasamkomulagið, er því aðeins neðsta talan; kr. 366 milljónir og tvö hundruð þúsund. Ekki er hægt að telja innheimt sóknargjöld til framlags ríkisins til kirkjunnar fremur en sóknar- eða félagsgjöld sem ríkið innheimtir af einstaklingunum fyrir önnur trú- og lífsskoðunarfélög.



Þetta er raunsönn tala, en því miður ekki í samræmi við það sem andstæðingar kirkjunnar halda fram og margir fréttamiðlar hafa talið þjóðinni trú um. Sem dæmi má nefna, að Vantrú sagði framlög ríkisins til „ríkiskirkjunnar“ árið 2014 vera um fjóra milljarða króna, en þau voru samkvæmt framangreindum reikningsaðferðum ekki nema rúmar 268 milljónir.

En hvernig eru samskipti í öðrum löndum, þeim sem við berum okkur gjarnan saman við? Um það verður fjallað í þriðju grein minni um þetta mál.


Tengdar fréttir

Samskipti ríkis og kirkju I

Þjóðkirkjan er að grunni til ein elsta skipulagsheild Íslandssögunnar. Allt frá árinu 1000 hafa ríki og kirkja átt samfylgd. En margt breytist. Nú er aðskilnaður ríkis og kirkju mikið í umræðunni. Kirkjan hefur aldrei óskað eftir honum.




Skoðun

Sjá meira


×