„Mér finnst hann sekur“ Birgir Örn Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2015 10:58 Persónulega finnst mér frábært að samfélagið sé á tánum og vaki yfir mikilvægum stofnunum eins og t.d. lögreglunni og dómstólum. Mér finnst líka samfélagsmiðlar frábærir, enda notast ég mikið við þá sjálfur. Í þeim felast miklir möguleikar. Það sem áður gat aðeins verið sagt af fjölmiðlafólki, prestum, kennurum eða pólitíkusum og það vald sem því fylgdi, getur nú verið sagt af hverjum sem er sem hefur aðgang að lyklaborði, eða jafnvel bara snjallsíma. Þessir möguleikar hafa svo sannarlega sprengt út þá hugmynd sem við höfum um lýðræðið. Atburðir gærdagsins hafa samt fengið mig til að hugsa. Ég tek það fram að ég veit nákvæmlega ekkert um þetta mál í Hlíðunum annað en það sem ég hef lesið í fréttum. Svona rétt eins og flestir aðrir. Annars væri ég ekki að tjá mig um þetta. Ég hlýt að vísu að vita minna en sumir. Hvað veit fólk eiginlega sem ég veit ekki? Það hlýtur að vera eitthvað. Af því sem ég hef lesið þá get ég á engan hátt ákveðið hvort gæsluvarðhaldi hefði átt að vera beitt eða ekki. Ég veit samt hvaða tilfinningar svona mál kveikja hjá manni. Ég veit hvað mér finnst að kynferðisofbeldismenn ættu að eiga skilið. Ég sé það líka strax varðandi þetta tiltekna má að það eru blaðsíður óskrifaðar í fréttirnar sem við lesum af því. Blaðsíður sem við viljum gjarnan skrifa svolítið sjálf. Eðlilega kannski. Ég hef ekki hugmynd um það hvort mennirnir í þessu tiltekna máli séu sekir eða saklausir. Hvernig get ég vitað það? Ég veit bara hvað mér finnst um nauðgara. Þetta mál hefur kannski á ákveðinn hátt samt verið notað til að benda á linkind í garð kynferðisbrota og kynferðisbrotamanna. Það er málstaður sem auðvelt er að tala fyrir. Það er enginn fylgjandi kynferðisbrotum. Ekki frekar en heimilisofbeldi, ránum eða morðum. Þetta eru allt athafnir sem almenningur sættir sig ekki við og á ekki að sætta sig við. Ef samfélaginu finnst kynferðisofbeldismenn beittir of vægum refsingum þá á samfélagið að láta í sér heyra. Það er ekkert að því. Hinn almenni borgari ætlast til þess að lögreglan og dómsvaldið verndi hann. Því er gífurlega mikilvægt að ekki myndist gjá þar á milli. Það verður að ríkja traust til þessa stofnanna. Fólkið hefur valdið og þeir sem vinna innan veggja þessara stofnanna fá vald sitt frá fólkinu. Ef fólkið hefur valdið þá hlýtur samt að fylgja því einhver ábyrgð og með auknu valdi hlýtur að fylgja aukin ábyrgð. Við getum ekki fyrrað okkur henni. Við erum ekki blaðamenn og þurfum því ekki að fara eftir siðareglum blaðamannafélagsins. Samt tjáum við okkur, segjum fréttir og höfum áhrif með skrifum okkar. Við viljum ekki að lögregla og dómstólar vinni út frá tilfinningum og hálf sögðum sögum. „Mér finnst hann ógeðslegur. Mér finnst hann sekur. Í fangelsi með hann“. Við verðum að ætlast til meira. Hvað ef við verðum ásökuð um eitthvað einn daginn? Hver verndar okkur þá? Munið þið eftir fréttinni um „einhenta kennarann“ sem kom í DV um árið? Það var kennari sem var kærður fyrir kynferðisofbeldi gegn drengjum og DV fjallaði um málið og birti mynd af honum. Hann fyrirfór sér og almenningur (við) varð svo brjálaður út í DV að blaðið er enn að sleikja sárin. Hvað hefur breyst? Jú, valdið til miðlunar frétta og til að tjá skoðanir opinberlega, „fjórða valdið“, er ekki lengur bara hjá DV og hinum klassísku fjölmiðlunum. Valdið er líka hjá þér og mér. Tjáum okkur. Veitum aðhald. Höfum áhrif. Notum það verkfæri sem okkur hefur verið gefið en gleymum ekki ábyrgðinni sem fylgir.Uppfært klukkan 13:45Fyrir mistök voru ekki settar gæsalappir utan um fyrirsögnina á aðsendu greininni. Við breytingu á fyrirsögn eyðast öll ummæli sem voru komin við fréttina. Er beðist velvirðingar á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Persónulega finnst mér frábært að samfélagið sé á tánum og vaki yfir mikilvægum stofnunum eins og t.d. lögreglunni og dómstólum. Mér finnst líka samfélagsmiðlar frábærir, enda notast ég mikið við þá sjálfur. Í þeim felast miklir möguleikar. Það sem áður gat aðeins verið sagt af fjölmiðlafólki, prestum, kennurum eða pólitíkusum og það vald sem því fylgdi, getur nú verið sagt af hverjum sem er sem hefur aðgang að lyklaborði, eða jafnvel bara snjallsíma. Þessir möguleikar hafa svo sannarlega sprengt út þá hugmynd sem við höfum um lýðræðið. Atburðir gærdagsins hafa samt fengið mig til að hugsa. Ég tek það fram að ég veit nákvæmlega ekkert um þetta mál í Hlíðunum annað en það sem ég hef lesið í fréttum. Svona rétt eins og flestir aðrir. Annars væri ég ekki að tjá mig um þetta. Ég hlýt að vísu að vita minna en sumir. Hvað veit fólk eiginlega sem ég veit ekki? Það hlýtur að vera eitthvað. Af því sem ég hef lesið þá get ég á engan hátt ákveðið hvort gæsluvarðhaldi hefði átt að vera beitt eða ekki. Ég veit samt hvaða tilfinningar svona mál kveikja hjá manni. Ég veit hvað mér finnst að kynferðisofbeldismenn ættu að eiga skilið. Ég sé það líka strax varðandi þetta tiltekna má að það eru blaðsíður óskrifaðar í fréttirnar sem við lesum af því. Blaðsíður sem við viljum gjarnan skrifa svolítið sjálf. Eðlilega kannski. Ég hef ekki hugmynd um það hvort mennirnir í þessu tiltekna máli séu sekir eða saklausir. Hvernig get ég vitað það? Ég veit bara hvað mér finnst um nauðgara. Þetta mál hefur kannski á ákveðinn hátt samt verið notað til að benda á linkind í garð kynferðisbrota og kynferðisbrotamanna. Það er málstaður sem auðvelt er að tala fyrir. Það er enginn fylgjandi kynferðisbrotum. Ekki frekar en heimilisofbeldi, ránum eða morðum. Þetta eru allt athafnir sem almenningur sættir sig ekki við og á ekki að sætta sig við. Ef samfélaginu finnst kynferðisofbeldismenn beittir of vægum refsingum þá á samfélagið að láta í sér heyra. Það er ekkert að því. Hinn almenni borgari ætlast til þess að lögreglan og dómsvaldið verndi hann. Því er gífurlega mikilvægt að ekki myndist gjá þar á milli. Það verður að ríkja traust til þessa stofnanna. Fólkið hefur valdið og þeir sem vinna innan veggja þessara stofnanna fá vald sitt frá fólkinu. Ef fólkið hefur valdið þá hlýtur samt að fylgja því einhver ábyrgð og með auknu valdi hlýtur að fylgja aukin ábyrgð. Við getum ekki fyrrað okkur henni. Við erum ekki blaðamenn og þurfum því ekki að fara eftir siðareglum blaðamannafélagsins. Samt tjáum við okkur, segjum fréttir og höfum áhrif með skrifum okkar. Við viljum ekki að lögregla og dómstólar vinni út frá tilfinningum og hálf sögðum sögum. „Mér finnst hann ógeðslegur. Mér finnst hann sekur. Í fangelsi með hann“. Við verðum að ætlast til meira. Hvað ef við verðum ásökuð um eitthvað einn daginn? Hver verndar okkur þá? Munið þið eftir fréttinni um „einhenta kennarann“ sem kom í DV um árið? Það var kennari sem var kærður fyrir kynferðisofbeldi gegn drengjum og DV fjallaði um málið og birti mynd af honum. Hann fyrirfór sér og almenningur (við) varð svo brjálaður út í DV að blaðið er enn að sleikja sárin. Hvað hefur breyst? Jú, valdið til miðlunar frétta og til að tjá skoðanir opinberlega, „fjórða valdið“, er ekki lengur bara hjá DV og hinum klassísku fjölmiðlunum. Valdið er líka hjá þér og mér. Tjáum okkur. Veitum aðhald. Höfum áhrif. Notum það verkfæri sem okkur hefur verið gefið en gleymum ekki ábyrgðinni sem fylgir.Uppfært klukkan 13:45Fyrir mistök voru ekki settar gæsalappir utan um fyrirsögnina á aðsendu greininni. Við breytingu á fyrirsögn eyðast öll ummæli sem voru komin við fréttina. Er beðist velvirðingar á því.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar