Skoðun

Áhyggjur af heilbrigðisstarfsmönnum

Lýður Árnason skrifar
Minn fyrrum, ágæti lærifaðir, Jóhannes M. Gunnarsson, átelur í nýlegri grein skoðanir mínar í heilbrigðismálum og spyrðir við fortíðarhyggju. Lítur Jóhannes til þess sem er að gerast annars staðar og minnir á þróunina í nágrannalöndunum. Þá ber þess að geta að Í Danmörku búa tæpar sex milljónir og þar eru fjögur háskólasjúkrahús sem dreifast á stærstu borgirnar. Síðan eru minni alhliða svæðissjúkrahús sem mynda þéttriðið net um allt landið og lúta sum hver sömu yfirstjórn. Upptalningin sést hér að neðan (einkasjúkrahús ekki meðtalin).

Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, Amager Hospital, Bispebjerg Hospital, Frederiksberg Hospital, Gentofte Hospital, Glostrup Hospital, Herlev Hospital, Hvidovre Hospital, Nordsjællands Hospital í Esbønderup, Frederikssund, Hillerød, Hovedstadens Psykiatri –psych­iatric hospital ásamt útibúum, Sct. Hans Hospital. Holbæk Sygehus, Køge Sygehus, Næstved Sygehus, Roskilde Sygehus, Slag­else Sygehus, Ringsted Sygehus, Kalundborg Sygehus, Odense Universitetshospital, Esbjerg Hospital, Fredericia Hospital, Grindsted Hospital, Kolding Hospital, Svendborg Hospital, Sønder­borg Hospital, Tønder Hospital, Vejle Hospital, Aabenraa Hospital, Middel­fart Hospital, Augustenborg Psykiatrisk Hospital, Bornholms Hospital, Aarhus Universitets­hospital Skejby, Aarhus Universitets­hospital Risskov, Aarhus University Hospital, Regionshospitalet Herning, Regionshospitalet Holste­bro, Regionshospitalet Hors­ens, Regionshospitalet Randers, Regionshospitalet Viborg, Regionshospitalet Hammel, Regionshospitalet Silkeborg, Regionshospitalet Skanderborg, Regionshospitalet Skive, Regionshospitalet Tarm, Aalborg university hospital, Dronninglund og Brovst, Sygehus Vendsyssel, Hjørring, Frederikshavn og Brønderslev, Sygehus Himmerland, Sygehus Thy-Mors í Thisted og Nykøbing Jylland.

Engan þarf að undra að tuttugu sinnum fjölmennari þjóð þurfi fleiri sjúkrahús. Það sem vekur hins vegar athygli er hversu gott aðgengi ALLIR Danir hafa að sjúkrahúsþjónustu, hvar í landinu sem þeir búa. Samt er landið fimm sinnum minna en Klakinn okkar og miklu léttara að komast þar um. Þannig virðast Danir þess meðvitaðir að til þess að halda uppi háskólasjúkrahúsum og öflugu vísindasamfélagi er nauðsynlegt að dreifa álagi og þekkingu. Þar í landi sjá menn að slík tilhögun er ávinningur allra.

Ég hef bent á nauðsyn þess að hver landsfjórðungur sem og Eyjamenn hafi góðan aðgang að alhliða sjúkrahúsi. Þessari tillögu er ekki beint gegn vísindasamfélaginu heldur er hún byggð á þeirri staðreynd að alls staðar býr fólk. Í grein sinni lýsir Jóhannes yfir áhyggjum að þessi skoðun væri frá heilbrigðisstarfsmanni komin. Sjálfur hef ég áhyggjur af því hversu margir heilbrigðisstarfsmenn eru sammála Jóhannesi.




Skoðun

Skoðun

Tjáningar­frelsi

Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar

Sjá meira


×