Ákveður stjórn að ný stjórn skuli kosin? Helga Hlín Hákonardóttir skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Í gær var kjörin ný stjórn VÍS, sem er athyglisvert í ljósi þess að í félaginu sat rétt kjörin og ályktunarhæf stjórn með umboð fram að næsta aðalfundi. Slík breyting á umboði ályktunarhæfrar stjórnar getur farið fram með tvennum hætti. Annars vegar getur hluthafi óskað eftir hluthafafundi. Samhliða þarf hann þá að leggja fram tillögu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar – sem síðan þarf að hljóta samþykki meirihluta hluthafa á komandi hluthafafundi. Hluthafa dugar því ekki réttur til að boða hluthafafund til að krefjast stjórnarkjörs, jafnvel þótt stjórn samþykki það. Slík breyting verður ekki gerð nema öllum hluthöfum bjóðist þátttaka í umræðu og atkvæðagreiðslu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar. Meirihluti hluthafa afturkallar því einn fyrri ákvörðun hluthafafundar en ekki stjórn. Hins vegar geta einn eða fleiri stjórnarmenn skilað umboði sínu þannig að stjórn missir ályktunarhæfi sitt. Ákvörðun um að skila umboði, eða fyrirætlanir um slíkt, er þá tilkynnt hluthöfum og sitjandi stjórn ber ábyrgð á störfum sínum þar til boðað er til hluthafafundar og ný stjórn er kjörin. Í tilviki VÍS hefur meirihluti hluthafa hvorki ályktað á hluthafafundi að víkja stjórn frá – né heldur tilkynnti stjórn um afsögn þegar boðað var til fundar. Dagskrártillagan var því haldlaus frá birtingu hennar 14. október og allt þar til í ljós kom síðastliðinn föstudag að tveir stjórnarmenn hygðust skila umboði sínu. Orðalag tilkynningar frá 2. nóvember um að „Stjórn VÍS hefur ákveðið að stjórnarkjör skuli fara fram á hluthafafundinum“ breytir heldur engu. Hluthafar ákveða stjórnarkjör en ekki stjórn – nema stjórn hafi misst ályktunarhæfi sitt og stjórnarkjör reynist nauðsynlegt. Ályktunarhæfi sitt missti stjórn fyrst, opinberlega í það minnsta, þegar framboð til stjórnar voru birt sl. föstudag, rúmum þremur vikum eftir boðun fundarins. Stjórnarmenn hefðu betur upplýst um fyrirætlanir um meðferð á umboðum sínum um leið og samþykkt var að auglýsa hluthafafundinn. Lögmæti fundarins hefði legið fyrir í þrjár vikur en ekki þrjá daga og stjórn hefði veitt hluthöfum umhugsunarfrestinn og upplýsingarnar í stað þess að halda þeim hjá sér. Þannig hefði jafnræðis hluthafa, upplýsingaskyldu til markaðarins og góðra stjórnarhátta verið best gætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í gær var kjörin ný stjórn VÍS, sem er athyglisvert í ljósi þess að í félaginu sat rétt kjörin og ályktunarhæf stjórn með umboð fram að næsta aðalfundi. Slík breyting á umboði ályktunarhæfrar stjórnar getur farið fram með tvennum hætti. Annars vegar getur hluthafi óskað eftir hluthafafundi. Samhliða þarf hann þá að leggja fram tillögu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar – sem síðan þarf að hljóta samþykki meirihluta hluthafa á komandi hluthafafundi. Hluthafa dugar því ekki réttur til að boða hluthafafund til að krefjast stjórnarkjörs, jafnvel þótt stjórn samþykki það. Slík breyting verður ekki gerð nema öllum hluthöfum bjóðist þátttaka í umræðu og atkvæðagreiðslu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar. Meirihluti hluthafa afturkallar því einn fyrri ákvörðun hluthafafundar en ekki stjórn. Hins vegar geta einn eða fleiri stjórnarmenn skilað umboði sínu þannig að stjórn missir ályktunarhæfi sitt. Ákvörðun um að skila umboði, eða fyrirætlanir um slíkt, er þá tilkynnt hluthöfum og sitjandi stjórn ber ábyrgð á störfum sínum þar til boðað er til hluthafafundar og ný stjórn er kjörin. Í tilviki VÍS hefur meirihluti hluthafa hvorki ályktað á hluthafafundi að víkja stjórn frá – né heldur tilkynnti stjórn um afsögn þegar boðað var til fundar. Dagskrártillagan var því haldlaus frá birtingu hennar 14. október og allt þar til í ljós kom síðastliðinn föstudag að tveir stjórnarmenn hygðust skila umboði sínu. Orðalag tilkynningar frá 2. nóvember um að „Stjórn VÍS hefur ákveðið að stjórnarkjör skuli fara fram á hluthafafundinum“ breytir heldur engu. Hluthafar ákveða stjórnarkjör en ekki stjórn – nema stjórn hafi misst ályktunarhæfi sitt og stjórnarkjör reynist nauðsynlegt. Ályktunarhæfi sitt missti stjórn fyrst, opinberlega í það minnsta, þegar framboð til stjórnar voru birt sl. föstudag, rúmum þremur vikum eftir boðun fundarins. Stjórnarmenn hefðu betur upplýst um fyrirætlanir um meðferð á umboðum sínum um leið og samþykkt var að auglýsa hluthafafundinn. Lögmæti fundarins hefði legið fyrir í þrjár vikur en ekki þrjá daga og stjórn hefði veitt hluthöfum umhugsunarfrestinn og upplýsingarnar í stað þess að halda þeim hjá sér. Þannig hefði jafnræðis hluthafa, upplýsingaskyldu til markaðarins og góðra stjórnarhátta verið best gætt.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar