Sport

Vilja banna börnum að skalla

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Bandaríkjanna hefur tilkynnt áætlanir um að banna börnum undir tíu ára aldri að skalla fótbolta á æfingum. Þá stendur einnig til að takmarka skalla barna sem eru þrettán til tíu ára. Áætlunin er liður í niðurstöðu dómsmáls sem foreldrar barna höfðuðu gegn Knattspyrnusambandinu og FIFA vegna þess að börn fengu heilahristing við að skalla bolta.

Samkvæmt BBC héldu foreldrarnir því fram að samböndunum hefði mistekist að vernda börn. Foreldrarnir halda því fram að árið 2010 hafi 46.200 nemendur í gagnfræðiskólum hlotið heilahristing við að spila fótbolta. Það sé meira en í körfubolta, hafnabolta og glímu til samans.

Á vef NBC er rætt við fyrrverandi fótboltakonuna Briana Scurry, sem fékk heilahristing árið 2010. Hún segir að það hafi tekið sig fjögur ár að jafna sig og að ferill hennar hafi eyðilagst. Hún segir Knattspyrnusamband Bandaríkjanna hafa verið í afneitun varðandi skaðann sem það að skalla bolta getur valdið.

Hér að neðan má sjá myndband um málið frá NBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×