"Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki“ ingvar haraldsson skrifar 11. nóvember 2015 11:54 Már Guðmundsson seðlabankastjóri efast um að nýtt bankahrun sé í uppsiglingu. vísir/anton brink „Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Már var þar að svara spurning Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar sem velti upp ótta margra við nýtt hrun. Ýmislegt í efnahagsmálunum svipi til ástandsins eins og það var á árunum fyrir hrun „Þá eru raktar þessar vísbendingar: Það eru stórar fjárfestingar í stóriðju og í ferðaþjónustu, vaxtamunaviðskipti og skattalækkanir. Það er launaskrið, vaxandi neysla, bara fréttir í dag um roksölu á bílum, og við erum að fara að selja þrjá banka og ríkissjóður er um það bil að fara að fyllast af peningum,“ sagði Guðmundur. Hagsveiflan líkari fyrri árum„Þegar maður tiltekur þessar vísbendingar allar að þá gæti maður mjög einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að við siglum hraðbyr í svipað ástand og 2007 og síðan einhverja svipaða atburðarás í kjölfarið,“ bætti þingmaðurinn við. Már taldi hagsveifluna nú svipa mun meira til fyrri áratuga, til að mynda árinu 1987. „Það er hægt að sjá viss líkindi en að sumu leyti en fyrir utan kannski, vaxtamunaviðskiptin, þá sé þetta miklu líkara gömlu hagsveiflunum.“ Már vísaði máli sínu til stuðnings til nýlegs rits Seðlabankans um fjármálakreppur á Íslandi frá árinu 1870. „Ég dreg þá niðurstöðu að því, að við erum annars vegar með svona hefðbundnar hagsveiflur og svo öðru hvoru erum við með miklar fjármálakreppur og það kemur í gegnum bankakerfið og tengist mikið alþjóðlegri fjármálaþróun og eitthvað fjármagnsinnstreymi og annað því um líkt.“Már taldi hagsveifluna fremur líkjast fyrri hagsveiflum á 20. öldinni en aðdraganda bankahrunsins 2008.vísir/vilhelmÖnnur staða en 2007Staðan nú væri ólík stöðunni 2007 vegna þeirra breytinga sem orðið hefðu á fjármálakerfi heimsins. „Það sem er öðru vísi núna er að alþjóðlega umhverfi er auðvitað allt, allt, annað heldur en var enda við nýbúin að ganga í gegnum fjármálakreppu á alþjóðamælikvarða. Það er verið að herða að fjármálakerfinu, það er verið að auka eiginfjárkröfu, lausafjárkröfu og svo framvegis. Íslenska bankakerfið væri einnig gjörbreytt. „Bankerfið okkar er allt, allt öðru vísi, það er ekki í neinni alþjóðlegri starfsemi og það er það sem mun gera það að verkum að þetta verður allt öður vísi en 2007, og ég held að það sé rangt mat að þó að vaxtamunaviðskiptin hafi spilað rullu í 2007 ferlinu og gert hlutina erfiðari, að það hafi verið lykilatriðið. Það sem var lykilatriðið var starfsemi bankakerfisins og hvers eðlis þetta var.“ Már benti á að Nýsjálendingar hefðu einnig haft heilmikil vaxtamunaviðskipti án þess að fjármálakerfið í landinu hryndi. Hann taldi líklegast að næsta ár yrði kallað 2016 en ekki 2007 eða 1987 sem hefði sín efnahagslegu sérkenni. En aðalatriði er að við séum að vaka yfir áhættunni alveg allan tímann, bæði í efnahagslífinu og fjármálakerfinu. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingi Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
„Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Már var þar að svara spurning Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar sem velti upp ótta margra við nýtt hrun. Ýmislegt í efnahagsmálunum svipi til ástandsins eins og það var á árunum fyrir hrun „Þá eru raktar þessar vísbendingar: Það eru stórar fjárfestingar í stóriðju og í ferðaþjónustu, vaxtamunaviðskipti og skattalækkanir. Það er launaskrið, vaxandi neysla, bara fréttir í dag um roksölu á bílum, og við erum að fara að selja þrjá banka og ríkissjóður er um það bil að fara að fyllast af peningum,“ sagði Guðmundur. Hagsveiflan líkari fyrri árum„Þegar maður tiltekur þessar vísbendingar allar að þá gæti maður mjög einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að við siglum hraðbyr í svipað ástand og 2007 og síðan einhverja svipaða atburðarás í kjölfarið,“ bætti þingmaðurinn við. Már taldi hagsveifluna nú svipa mun meira til fyrri áratuga, til að mynda árinu 1987. „Það er hægt að sjá viss líkindi en að sumu leyti en fyrir utan kannski, vaxtamunaviðskiptin, þá sé þetta miklu líkara gömlu hagsveiflunum.“ Már vísaði máli sínu til stuðnings til nýlegs rits Seðlabankans um fjármálakreppur á Íslandi frá árinu 1870. „Ég dreg þá niðurstöðu að því, að við erum annars vegar með svona hefðbundnar hagsveiflur og svo öðru hvoru erum við með miklar fjármálakreppur og það kemur í gegnum bankakerfið og tengist mikið alþjóðlegri fjármálaþróun og eitthvað fjármagnsinnstreymi og annað því um líkt.“Már taldi hagsveifluna fremur líkjast fyrri hagsveiflum á 20. öldinni en aðdraganda bankahrunsins 2008.vísir/vilhelmÖnnur staða en 2007Staðan nú væri ólík stöðunni 2007 vegna þeirra breytinga sem orðið hefðu á fjármálakerfi heimsins. „Það sem er öðru vísi núna er að alþjóðlega umhverfi er auðvitað allt, allt, annað heldur en var enda við nýbúin að ganga í gegnum fjármálakreppu á alþjóðamælikvarða. Það er verið að herða að fjármálakerfinu, það er verið að auka eiginfjárkröfu, lausafjárkröfu og svo framvegis. Íslenska bankakerfið væri einnig gjörbreytt. „Bankerfið okkar er allt, allt öðru vísi, það er ekki í neinni alþjóðlegri starfsemi og það er það sem mun gera það að verkum að þetta verður allt öður vísi en 2007, og ég held að það sé rangt mat að þó að vaxtamunaviðskiptin hafi spilað rullu í 2007 ferlinu og gert hlutina erfiðari, að það hafi verið lykilatriðið. Það sem var lykilatriðið var starfsemi bankakerfisins og hvers eðlis þetta var.“ Már benti á að Nýsjálendingar hefðu einnig haft heilmikil vaxtamunaviðskipti án þess að fjármálakerfið í landinu hryndi. Hann taldi líklegast að næsta ár yrði kallað 2016 en ekki 2007 eða 1987 sem hefði sín efnahagslegu sérkenni. En aðalatriði er að við séum að vaka yfir áhættunni alveg allan tímann, bæði í efnahagslífinu og fjármálakerfinu. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira